Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Side 46
Undirbúningur fyrir heimferð.
viðhorf barna til dauðans. Báða dagana voru myndbönd
notuð sem fræðsluefni og til að skapa umræður.
Það var ánægjulegt hve námsstefnugestir höfðu mikið til
málanna að leggja. Hjúkrunarfræðingar stigu í púlt og sögðu
frá hvernig staðið er að málefnum krabbameinssjúklinga og
aðstandenda þeirra í eigin heimabyggð. [ máli þeirra kom
skýrt fram að allt of oft skortir upplýsingar um sjúklinga
þegar þeir flytjast á milli stofnana eða útskrifast heim. (
sumum tilvikum máttu sjúklingar og aðstandendur þeirra
þola kvíða og óöryggi sem hefði mátt draga úr eða komast
hjá ef upplýsingaflæði hefði verið skjótvirkara og
markvissara. Oft og tíðum var um algjöran upplýsingaskort
að ræða. Einn hjúkrunarfræðingurinn lýsti þessu sem ein-
hliða samskiptum, hún þyrfti alltaf sjálf að leita eftir upp-
lýsingum um sjúklingana. Annar áberandi þáttur í umræðum
á námsstefnunni var að aukinn þrýstingur er frá mikið
veikum og dauðvona sjúklingum um að fá að vera heima og
að deyja heima. Þar sem ekki er starfandi heimahlynning
krabbameinssjúkra hafa slíkar beiðnir borist heilsugæslu-
stöðvum á viðkomandi stað. í Ijós kom að stundum er það
undir góðvild viðkomandi hjúkrunarfræðings komið hvort
hægt er að verða við óskum sjúklings. Að lokum reifaði
Valgerður Valgarðsdóttir, djákni, mikilvægi sjálfsræktar.
í samantekt voru þátttakendur námsstefnunnar
sammála um að helstu niðurstöður hennar væru þessar:
• Markviss og árangursrík samskipti á milli fagfólks, sem
tekur þátt í meðferð sjúklingsins á mismunandi stigum
sjúkdómsins, eru nauðsynleg til að sem bestur árangur
náist.
• Sjúklingar og fjölskyldur þeirra eiga rétt á skýrum og
skilmerkilegum skilaboðum. Tryggja þarf öruggar boð-
leiðir í tengslum við flutninga sjúklings á milli stofnana,
sérfræðinga, sjúkrahúsa eða þjónustu sem veitt er utan
sjúkrahúsa.
• Þörf er á því að finna leiðir til að verða við óskum
sjúklinga hvar sem þeir búa um að fá að vera heima
með alvarlega og/eða langt gengna sjúkdóma. Allir
sjúklingar eiga rétt á sömu þjónustu og hana þarf að
veita eins nálægt dvalarstað sjúklings og mögulegt er,
inni á heimilum þeirra eða á sjúkrahúsi
226
Námskeið
Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands
Konur, fíkn og meðvirkni
Fjallað er um tengsl ánetjunar við kynjahlutverk og
kvennakúgun og um mismunandi þarfir kvenna og
karla í áfengis- og vímuefnameðferð.
Kennari: Páll Biering MSN, geðhjúkrunarfræðingur á
Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við HÍ.
Tími: 14. nóvember kl. 9:00-16:00
Verð: 8.800 kr.
Túlkandi fyrirbærafræði
-heimspeki og hversdagsieiki í hjúkrun
Námskeiðið er einkum ætlað hjúkrunarfræðingum en
er opið öðrum.
Kennari: Christer Magnusson MScN, hjúkrunar-
fræðingur á fræðsludeild Landspítala í Fossvogi.
Tími: 7. og 9. nóvember
Verð: 8.800 kr.
Fötlun, langvarandi veikindi og
meðvirkar fjölskyldur
Kynntar eru nýjar hugmyndir sem Andrés hefur þróað
á þessu sviði, meðal annars um „lamaðar, ofvirkar og
meðvirkar fjölskyidur."
Kennarar: Andrés Ragnarsson og Wilhelm Norðfjörð,
sálfræðingar.
Tími: 27. október kl. 9:00-16:00 og 28. október
kl. 9:30-12:30
Verð: 12.200 kr.
Lestur fræðigreina og notkun
upplýsingakerfa
Námskeiðinu er ætlað að þjálfa þátttakendur í að beita
fræðilegri þekkingu í starfi með öflun heimilda í gegn-
um upplýsingakerfi og með gagnrýnum lestri heimilda.
Umsjón: Helga Jónsdóttir, dósent við
hjúkrunarfræðideild H.í.
Tírni: 20 stundir í nóvember.
Verð: 17.800 kr.
Stöðug vinna á sér stað á FSA sem miðar að því að
bæta þjónustu við krabbameinssjúklinga og fjölskyldur
þeirra. Nefna má rannsókn á þörf endurhæfingar/hæfingar
fyrir sjúklinga með ólæknandi krabbamein og athugun á
aukinni og fjölbreyttari þjónustu við krabbameinssjúklinga í
heimahúsum.
Með kveðju frá Akureyri,
Bryndís Þórhallsdóttir, Elísabet Hjörleifsdóttir.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000