Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Síða 51
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, M.Sc., Ph.D.
sérfræðingur á atvinnusjúkdóma- og heilsugæsludeild Vinnueftirlits ríksins
Um bakverki kjúkrunAv'fólk.s
Vikan 23.-27. október er helguð vinnuvernd í Evrópu og
þemað eru varnir gegn bakverkjum undir kjörorðinu bak-
verkinn burt. Vinnueftirlit ríkisins tekur þátt í átakinu með
ýmiss konar kynningu og fræðslu. í þessari grein er
sérstaklega fjallað um bakverki hjúkrunarfólks.
Sjúkraliðum er sex sinnum hættara við að verða fyrir
slysi í vinnunni en öðrum launakonum í Svíþjóð og þótt
áhættan meðal hjúkrunarfræðinga sé ekki eins mikil,
munar þar litlu. Flest slysanna henda þegar verið er að
lyfta sjúklingum og færa þá til. Úrbætur ættu að beinast
bæði að vinnuskipulaginu og vinnuaðstæðunum. Þetta eru
helstu niðurstöður nýlegrar doktorsritgerðar Inga-Lill
Engkvist í Svíþjóð.
Aðrar rannsóknir benda til að verkir í stoðkerfi séu álíka
algengir meðal hjúkrunarfræðinga og hjá konum almennt
eða tæp 60%. Þær rannsóknir sýndu einnig að bakverkir
voru minni hjá hjúkrunarfræðingum en sjúkraliðum og öðru
umönnunarfólki.
Meiri hætta er á mjóbaksverkjum ef fólk þarf mikið að
lyfta sjúklingum. Hjúkrunarfólk á öldrunar-, bæklunar- og
endurhæfingardeildum á fremur á hættu að lenda í vanda
varðandi stoðkerfið en hjúkrunarfólk sem starfar á deildum
þar sem minna er um lyftingar. Hjúkrunarfólk, sem lyftir oft,
er í nærri fjórum sinnum meiri hættu að fá bakverki en það
hjúkrunarfólk sem síður lyftir sjúklingum eða færir þá til.
Ófyrirséð atvik auka hættuna á að hjúkrunarfólk beiti
líkamanum óheppilega eins og þegar sjúklingur missir
skyndilega fótanna eða dettur.
Hjúkrunarfólk er oft undir miklu andlegu álagi. Miklar
kröfur í starfi, takmarkaðir möguleikar á að hafa áhrif í
vinnunni og lítill stuðningur vinnuféiaga tengist óþægindum
í mjóbaki hjá hjúkrunarfólki. í rannsókn á hjúkrunarfræð-
ingum á spítölum í Belgíu og Hollandi kom vel fram
mikilvægi starfsánægju. Þótt hollensku hjúkrunarfræðing-
arnir ynnu meira en hinir belgísku voru þær ánægðari í
starfi, tóku léttar á óþægindum, stunduðu fremur líkams-
rækt, voru færari um að takast á við vandamál og höfðu
síður bakverki en belgísku hjúkrunarfræðingarnir.
Þegar fáliðað er á hjúkrunardeildum er meiri hætta á að
starfsmenn fái bakverki, enda þá hættara við að hjúkr-
unarfólk þurfi að vinna meira eitt, langan vinnudag og að
lyfta sjúklingum hjálparlaust.
Verkir í mjóbaki hjá konum aukast yfirleitt með aldrinum
eða fram til 50-60 ára. Þetta kom m.a. fram árið 1986 í
hóprannsókn á úrtaki íslendinga. Rannsókn meðal
franskra hjúkrunarfræðinga sýndi að verkur í mjóbaki
meðal þeirra sem voru 40-44 ára var helmingi algengari en
meðal þeirra sem voru yngri en 35 ára.
Talið er að reykingar geti aukið hættu á bakverkjum og
hafa ýmsar skýringar verið gefnar á því. Á hinn bóginn er
það vörn gegn álagseinkennum að vera líkamlega vel á sig
komin og stunda reglulega líkamsrækt, en ekki er
óalgengt að hjúkrunarfólk sé í lélegri líkamlegri þjálfun.
Til þess að koma í veg fyrir bakverki meðal hjúkrunar-
fólks virðist ekki nóg að kenna rétta líkamsbeitingu. Til
þess að árangur náist verður að huga að:
• hönnun vinnuumhverfisins og vinnuskipulaginu
• að hjálpartæki séu tiltæk og notuð
• að hjúkrunarfólk fái leiðbeiningar um líkamsbeitingu við
lyftingar og notkun hjálpartækja
Rúmlega er ekki best til þess fallin að bæta bakverk.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
231