Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 40
^ðsmk^ÓMurþótti Ijótt orð Starf hjúkrunarfræðinga, sem starfa við geðhjúkrun, er ekki mjög þekkt meðal hjúkrunarfræðinga almennt og ætlar Tíma- rit hjúkrunarfæðinga að bæta þar aðeins úr með umijöllun um störf þeirra. Viðtölin við fjóra hjúkrunarfræðinga gefa væntan- lega nokkra innsýn í störf þeirra en starfið getur farið fram á mjög mörgum og mismunandi stöðum. Eitt er þó sameigin- legt, burtséð frá því hvar starfið fer fram, og það er að hjúkr- unarffæðingar, sem vinna við geðhjúkrun, eru í mjög nánum tengslum við sína sjúklinga og þeir nota sjálfa sig í meðferð- inni - hér duga nefnilega engin hátæknitæki og tól! Svava Þorkelsdóttir og Díaita Liz Franksdóttir, í sólinni í garðinum vió geðdeildina á Kleppi. Hjúkrunarfræðingarnir, sem talað er við, eru Svava Þor- kelsdóttir, formaður fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga, Díana Liz Franksdóttir, deildarstjóri geðdeildar Landspítala á Kleppi, Bergþóra Reynisdóttir, sem er sjálfstætt starfandi geðhjúkrun- arfræðingur, og Guðbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri á Vin - athvarfi Rauða kross íslands fyrir geðfatlaða, en fyrst var spjallað örstutt við Þórunni Pálsdóttur, geðhjúkrunarfræð- ing og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra geðdeildar Landspítal- ans, um upphaf geðhjúkrunar á íslandi. Geðhjúkrun hafði mun meira vægi í hjúkrunarnámi áður fyrr. Til að útskrifast áttu hjúkrunarfræðingar að hafa unnið eitt ár á geðdeild og lágmarks verklegt nám á geðdeild var 6 mánuðir. Þórunn var fyrsti hjúkrunarfræðingurinn sem fór í sérnám í geðhjúkrun en það var árið 1966. Hún fór til Noregs þar sem námið var þannig upp byggt að hjúkrunarfræðingar unnu á stofnunum víðs vegar um landið. Með vilja var valið að hjúkrunarfræðingarnir ynnu bæði á stofnunum sem voru vel mannaðar og þeirn sem illa voru mannaðar. Þetta var til að leggja áherslu á að í starfinu ættu geðhjúkrunarfræðingar alltaf að vera að byggja upp. Um 2-3 árum síðar fóru aðrir þrír hjúkrunarfræðingar einnig í sérnám en ekki í sama skóla og Þórunn. Örfáir í viðbót fylgdu svo í kjölfar þeirra. Geðhjúkr- unarffæðingar, með dyggri aðstoð Maríu Pétursdóttur, fóru síðan að beq'ast fyrir því að sémámi í geðhjúkran yrði komið á hérlendis og baráttan bar árangur. Námið fór ffam í Nýja hjúkrunarskólanum og var Þóra Arnfinnsdóttir aðalkennarinn. Einnig aðstoðaði skólastjórinn við norska skólann, þar sem Þórunn lærði, við uppbyggingu námsins. 1 fyrstu tók námið 1 'h ár en þróaðist svo í 2 ára nám. Þrisvar var boðið upp á þetta sémám og frá skólanum útskrifuðust um 60-70 geð- hjúkrunarfræðingar. í núverandi hjúkrunarnámi vinna nemar í 6 vikur á geðdeild, 20 verklega tíma á viku og telur Þórunn að sá tími sé alltof stuttur og eigi án efa sinn þátt í að ekki takist að laða fleiri hjúkrunarffæðinga til starfa á geðdeildum en raun ber vitni. Reynslan er mjög góður skóli Leiðin liggur fyrst á gamla vinnustaðinn hennar Þórunnar, Kleppsspítalann, en nú til að hitta þær Díönu og Svövu. Díana stýrir þar deild sem flutt var frá Vífilsstöðum að Kleppi í byrj- un janúar. Viðtalið hefst á að þær era spurðar um viðhorf sitt til starfsins: Svava: „Það sem höfðar mest til mín varðandi geðhjúkrun er staða hjúkrunarfræðinga sem vinna við geðhjúkrun; við erum virtir og virkir þátttakendur í meðferð geðsjúkra og að mínu áliti er staða okkar mjög sterk. Stjórn fagdeildarinnar er að leggja síðustu hönd á kynningu á geðhjúkrun sem verður á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarffæðinga og í þeirri vinnu höfum við skoðað hvar þeir hjúkrunarffæðingar hafa starfað sem hafa unnið á geðsviði og sérmenntað sig í faginu. Þar höfum við séð að þeir hafa komið mjög víða við. Þeir hafa m.a. starfað hjá Landlæknisembættinu, ýmsum félagasamtök- um, unnið að forvamastarfi í skólum, starfað hjá félagsþjón- ustunni, Barnavemdarstofu, heilbrigðisráðuneytinu, mennta- málaráðuneytinu, lyfjafyrirtækjum og við kennslu. Hjúkrunarfræðingar, sem starfa við geðhjúkrun, hafa ver- ið iðnir við að bæta menntun sína, sótt námskeið og nám innanlands sem erlendis. Einnig hefur dugnaður við að miðla þekkingu löngum fylgt geðhjúkrun og er virk fræðsla inni á deildum mjög einkennandi fyrir fagið. Hins vegar er það 104 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.