Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 40
^ðsmk^ÓMurþótti Ijótt orð Starf hjúkrunarfræðinga, sem starfa við geðhjúkrun, er ekki mjög þekkt meðal hjúkrunarfræðinga almennt og ætlar Tíma- rit hjúkrunarfæðinga að bæta þar aðeins úr með umijöllun um störf þeirra. Viðtölin við fjóra hjúkrunarfræðinga gefa væntan- lega nokkra innsýn í störf þeirra en starfið getur farið fram á mjög mörgum og mismunandi stöðum. Eitt er þó sameigin- legt, burtséð frá því hvar starfið fer fram, og það er að hjúkr- unarffæðingar, sem vinna við geðhjúkrun, eru í mjög nánum tengslum við sína sjúklinga og þeir nota sjálfa sig í meðferð- inni - hér duga nefnilega engin hátæknitæki og tól! Svava Þorkelsdóttir og Díaita Liz Franksdóttir, í sólinni í garðinum vió geðdeildina á Kleppi. Hjúkrunarfræðingarnir, sem talað er við, eru Svava Þor- kelsdóttir, formaður fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga, Díana Liz Franksdóttir, deildarstjóri geðdeildar Landspítala á Kleppi, Bergþóra Reynisdóttir, sem er sjálfstætt starfandi geðhjúkrun- arfræðingur, og Guðbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri á Vin - athvarfi Rauða kross íslands fyrir geðfatlaða, en fyrst var spjallað örstutt við Þórunni Pálsdóttur, geðhjúkrunarfræð- ing og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra geðdeildar Landspítal- ans, um upphaf geðhjúkrunar á íslandi. Geðhjúkrun hafði mun meira vægi í hjúkrunarnámi áður fyrr. Til að útskrifast áttu hjúkrunarfræðingar að hafa unnið eitt ár á geðdeild og lágmarks verklegt nám á geðdeild var 6 mánuðir. Þórunn var fyrsti hjúkrunarfræðingurinn sem fór í sérnám í geðhjúkrun en það var árið 1966. Hún fór til Noregs þar sem námið var þannig upp byggt að hjúkrunarfræðingar unnu á stofnunum víðs vegar um landið. Með vilja var valið að hjúkrunarfræðingarnir ynnu bæði á stofnunum sem voru vel mannaðar og þeirn sem illa voru mannaðar. Þetta var til að leggja áherslu á að í starfinu ættu geðhjúkrunarfræðingar alltaf að vera að byggja upp. Um 2-3 árum síðar fóru aðrir þrír hjúkrunarfræðingar einnig í sérnám en ekki í sama skóla og Þórunn. Örfáir í viðbót fylgdu svo í kjölfar þeirra. Geðhjúkr- unarffæðingar, með dyggri aðstoð Maríu Pétursdóttur, fóru síðan að beq'ast fyrir því að sémámi í geðhjúkran yrði komið á hérlendis og baráttan bar árangur. Námið fór ffam í Nýja hjúkrunarskólanum og var Þóra Arnfinnsdóttir aðalkennarinn. Einnig aðstoðaði skólastjórinn við norska skólann, þar sem Þórunn lærði, við uppbyggingu námsins. 1 fyrstu tók námið 1 'h ár en þróaðist svo í 2 ára nám. Þrisvar var boðið upp á þetta sémám og frá skólanum útskrifuðust um 60-70 geð- hjúkrunarfræðingar. í núverandi hjúkrunarnámi vinna nemar í 6 vikur á geðdeild, 20 verklega tíma á viku og telur Þórunn að sá tími sé alltof stuttur og eigi án efa sinn þátt í að ekki takist að laða fleiri hjúkrunarffæðinga til starfa á geðdeildum en raun ber vitni. Reynslan er mjög góður skóli Leiðin liggur fyrst á gamla vinnustaðinn hennar Þórunnar, Kleppsspítalann, en nú til að hitta þær Díönu og Svövu. Díana stýrir þar deild sem flutt var frá Vífilsstöðum að Kleppi í byrj- un janúar. Viðtalið hefst á að þær era spurðar um viðhorf sitt til starfsins: Svava: „Það sem höfðar mest til mín varðandi geðhjúkrun er staða hjúkrunarfræðinga sem vinna við geðhjúkrun; við erum virtir og virkir þátttakendur í meðferð geðsjúkra og að mínu áliti er staða okkar mjög sterk. Stjórn fagdeildarinnar er að leggja síðustu hönd á kynningu á geðhjúkrun sem verður á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarffæðinga og í þeirri vinnu höfum við skoðað hvar þeir hjúkrunarffæðingar hafa starfað sem hafa unnið á geðsviði og sérmenntað sig í faginu. Þar höfum við séð að þeir hafa komið mjög víða við. Þeir hafa m.a. starfað hjá Landlæknisembættinu, ýmsum félagasamtök- um, unnið að forvamastarfi í skólum, starfað hjá félagsþjón- ustunni, Barnavemdarstofu, heilbrigðisráðuneytinu, mennta- málaráðuneytinu, lyfjafyrirtækjum og við kennslu. Hjúkrunarfræðingar, sem starfa við geðhjúkrun, hafa ver- ið iðnir við að bæta menntun sína, sótt námskeið og nám innanlands sem erlendis. Einnig hefur dugnaður við að miðla þekkingu löngum fylgt geðhjúkrun og er virk fræðsla inni á deildum mjög einkennandi fyrir fagið. Hins vegar er það 104 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.