Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREIN Hvaö er Magnetviöurkenningin? • Skipulögð aðlögun nýrra starfsmanna er í boði • Ahersla á starfsþjálfun og símenntun • Virk stjórnendaþjálfun (Hinshaw, 2002; McClure, Poulin, Sovie og Wandelt, 2002) Hvers vegna telja hjúkrunarfræðingar gott að vinna á magnetstofnun? I rannsóknum Kramer og Schmalenberg undanfarin 15 ár hefur marg- oft komið fram að eftirfarandi 8 einkenni eru aðalforsenda þess að hjúkrunarfræðingar telja sig geta veitt góða þjónustu: • Þeir vinna með færum hjúkrunarfræðingum • Það eru góð samskipti milli hjúkrunarfræð- inga/ljósmæðra og lækna • Hjúkrunarfræðingar/ljósmæður eru sjálfstæð og bera ábyrgð á sínum störfum • Stjórnandi hjúkrunar styður hjúkrunarfræð- inga/ljósmæður • Hjúkrunarfræðingar/ljósmæður hafa sjálfræði yfir þjónustunni sem þeir veita og vinnuum- hverfinu • Stjórnendur stofnunar hvetja starfsmenn til menntunar • Það er nægileg mönnun • Það er áhersla á velferð sjúklinganna meðal allra á stofnuninni (Kramer og Schmalenberg, 2002) Öll framantalin atriði benda í sömu átt, að þar sem starfsfólk er virt og tekur þátt í skipulagn- ingu starfsgreinar og mótun vinnuumhverfis síns næst bestur árangur við meðferð sjúklinganna. Mikilvægi hjúkrunarfræðinga. Rannsóknir hafa sýnt að fylgikvillar, svo sem þvagfærasýkingar, lungnasýkingar, blæðingar frá meltingarvegi og byltur, eru marktækt færri (p<0,05) þar sem næg mönnun hjúkrunarfræðinga er og þeir veita meirihluta hjúkrunarinnar. Einnig er legutími sjúklinga marktækt styttri (p<0,001) (Needle- man, Buerhaus, Mattke, Stewart og Zelevinsky, 2002). Aður hafði komið fram betri árangur í meðferð og umönnun alnæmissjúklinga á sjúkra- húsum þar sem hjúkrunarmönnun var góð (Aiken, Smith og Lake, 1994). Nýleg rannsókn Aiken o.fl. (2002), sem kannað hafa árangur magnetsjúkrahúsa í Bandaríkjun- um sl. 15 ár, bendir ótvírætt til hve mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sinni eftirliti með sjúklingum því reikna má líkur á dánartíðni miðað við mönnun hjúkrunar- fræðinga. Þessir rannsakendur fundu að með auknu vinnu- álagi hjúkrunarfræðings jókst dánaráhætta innan 30 daga frá innlögn um 7% fyrir hvern sjúkling (1,07 áhættuhlutfall (OR), 95% öryggisbil (CI), 1,03-1,12). Hver viðbótarsjúklingur, sem hjúkrunarfræðingur sinnti, var talinn auka áhættu á kulnun um 23% (1,23 áhættuhlutfall; 95% öryggisbil 1,13-1,34) og hættu á starfsóánægju um 15% (1.15 áhættuhlutfall; 95% ör- yggisbil 1,07-1,25). Einnig kom fram í rannsókn Blendon o.fl. (2002) um viðhorf starfandi lækna og almennings til læknamistaka að 51% lækna og 69% almennings (p<0,001) töldu að fjölgun hjúkrunar- fræðinga á sjúkrahúsum væri næstmikilvægasta stjórnunarað- gerð til að minnka líkur á lækningamistökum. Mikilvægast var talið að koma á viðeigandi eftirlitskerfi með lyfjafyrirmælum og lyfjagjöf á stofnunum. Niðurstaðan, sem draga má af þessum rannsóknum og öðrum á undanförnum árum, er að hjúkrunarfræðingar skipta höfuð- máli um árangur og öryggi sjúklinga á sjúkrahúsum. Hjúkrun- arfræðingar eru þeir sem stöðugt fylgjast með sjúklingum og eru í lykilhlutverki til að greina frávik sem krefjast meðferðar þannig að sjúklingar geti útskrifast fljótt og örugglega. Eins og sjá má í töflu 1 eru mörg háskólasjúkrahús í Banda- ríkjunum á listanum yfir þau sjúkrahús sem komist hafa í úr- valsflokk magnetstofnana. Hins vegar eru einnig á listanum smærri sjúkrahús og einkasjúkrahús sem hafa nýtt sér þessa þekkingu til að breyta starfsháttum sínum til þess að geta fengið viðurkenninguna. Nokkur þekkt sjúkrahús í Bandaríkjunum meö magnetviöurkenningu Alls höfðu 67 stofnanir fengið magnetviöurkenningu í mars 2003 The University of Alabama Hospital, Birmingham, Alabama Cedars-Sinai Medical Center, Los Angeles, Kaliforníu University of California, Davis Medical Center, Sacramento, Kaliforníu University of Colorado Hospital, Denver, Kóloradó Mount Sinai Medical Center, Miami Beach, Flórída Saint Joseph's Hospital of Atlanta, Atlanta, Georgíu Rush-Presbytarian-St. Luke's Medical Center, Chicago, lllinois University of Kentucky Hospital, Lexington, Kentucky Mayo-Rochester Hospitals, Rochester, Minnesota Hackensak University Medical Center, Hackensack, New Jersey Robert Wood Johnson University Hospital, New Brunswick, New Jersey North Shore University Hospital, Manhasset, New Vork Long Island Jewish Medical Center, New Hyde Park, New York Hospital for Special Surgery, New York, New York Fox Chase Cancer Center, Philadelphia, Pennsylvaniu The Methodist Hospital, Houston, Texas St. Luke's Episcopal Hospital, Houston, Texas The University of Texas M.D. Anderson Cancer Center, Houston, Texas University ofWashington Medical Center, Seattle, Washington St. Mary's Hospital Medical Center, Madison, Wisconsin Timarit íslenskra hjúkrunarfræflinga 3. tbl. 79. árg. 2003 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.