Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Síða 15
RITRÝND GREIN
Kenning um samskiptahætti og
áhrif þeirra
Auösæranleikinn - röddin/raddleysið og valdiö
Ein af meginniðurstöðunum í samskiptarannsóknum mínum
er að sjúklingar séu auðsærðir og stundum algjörlega ber-
skjaldaðir fyrir niðurbrjótandi samskiptum við heilbrigðis-
starfsmenn. Þessi staðreynd er ein meginstoðin í samskipta-
kenningunni.
Ut frá ofangreindum rannsóknum mínum virðast mér margir
sjúklingar vera frekar hræddir við að vera ósammála heil-
brigðisstarfsmönnum. Þeir virðast skynja ákveðna hættu á að
vera hafnað eða beinlínis verða fyrir höfnun ef þeir dirfast að
vera ósammála, hvað þá heldur ef þeir kvarta. Margir þeirra
þegja því þegar þeir ættu að tala, eins og þessi unga kona, sem
er nú dáin úr krabbameini, útskýrði:
Að auki byggi ég kenninguna á eftirfarandi
skilningi á mannverunni:
1. Hver mannvera er einstök og jöfn öðrum að
virðingu og persónulegum réttindum. Mann-
verur hafa samvisku og eiga að umgangast
hver aðra af virðingu og alúð.
2. Hver mannvera er óendanlega dýrmæt en
finnur ekki hversu dýrmæt hún er nema við
samskipti við þá sem birta þennan sannleika.
3. Sem mannverur erum við nátengd hvert öðru.
Við erum sífellt með líf hvert annars í hönd-
unum.
Samkvæmt kenningunni er þjónustuþeginn-
/sjúklingurinn auðsærð persóna sem hefur þörf
fyrir jákvæð og uppbyggileg samskipti við heil-
brigðisstarfsmenn vegna stöðunnar sem sjúkl-
ingurinn/þjónustuþeginn er í.
Staða sjúklingsins/þjónustuþegans er með
tvennum hætti:
• Innri staða: mat hans á eigin þörfum, fyrri
reynslu og upplifun af sjálfum sér.
• Ytri staða: sjúkrahúsumhverfið/heilbrigðis-
þjónustan eins og sjúklingurinn/þjónustu-
þeginn sér þetta.
Framsetning kenningarinnar
Kenningin er sett fram í yfirlitsmynd/líkani sem
sýnir fimm grundvallarsamskiptahætti þar sem
áherslan er á hvernig sá einstaklingur, sem hefur
valdið, beitir því og hvaða áhrif samskiptin hafa
á þann sem fyrir verður og þá einkum á „rödd“
hans og varnarleysi. Frá sjónarhóli heilbrigðis-
þjónustunnar eru grunneiningar kenningarinnar
annars vegar hinir ýmsu samskiptahættir sem
byggjast á því hvernig heilbrigðisstarfsmenn
nota vald sitt (eða misnota það) og hins vegar
áhrif þeirra á auðsæranleika sjúklinga og á
„rödd“ eða raddleysi þeirra.
Við framsetningu kenningarinnar fjalla ég fyrst
um varnarleysið, röddina/raddleysið og valdið og
vitna í fyrrverandi sjúklinga um þessa þætti. Þá
mun ég kynna líkanið af grundvallarsam-
skiptaháttum þar sem ég geri ítarlega grein fyrir
hverjum samskiptahætti fyrir sig.
Ég hef upplifað að það hefur verið talað niður til mín. Og
oft ertu svo auðsæranleg innan sjúkrahússins að þú lætur
þetta draga þig verulega niður, en eftir á verðurðu alltaf
mjög reið og þú sérð eftir því að þú sagðir ekkert, því að
auðvitað ætti engum að leyfast að koma svona fram við aðra
manneskju.
Ég meina ég fæ gæsahúð þegar ég fer í gegnum bygginguna.
I hvert skipti sem ég þarf að fara þangað inn þá þorna ég öll
upp í hálsinum og verður hreinlega illt... þannig líður mér.
Um leið og hún var farin byrjar hugurinn að fást við þessi
samskipti sem höfðu átt sér stað og þú byrjar að hugsa „af
hverju gerði ég ekki þetta?“ og „af hverju sagði ég ekki
þetta?" Ég kalla þetta „óuppgerð samskipti". Fyrir hana var
þetta áreiðanlega ekki neitt, hún áttar sig ekki einu sinni á
því hvað hún var að gera, en þú sem sjúklingur ert skilinn
eftir með þessa bitru reynslu og ég fann að hugur minn var
að fást við þetta, og mig langar svo að fara til þessarar
manneskju og segja: „Af hverju í ósköpunum varstu svona
andstyggileg við mig? Ég átti þetta ekki skilið!“ Ég glímdi
við þetta í nokkur ár á eftir og ég var alltaf að fara til baka
til hennar og ...ljúka mínum samskiptum við hana. Mig
I sumum tilfellum safnast reiðin upp hið innra með sjúklin-
gunum og þegar þeir yfirgefa sjúkrahúsið eru þeir fullir
gremju í garð stofnunarinnar, eins og eftirfarandi ummæli
sýna en þetta er menntakona sem orðið hafði fyrir valdníðslu
á sængurkvennadeild:
Sama kona fann sárt fyrir varnarleysi sínum og raddleysi og
kvartaði undan því hvað sumum heilbrigðisstarfsmönnum
væri eiginlegt að þagga niður f sjúklingum og útskýrði af
hverju hún kvartaði aldrei undan valdníðslunni sem hún varð
fyrir:
Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003
13