Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Síða 21
FRÆÐIGREIN
Álit sjúklinga á gæðum
hjúkrunar á lungnadeild
Umhyggja fyrir skjólstæðingum er grundvöllur
hjúkrunarfræði sem starfsmiðaðrar fræðigreinar
(Watson, 1985/1988). Umhyggjusöm hjúkrun
hefur mikla þýðingu fyrir ánægju sjúklinga
(Dingman, Williams, Fosbinder og Warnick,
1999) og því hefur einnig verið haldið fram að
umhyggja hjúkrunarfræðinga hafi áhrif á heilsu
og velferð skjólstæðinga þeirra (Cronin og Harri-
son, 1988). Anægja sjúklinga gefur upplýsingar
um gæði heilbrigðisþjónustunnar (Bull, Hansen
og Gross, 2000) en sjúklingaánægju má skil-
greina sem mat sjúklinga á gæðum hjúkrunar
(Larrabee og Bolden, 2001). Mælingar á sjúk-
lingaánægju gefa vísbendingar um hvar úrbóta í
heilbrigðisþjónustunni er þörf en gefa um leið til
kynna hvaða þáttum er vel sinnt (Tishelman og
Sachs, 1992). Þegar ánægja sjúklinga með veitta
heilbrigðisþjónustu er metin í rannsóknum kem-
ur í ljós að þáttur hjúkrunar skiptir veigamiklu
máli (Carey og Siebert, 1993, sjá í Leiter, Harvie
og Frizzell, 1998).
í þessari rannsókn var sjónum sérstaklega beint að gæðum
hjúkrunar en tilgangur hennar var að kanna álit sjúklinga á
gæðum hjúkrunar á lungnadeild Landspítala-háskólasjúkra-
húss á Vffilsstöðum (LSH-Víf). Ahugi fyrir rannsóknarverk-
efninu vaknaði þegar fyrirséð var að lungnadeildin mundi
flytja frá Vífilsstöðum í Fossvog. Ahugavert þótti að bera sam-
an álit sjúklinga á gæðum hjúkrunar fyrir og eftir flutninginn
en ljóst var að ýmsar breytingar myndu verða á starfseminni
því samfara. Þessi grein fjallar um fyrri hluta þessarar rann-
sóknar, það er álit sjúklinga á gæðum hjúkrunarinnar fyrir
flutning.
Gæði hjúkrunar og ánægja sjúklinga
Frá tímum Florence Nightingale hefur umhyggja verið órjúf-
anlegur þáttur hjúkrunarstarfsins (Forrest, 1989) enda kemur
það skýrt fram í inntaki siðareglna Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga (1997) en þar segir: „Kjarni hjúkrunar er umhyggja
fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir Iífi hans og mannhelgi."
Umhyggjusöm hjúkrun hefur mikla þýðingu fyrir ánægju
sjúklinga (Dingman o.fl., 1999) og því hefur verið haldið fram
Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003