Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 23
VIÐTAL Lífssýn einstaklinganna ræöur meiru en sjúkdómurinn sjálfur að þar liggi kjarni hvers máls. Um leið er mælt gegn kenningum um vanhæfar fjölskyldur og ein- staklinga. Höfundar bókarinnar segja að þeirra reynsla sé sú að þegar skilningur sé fenginn á lífsgildi einstaklings sé komin skýring á hegðun hans. Til dæmis er tekinn ofbeldishneigður eig- inmaður sem margoft lagði hendur á konu sína. Lífsskoðun hans var sú að hann bæri ábyrgð á hegðun eiginkonunnar. Þegar skýring fæst á framkomu er ekki nauðsynlegt, að sögn höfund- anna, að setja vanhæfisstimpil á fjölskylduna eða einstaklinga innan hennar. Með skýringunni er hægt að vinna að breytingum. - Greinið þið mun á viðbrögðum kynjanna þegar sjúkdómar koma U]rp innan fjölskyldu? Þær voru sammála um að þarna mætti greina mikinn mun. Þær sögðu konur sjúga upp allar til- finningar í tengslum við sjúkdómana. Þær vildu tala og sæktust eftir tilfinningalegum stuðningi. Karlar væru aftur á móti framkvæmdahugsuðir. Þeir óskuðu eftir leiðbeiningum, áætlunum og tækni. og á sama tíma er minna magn verkjalyfja notað en hjá þeim sem fá morfín í æð hjá læknum eða hjúkrunarfólki. Astæðan er rakin til þess að sú fullvissa sjúklingsins að vera við stjórn eykur framleiðslu endorfíns en það slær á verkina. Þriðji kaflinn í bókinni fjallar um aðferðir og áhrif meðferðar og þá sem vinna við hana, þ.e. meðferðaraðila. Breytingar telj- ast ætíð tilgangur meðferðar en hverjar þær verða og hvernig er oft óútreiknanlegt. Þar segir enn fremur að til að ná fram breytingum þurfi að bera virðingu fyrir, ögra eða herða lífs- sýn einstaklinganna. Breytingar í meðferð, segir jafnframt í bókinni, hverjar svo sem þær eru, þarf að virða og koma í orð. I bókinni eru sett upp mörg áhugaverð og lifandi sýnishorn úr meðferðarviðtölum við Calgaryháskólann sem styðja þær kenningar sem höfundarnir greina frá í bók sinni. Þá má geta umfjöllunar í bókinni um meðferðaraðilann og hvað hann þurfi að hafa í huga við vinnu sína. Þar segir m.a. að meðferðaraðilinn sé ekki undirrót eða talsmaður breytinganna. Meðferðaraðili þróar viðtölin í meðferðinni; hann býður upp á ígrundun. Meðferðaraðilinn og einstaklingarnir í fjölskyldunni breytast við gagnkvæm áhrif og meðferðaraðilinn veitir ekki ákveðna niðurstöðu. „Það eru mistök að vilja gera karlmenn eins og konur. Kynin bæta hvort annað upp. Stundum þurfum við konur að hætta að tala. Það er okkar reynsla,“ sögðu þær á námskeiðinu og bættu við sögum af eigin reynslu. Onnur þeirra sagði dæmisögu af því hversu hún og bróðir hennar brugðust ólíkt við þegar móðir þeirra veiktist lífshættulega. Bróðirinn vildi fá allar upplýsingar um sjúkdóminn, meðferð og batahorfur í símtali sem fór þeirra í milli þegar sjúkdómsgreiningin lá fyrir. Þegar hún hringdi í hann síðar sama kvöld og vildi halda áfram að tala um ástand móðurinn- ar var hann farinn í bíó. Hún minntist þess að hafa undrast hvernig hann gæti farið í bíó þegar svona stóð á því hún þurfti að tala og tala meira. Hollt að vera við stjórn Kafli í bókinni fjallar um nauðsyn þess að gefa einstaklingunum og fjölskyldunni tækifæri og trú á að þeir geti haft einhverja stjórn á þróun mála. Þetta hefur m.a. komið fram við rann- sóknir á sjúklingum með krabbamein á lokastigi sem fengið hafa að stjórna verkjalyfjagjöf sinni sjálfir. Þetta er gert með því að þeir ákveða sjálfir inngjöf á morfíni í æð með því að ýta á hnapp. Þannig hefur náðst árangursríkari verkjameðferð Farið er í gegnum ýmsar tegundir samræðna í meðferð og gerð grein fyrir áhrifum þeirra. Til eru samræður sem þvinga fram úrlausnir og samræður sem greiða fyrir þeim. Þá eru til samkomulagssamræður, ásökunar- og gagnásökunarsamræð- ur, samræður sem fela í sér skapgerðarlýsingar, skipunar- og hlýðnisamræður, samræður sem innihalda ást og staðfestu, að ógleymdum samræðum sem bjóða upp á vöxt og breytingar. Sérfræðingarnir eru í fjöskyldunni Lokaorð þessarar umfjöllunar um bók og námskeið prófessor- anna kanadísku, Bell og Wright, er eftirfarandi kafli úr bókinni þeirra: „Okkar lífssýn á fjölskyldu og sjúkdóma er sú að ein- staklingarnir í fjölskyldunni séu sérfræðingarnir í reynslunni á sjúkdómnum sem þeir glíma við. Meðferðaraðilar geta hins vegar boðið upp á sérfræðiþekkingu í meðferðarstjórnun. Með því að samtvinna þessa þekkingu nást fram breytingar. Við sjáum fjölskylduna hlaðna styrk, jafnvel þegar hún horfist í augu við hræðilega reynslu af sjúkdómum. Við trúum því staðfastlega að reynsla fjölskyldnanna af sjúkdómum byggist á lífssýn hennar fremur en sjúkdómnum sjálfum. Á sama hátt hefur sýn heilbrigðisstétta á fjöskylduna og sjúkdóma ákaflega mikil áhrif á það hvernig þær nálgast, tengjast og aðstoða fjöl- skyldur í bataferlinu." Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.