Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Side 27
FRÆÐIGREIN Nýjar áherslur í fræöslu til foreldra krabbameinssjúkra (100%) þurftu að fara í skoðun eða eftirskoðun vegna krabbameinsins á sérhæfða göngudeild árið 1999. Niðurstöður Hvert er viðhorf mæðra og feðra til heimasíðunn- ar á veraldarvefnum? Til að kanna hvort munur væri á mati mæðra og feðra á gagnsemi heimasíðunnar var beitt lýsandi tölfræði. Þegar viðhorf foreldra eru skoðuð er átt við hversu aðgengileg, skiljanleg, hjálpleg og gagnleg heimasíðan var foreldrum. Auk þess voru skoðaðir þættir er tengdust fræðsluefni heimasíðunnar. Fram kemur að allar mæður (100%) og 77% feðra töldu heimasíðuna í heild vera aðgengilega eða frekar aðgengilega. Allar mæður (100%) og 92% feðra töldu hana vera skiljanlega eða frekar skiljanlega. Fram kemur að mæður töldu heimasíðuna vera í 90% tilfella hjálplega eða frekar hjálplega, en 84% feðra töldu svo vera. Aftur á móti mátu 95% mæðra og 92% feðra heimasíðuna gagnlega eða frekar gagnlega (sjá töflu 3). Tafla 3 Mat foreldra á gagnsemi heimasíðunnar í heild Mæður (n=21) Feður (n=13) o/o o/o Aðgengileg 71 69 Frekar aðgengileg 29 8 Hlutlaus 0 23 Lítið gagnleg 0 0 Óaögengileg 0 0 Skiljanleg 75 67 Frekar skiljanleg 25 25 Hlutlaus 0 0 Lítið skiljanleg 0 0 Óskiljanleg 0 8 Hjálpleg 55 59 Frekar hjálpleg 35 25 Hlutlaus 10 8 Lítið hjálpieg 0 0 Ekki hjálpleg 0 8 Gagnleg 30 34 Frekar gagnleg 65 58 Hlutlaus 5 0 Lítið gagnleg 0 0 Ekki gagnleg 0 8 Hvað varðar gagnsemi fræðsluefnis á heimasíðunni var spurt um hvern efnisþátt eða kafla heimasíðunnar fyrir sig. Fram kom að 92% mæðra og feðra töldu fræðsluefnið um krabb- amein hjá börnum vera gagnlegt og frekar gagnlegt, en 76% mæðra og 75% feðra töldu svo vera þegar spurt var um fræðsluefnið er tengdist fjölskyldunni. Aftur á móti kemur fram að 95% mæðra og 82% feðra töldu fræðsluefnið um krabbameinsmeðferðina vera gagnlegt og frekar gagnlegt. Fram kom að 68% mæðra og 75% feðra töldu fræðsluefn- ið „að Iifa með krabbameini" gagnlegt og frekar gagnlegt. Einnig kom fram munur hjá foreldrum þegar spurt var hvort kaflinn um „stuðning" hafi verið hjálplegur og frekar hjálp- legur eða ekki, en 76% mæðra og 84% feðra töldu svo vera. Upplýsingar um meðferðaraðila og meðferðarstaði voru áhug- averðar eða frekar áhugaverðar í 77% tilfella hjá mæðrum en í 50% tilfella hjá feðrum. Fram kemur að allir feður (100%) telja að Iiðurinn „spurningar og svör“ hafi verið einfaldur í notkun en 88% mæðra töldu svo vera (sjá töflu 4). Tafla 4 Mat foreldra á fræðsluefni heimasíðunnar Mæður (n=2l) Feður (n=13) o/o o/o Fræðsluefni um „krabbamein hjá börnum" var Gagnlegt 56 46 Frekar gagnlegt 35 46 Hlutlaus 9 0 Lítið gagnlegt 0 8 Ekki gagnlegt 0 0 Fræðsluefni er tengist „fjölskyldunni" var Gagnlegt 33 17 Frekar gagnlegt 43 58 Hlutlaus 24 17 Lítið gagnlegt 0 8 Ekki gagnlegt 0 0 Fræðsluefni um „krabbameinsmeðferð" var Gagnlegt 57 46 Frekar gagnlegt 38 36 Hlutlaus 5 9 Lítið gagnlegt 0 9 Ekki gagnlegt 0 0 Fræðsluefnið er tengist því „að lifa með krabbameini" var Gagnlegt 36 50 Frekar gagnlegt 32 25 Hlutlaus 32 17 Lítið gagnlegt 0 8 Ekki gagnlegt 0 0 Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.