Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Síða 36
 /0^sk Valgerður Katrín Jónsdóttir °nAkx^- Litið um öxl „Við vorum fínar í lyftingunum" segja vinkonurnar Klara og Helga Þórdís Á námsárunum tengist fólk oft vinaböndum sem halda allt lífið. Þær Klara Kristinsdóttirog Helga Þórdís Benediktsdóttir eru hjúkrunarkonur af gamla skólanum og kynntust í námi í gamla hjúkrunarskólanum fyrir 60 árum og hafa haldið vinskap síðan. Þær segjast alltaf kalla sig hjúkrunarkonur og eru stoltar af því. Þær muna tímana tvenna og þegar rit- stjóri Tímarits hjúkrunarfrœöinga tekur hús á Klöru þar sem hún býr á Holtsgötunni er Helga Þórdís í morgunkaffi. Helga fæddist á Patreksfirði, flutti 5 ára til Eskifjarðar og 7 ára flutti hún með fósturforeldrum til Norðfjarðar eftir að móðir hennar lést. „Eg fór í vinnu til Seyðisfjarðar þegar ég var 17 ára og var þar þar til ég fór í Hjúkrunarskólann 1943. Eg ætlaði mér alltaf að verða hjúkrunarkona þegar ég var lítil. Fósturforeldrar mínir voru með spítalann á Eskifirði, hún var ráðskona og hann var með henni þarna. Líklega hef ég fengið sjúkrahúsbakteríuna þar,“ segir hún brosandi. Að námi loknu, eða 1947, vann Klara á lyfjadeild Landspítalans, svo á Kleppsspítalanum '47 og '48 og tvo mánuði í afleysingum á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. A árunum 1948-50 vann hún á fæðingardeild Landspítalans og var þar í afleys- ingum til 1957. Svo lá leið Klöru til Seyðisfjarðar og þar vann hún við sjúkrahúsið frá 1970-1985. „Fór þangað með manninum mínum, Kjartani Olafssyni, lækni, hann vann á sjúkrahúsinu, en ég var þá heima því ég átti þá þrjú börn og var að hugsa um þau. En ef það voru einhver vandræði fór ég að vinna, ef það átti að senda sjúkling til Reykjavíkur þá fór ég að hjálpa til og fór svo að vinna fast þegar börnin voru farin að stálpast. Við vorum búin að vera á Seyðisfirði í 15 ár þegar hann dó. Eg hélt áfram að vinna eftir það og var ein 12 ár til viðbótar eða samtals í 27 ár á Seyðisfirði „Á nemaárunum vann ég fyrst á handlæknisdeild Landspítalans í eitt ár,“ segir Helga, „og var svo send á Kristnes í 6 mánuði en þar voru eingöngu berklasjúklingar. Sumir voru mikið veikir, aðrir á batavegi, sumir rúmliggjandi og aðrir á fótum. Þetta var áður en berklalyfin komu til sögunnar. Yfirlæknirnn þarna var Jónas Rafnar. Næst, eða 1944, var ég send á spítalann á Akureyri en þar voru sjúklingar með alls kyns sjúkdóma, meðal annars berklasjúklingar sem þurftu að fara í aðgerð. Yfirlæknirinn þar var Guðmundur K. Pétursson sem framkvæmdi svokallaða höggn- ingu. Veistu hvað það er? Þetta var svo sem ekki fallegt orð yfir svokallaðan rifjaskurð. Það var ekki hægt að svæfa fólk, svo það var deyft. Neminn sat á kolli við höfðalag sjúklingsins og hélt í höndina á honum, sat svona í um það bil fjóra tíma meðan aðgerðin fór fram. Fólk fann fyrir þessu því það dofnuðu ekki allir jafn vel. Þetta var alduglegasta fólk sem ég hef nokkurn tímann verið með, berklasjúldingarnir sem lentu í höggningunni. Það var nú meiri hreystin í þeim, þau kvörtuðu aldrei. Það voru tekin mismörg rif því lungað var svo bólgið að það gat skaddast ef það fór út í rifin. Þetta var það eina sem hægt var að gera við mikið veika berklasjúklinga og þetta hjálpaði mörgum.“ Klara er úr Reykjavík og því ekki langt fyrir hana að fara í Hjúkrunarskólann. Þær stöllur unnu saman á nemaárunum á Landspítalanum og á Kleppi. Hún segir sjúklingana mest hafa verið langlegu- sjúklinga, „en svo voru auðvitað veikindi líka eins og gengur, slys, man t.d. eftir fólki sem brennd- ist og fleiru þess háttar. Svo fæddust börn og ég var alltaf viðstödd eða sú hjúkrunarkona sem var á vakt ásamt ljósmóðurinni. Eg var satt að segja alveg hissa þegar ég heyrði að það mætti ekki fæðast barn þarna núna, það verður að flytja sængurkonurnar upp á Hérað, sumar fara til Akureyrar og aðrar til Reykjavíkur þar sem konurnar þurfa að fæða þar sem skurðstofa er til staðar. Þetta er orðið voðalegt vesen. Vinnudagurinn var langur, ég byrjaði hálfátta á morgnanna, fór inn á stofurnar og þvoði sjúld- ingunum, byrjaði á þeim sem voru mest veikir og þegar það var búið fór maður með lyfin og svo kom maturinn. Það var ósköp heimilislegt þarna og notalegt fyrir sjúklingana, mikið hugsað um þá og þeir voru mjög ánægðir.“ Helga rifjar upp verklag frá nemaárunum. „Á Landspítalanum voru nú ekki til neinir hjólastól- Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.