Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 7
■0t(' <003/ RITSTJÓRASPJALL FRAMTÍÐ TÍMARITS HJÚKRUNARFRÆÐINGA Meö þessu spjalli þakka ég fyrir mig sem ritstjóri og býð Valgerði velkomna aftur til starfa. Það hefur verið heilmikil reynsla að fá tækifæri til þess að ritstýra tveimur tölublöðum Tímarits hjúkrunarfræðinga. Jafnvel þó að ég hafi talsverða reynslu af því að skrifa skýrslur og fræðilega texta kom það mér á óvart hversu mikið tiltölulega einföld grein getur Christer Magnusson breyst milli þess að höfundur skilar henni frá sér og þar til hún er komin úr prentsmiðju. Það er líka upplifun fyrir sig að sjá svart- hvítt Word-skjal breytast í litskrúðuga tímaritsgrein. Fyrir utan að hafa lært mjög mikið um útgáfu hef ég haft ástæðu til þess að íhuga hlutverk tímaritsins. Það er ekki sjálfgefið hvaða efni á heima í blaði eins og þessu og margar mismunandi skoðanir eru um þetta hjá hjúkrunarfræðingum. Ég held sjálfur að innihaldið þurfi að vera mjög fjölbreytt. Blaðið á ekki að vera ritrýnt tímarit eingöngu en það á heldur ekki að vera hreinræktað félagsblað. í því þurfa að vera áhugaverðar greinar um líf og starf hjúkrunarfræðinga, stuttar fréttir um það sem er á döfinni en líka fræðslugreinar sem fara dýpra í málefnin. Eitt sem mér finnst hafa vantað í blaðinu eru klínískar greinar þar sem er sagt frá mismunandi hjúkrunarmeðferð og vangaveltum um meðferð. Það hefur reynst erfitt að finna höfunda að slíkum greinum en þær hafa mikið lesendagildi. Ég myndi líka vilja sjá gagnrýnar greinar um heilbrigðismál þar sem stórum spurningum er velt upp - erum við á réttri leið, er það sjálfsagða alltaf svo sjálfsagt? Til dæmis er nú í undirbúningi grein um næringu sjúklinga þar sem verður skoðað hvort við fullnýtum næringu sem meðferðarleið. Það er Ijóst að hefðbundin læknisfræði hefur takmarkaðan áhuga á næringarfræði, en gerum við hjúkrunarfræðingar svo miklu betur? í vetur hafa verið umræður um uppbyggingu og framtíð félagsins og munu þær umræður standa fram að aðalfundi í maf. Þar hafa komið fram skoðanir og hugmyndir um innihald og stefnu tímaritsins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú tækifæri til að taka þátt og móta tímaritið. Eitt mikilvægt tækifæri er málþingið um tímaritið sem ritnefnd stendur fyrir 9. apríl nk. En í því samhengi verður að muna að tímaritið er ekki hluti af félagsstarfinu á sama hátt og stjórn og nefndir. Það verður að fá að standa aðeins til hliðar. Aðalfundur og aðrar fulltrúasamkomur geta tjáð sig um tímaritið en geta ekki tekið ákvarðanir um útlit og innihald. Það hefur sýnt sig margsinnis að tímarit, sem ekki hefur ritstjórnarlegt sjálfstæði, mun þorna upp innan frá og verða dautt blað sem enginn hefur áhuga á að lesa. Ef tímaritið verður of sjálfstætt getur það hins vegar misst traust og stuðning hjúkrunarfræðinga. Einhvers staðar þar á milli er að finna uppskriftina að lifandi tímariti. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.