Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 10
Óvenju vel búin tannlæknastofa Það var stórmerkilegt að fylgjast með færibandavinnu tannlæknanna sem deyfðu um tíu einstaklinga í einu holli og svo aðra tíu. Þá var deyfingin farin að virka á fyrra hollið og voru þessar tennur dregnar úr. Án þess að ætla að skella á þessa lýsingu mælieiningu er ágætt að miða við eina tönn á mínútu. Þarna dugðu engin vettlingatök og kostaði um 150 íslenskar krónur að fjarlægja tönn. Fólk hefur hreinlega ekki efni á að láta gera við tennurnar en tannlæknar eru þó í auknum mæli farnir að annast smáviðgerðir á heilsugæslustöðvunum. Annar mjög stór þáttur starfseminnar er ungbarnaeftirlit. Á hverri stöð er fæðingarstofa sem er vel nýtt og svo er virkt ungbarnaeftirlit og börn bólusett. Við vorum mest með börnin í okkar starfi. Dekk eru oft eina leikfangiö þó sjáldgæf séu Fræðsluþörfin var og er hins vegar gríðarleg. Við bjuggum til plaköt fyrir allar heilsugæslustöðvarnar þar sem farið var yfir meginatriði er varða hreínlæti starfsfólks og umhverfi heilsugæslu- stöðva. Þrifnaði fannst okkur mjög ábótavant og það krefðist ekki mikillar vinnu eða peninga að ráða bót á þeim málum. Að beiðni framkvæmdastjóra Provide International héldum við fræðsludag fyrir ungt fólk úr Korogocho, sem er einna verst setta hverfið, um alnæmi. Á þessum fræðsludegi ræddum við um öll helstu atriði varðandi alnæmi og kom vankunnátta viðstaddra okkur mjög á óvart. Á íslandi, þar sem alnæmi er nánast óþekkt, í órafjarlægð frá Afríku þar sem alnæmi er landlægt, skilja himinn og haf að þekkingu á þessum sjúkdómi. í upphafi var lítið um spurníngar en þegar þær fóru að berast fór boltinn að rúlla og fengum við ótrúlegar spurníngar. Sumar spurningar verða ekki settar á prent þó þær hafi verið bornar fram í fullri alvöru en hér eru nokkur dæmi: • Getur maður komið í veg fyrir smit ef maður fer í sturtu strax eftir samfarir með sýktum einstaklingi? • Er það satt að maður geti sofið 10 sinnum hjá smituðum einstaklingi án þess að smítast sjálfur? • Er það satt að þeír sem eru í O-blóðflokki séu ónæmir fyrir sjúkdómnum? • Getur trúin læknað alnæmi? • Læknast menn af alnæmi ef þeir sofa hjá hreinum meyjum? Þessi síðasta spurning er ekki goðsögn en það töldum við áður en við komum á staðinn. Þarna varð okkur Ijóst hversu gríðarleg þörfin var fyrir aukna fræðslu og menntun. Það er okkar mat að þetta sé þáttur sem við þurfum að einbeita okkur að þegar við sendum fólk til hjálparstarfa í þróunarlöndunum og þótti okkur miður að hafa ekki getað haft fleiri fræðsluerindi því þeirra var sannarlega þörf. Að okkar mati er fræðsla, menntun og atvinna fyrir fólkið í landinu eina leiðin til þess að losna undan þessari gríðarlegu fátækt, eymd og sjúkdómum. Við áttum marga góða daga en líka marga slæma. Við vorum þó allar sammála um að versti dagurinn í þessari för okkar hafi verið dagurinn sem við fórum á fæðingarspítalann. Anddyrið leit þolanlega út þrátt fyrir megna hiandlykt sem lagði frá klósettum sem staðsett voru aðeins innar á gangínum. Þegar við komum upp á fæðingardeildina var aðra sögu að segja. Þessi svokallaða fæðingardeild minnti helst á gamalt sláturhús. Langur gangur lá eftir miðjunni á þessum stóra sal þar sem niðurskipt rými voru til beggja hliða og voru þau um 8 talsins. í hverju rými voru svo 6 gömul ryðguð járnrúm með gömlum plöstuðum dýnum. í hverju rúmi lágu konur sem voru mislangt á veg komnar í fæðingunni. Lök voru ekki á dýnunum, engar ábreiður né tjöld milli rúma. Yfirlæknir, kasólétt kona sjálf, gekk á milli rúma og sprengdi belginn hjá konunum og lágu þær eftir í bleytunni sem engínn hirti um að þerra. Rúmin voru ekki þrifin í þeim skilningi sem við 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.