Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 15
Þessir góðu BEDDAR eru þægilegir, sterkir og góð eign á hverju heimili. Erfitt var aö koma húsgögnum fyrir í herbergjum hjúkrunarkvenna. Þá gat verið gott að nota bedda eins og þá sem Haraldur Ámason kaupmaður auglýsti í Hjúkrunarkvennablaðinu í marsmánuði 1940. kvennabústaðir sem reistir voru á íslandi og bygging þeirra vakti að vonum mikla eftirvæntingu meðal stéttarinnar. Stuttu eftir að hjúkrunarkonur á Vífilsstöðum fluttu ínn í nýja húsið kom Sigríður Eiríksdóttir formaður í heimsókn. Herbergi hjúkrunarkvenna voru full-lítil að dómi formannsins. Skápkríli, sem stóðu í einu horninu, rúmuðu aðeins með góðu móti kjól, blússu, dragt og kápu eða fjögur til fimm herðatré með fatnaði. Hjúkrunarkonur höfðu því brugðið á það ráð að flytja með sér lausa skápa sem tóku að vonum töluvert pláss. Handlaugar fylgdu ekki vistarverum hjúkrunarkvenna en tvær voru í baðherbergi sem íbúarnir deildu með sér. Býtibúr með skápum var komið fyrir á gangi hússins en þar var hins vegar engin aðstaða til að þvo, þurrka eða strjúka flík. Hjúkrunarkonur neyddust til að þvo í höndunum á baðherberginu eða í vistarverum sínum. Fatnað urðu þær síðan að hengja til þerris í baðherberginu. Yfirhjúkrunarkonan ein hafði tvö herbergi, setustofu og lítið svefnherbergi - svo lítið að ekki var unnt að koma fyrir rúmi, aðeins stuttum legubekk. Húsið var að sögn Sigríðar mjög hljóðbært en þar var ekkert hljóðeinangrað herbergi fyrir hjúkrunarkonur á næturvöktum. í þessum fyrsta hjúkrunarkvennabústað, sem reis hérálandi, varekki sameiginleg setustofa, ekkert útvarp, enginn sími eða geymslur. Við hönnun hússins skorti að mati formannsins verulega á skilning „á nútíma þörfum og þægindum" hjúkrunarkvenna. Sigríður taldi það bera vott um vantraust á stéttinni að fulltrúa hjúkrunarkvenna hefði ekki gefist kostur á að fylgjast með undirbúningi og byggingu hússins frá upphafi. Formaðurinn felldi þungan dóm yfir hjúkrunarkvennabústaðnum á Vífilsstöðum: tel ég hann vera byggðan af svo mikilli vanþekkingu, að undrun sætir að þarna skuli hafa verið fagmenn að verki, sem vissulega bar skylda til þess að leita til þeirra, sem eitthvað hugboð hafa um slíka hluti. Svo illa hefir tekist við byggingu þessa húss, að þeir, sem til þess þekkja, telja bústaðinn okkur til minnkunar. Við hjúkrunarkonur komum okkur saman um það, að þegar hið myndarlega Vífilsstaðaheilsuhæli yrði skoðað af norrænu hjúkrunarkonunum, yrðum við fyrir allan mun að halda þeim frá hjúkrunarkvennabústaðnum, og ef svo óheppilega vildi til, að einhver þeirra villtist þangað, mætti ekki með nokkru móti láta þær vita, að þetta væri ný bygging, sem upprunalega hefði verið byggð sem hjúkrunarkvennaheimili. Okkur fannst stétt okkar hafa verið sýnd of mikil lítilsvirðing með því að bjóða henni slíkt (Sigríður Eiríksdóttir, 1939). Hjúkrunarkonum var misboðið. Þær höfðu lengi sætt sig við mikil þrengsli og lítil þægindi. Þegar sérstakt hús var loks byggt mættu þær sinnuleysi sem endurspeglaði hróplegt vanmat á hlutverki þeirra og störfum. Hjúkrunarkonur, sem störfuðu á sjúkrastofnunum á fyrstu áratugum nýliðinnar aldar, höfðu takmarkaða möguleika til að njóta einkalífs. Húsakynni þeirra voru fyrst og fremst íburðarsnauðir og þægindalitlir svefnstaðir og þar var yfirleitt ekki hægt að taka á móti gestum. Stjórnendur sjúkrastofnana höfðu ekki sýnilegan metnað til að búa vel að hjúkrunarkonum en bústaðir yfirlækna báru oft vott um lofsverðan stórhug. Heimildir: Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Skjalasafn (FÍH): B/2 2, bréfaskipti 1932- 1935, og B/3, bréfaskipti 1935-1937. Guðrún P. Helgadóttir (1989). Helgi læknir Ingvarsson. Baráttumaður fyrir betra lífi. Reykjavik. Héraðsskjalasafn Skagafirðinga, Sauðárkróki (HSK): Reikningar Sjúkrahússins á Sauðárkróki 1920-1928 og skrá yfir innanstokksmuni Sjúkrahússins á Sauðárkróki 31. desember 1928. Margrét Guðmundsdóttir. Handrit. Saga hjúkrunar á Islandi. Sigríður Eiríksdóttir (1939). Hjúkrunarkvennabústaðurinn á Vífilsstöðum. Hjúkrunarkvennablaðið, 15:3, bls. 9-12. SvafarMagnússon útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Hugrún Jónsdóttir Guðmundur Baldvinsson Þorsteinn Elísson útfararþjónusta útfararþjónusta ú tfararþ jónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Sfiegar ancffáí £er ac) fiöncfum Onnumsi aíía þœiíi úifararinnar ÚTFARARSTOFA Vjf KIRKJ UGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. érg. 2008 13

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.