Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 18
Bára lenti þar í ýmsum uppákomum. Á miöri flugslysaæfingunni mætti óþekktur aðili á söfnunarsvæöi slasaðra og heimtaði að fá að fara þar inn. Bára skildi illa ensku hans og ætlaði að neita honum inngöngu og brást hann þá reiður við og var ógnandi. Hún gat þá kallað á aðstoð og kom í Ijós að maðurinn var háttsettur franskur herforingi frá KFOR, eftirlitssveit frá Atlantshafsbandalaginu sem var að fylgjast með her Kosovo-Albana. Það voru reyndar heilbrigðisstarfsmenn frá her Kosovo-Albana sem stóðu sig best af öllum í þessari flugslysaæfingu. Það var ekki alltaf auðvelt að vinna með mönnum frá Kosovo, flestir múslimar og mikið karlasamfélag. í seinna skiptið var hún hins vegar orðin þekkt og fólk tók meira mark á henni. Eftir heimkomuna hefur Bára haldið tengslum við starfsmenn á flugvellinum í Pristina og meðal annars var útrunnum búnaði hér heima safnað saman og hann sendur út svo hægt væri að nota hann við æfingar. Friðargæsla í Bosníu og flóð í Asíu Áður en Bára fór til Kosovo hafði hún þegar aflað sér reynslu erlendis. Árið 1999 starfaði hún á vegum íslensku í flugi yfir Bosníu með þyrlu frá SFOR 1999 friðargæslunnar með breska hernum í Bosníu. Bára hafði ekki hátt um það að hún hefði sótt um og reiknaði ekki með að komast með. Þetta fór allt svo leynt að þegar hún fór til Pálínu Ásgeirsdóttur deildarstjóra til að láta vita að hún hafði orðið fyrir valinu kom í Ijós að Pálína hafði líka sótt um og komist með! Tveir hjúkrunarfræðingar og einn læknir fóru í þetta verkefni frá íslandi. Fyrst var farið í einn mánuð í þjálfun í Bretlandi og svo í sex mánuði í Bosníu. Herdeildin rak hersjúkrahús í smábæ sem heitir Sipovo í serbneska hluta Bosníu. Á þessum tíma réðst Atlantshafsbandalagið inn í Kosovo. Bára og félagar hennar voru þá InPro og MEDICA verða Heilsuverndarstöðin ehf. Fyrirtækin InPro ehf. og MEDICA ehf., sem starfað hafa á sviðum heilbrigðisþjónustu, heilsuverndar og vinnuverndar, hafa sameinast undir nafninu Heilsuverndarstöðin ehf. Félögin sameinuðust í ágúst 2007 og er nafnabreytingin síðasta þrepið í samrunaáætlun fyrirtækjanna og skapast þannig fleiri tækifæri til þess að takast á við ný verkefni. 16 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.