Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 19
flutt til borgarinnar Banja Luka sem er höfuðborg serbneska hlutans. Þar sem búist var við töluverðum óróa á svæðinu vildu yfirmenn hersins hafa íslenska bráðateymið nálægt ef illa færi. Miklar öryggisráðstafanir voru viðhafðar og varð Bára að ganga með hjálm og í skotheldu vesti hvert sem farið var. Við hjúkrun á herspítala í Bosníu Meginstarf Báru var að vera hjúkrunar- fræðingur á herspítalanum í Sipovo sem var aðallega fyrir breska her- menn. Spítalanum var síðan breytt í alþjóðlegan spítala sem tók fyrst og fremst á móti hermönnum SFOR, friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins. Óhjákvæmilegt var að taka á móti óbreyttum borgurum þegar líf lá við, til dæmis úr umferðarslysum, þar sem enginn borgaralegur spítali var í bænum. Þessir sjúklingar voru fluttir eins fljótt og hægt var á spítala í Banja Luka. Oft voru aðstæður til sjúkraflutninga mjög bágar, nánast enginn aðbúnaður í bílunum sem voru í raun óbreytt „rúgbrauð" og sjúkraflutningsmenn ómenntaðir og með lítinn áhuga á sjúklingunum. Annan í jólum 2004 varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Suður-Asíu þar sem margir létust og slösuðust. í samráði við sænsk stjórnvöld fór snemma eftir áramót flugvél á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins til Tælands að sækja slasaða Svía. Þetta var mjög erfið reynsla. í Bangkok voru 38 sjúklingar fluttir um borð og haldið til Svfðjóðar með millilendingu í Dubai. Flestir voru slasaðir, sumir alvarlega, og allir höfðu misst aðstandendur og voru sorgmæddir og í losti. „Þegar við tókum við fólkinu var það búið að liggja á spítala í framandi landi, hafði misst börn, maka eða aðra aðstandendur og var svo aftur að hitta útlendinga. Það fór ekki að treysta á okkur fyrr en á leið,“ segir Bára. Á Arlandaflugvelli í Stokkhólmi var vélinni ekið beint í flugskýli til að forðast blaðamenn. Aðstæður til sjúkraflutninga voru mjög góðar í flugvélinni. Hólf og gólf voru vel skipulögð og nýtt fyrir búnað og hjúkrunarvörur. Þessari Boeing 757 var í raun breytt í fljúgandi sjúkrahús þar sem f 8 sjúklingar voru á börum og hinir í sæti og heilbrigðisstarfsfólkið dreift um vélina. Reynt var að láta fjölskyldur vera saman. I íslenska hópnum voru hjúkrunarfræðingar, læknar og bráðatæknar ásamt starfsfólki frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Rauða kross íslands og blaðafulltrúa Flugleiða, samtals 24 manns. Jafnvel þó að Bára sé nú að fara í ný verkefni er hjúkrun á slysavettvangi og sjúkraflutningar stórt áhugamál. Henni finnst hún nú vera farin að sjá árangur af starfi sínu að flugslysamálum. Ferðir hennar um landið hafa gert það að verkum að hún þekkir vel ísland og aðstæður úti á landi sem mun áfram gagnast henni vel í starfinu á slysa- og bráðadeild. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í húsnæði Heilsuverndar- stöðvarinnar við Barónsstíg sem í rúm 50 ár hefur verið einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Stefna fyrirtækisins er að endurreisa og glæða þetta táknræna hús í miðborginni lífi. Er það í samræmi við upphaflegt ætlunarverk sem lýtur að því að efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu landsmanna. Á þann hátt verður tryggt að húsið haldi áfram að gegna veigamiklu hlutverki í heilsuvernd, heilsueflingu, vinnuvernd og heilbrigðisþjónustu landsmanna um ókomin ár. FRETTAPUNKTUR Heilsuverndarstöðin er eftir sem áður fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu, heilsuverndar og vinnuverndar og stefna þess er að veita faglega þjónustu, lagaða að þörfum viðskiptavinarins með það að markmiði að auka lífsgæði fólks. Upplýsingar um starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar má finna á nýrri heimasíðu fyrirtækisins, www.heilsuverndarstodin.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 17

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.