Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 37
Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is BREYTINGAR Á STARFSEMI OG SKIPULAGI BHM Síðastliðið ár hefur stefnumótunarnefnd starfað innan Bandalags háskólamanna (BHM) en nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur til breytinga á skipulagi og starfsemi bandalagsins. Fríða Björg Leifsdóttir er fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) í nefndinni. Eins og margsinnis hefur komið fram í ræðu og riti hjá FÍH hafa verið uppi spurningar um ávinning hjúkrunarfræðinga af samstarfinu innan BHM. í BHM eru félög sem eru afar ólík að stærð og starfa á ólíkum vettvangi. Sem dæmi má nefna að fjöldi félagsmanna í stéttarfélagshluta FÍH er 2.562 en í fámennasta félaginu, Leikarafélagi íslands, eru 35 félagsmenn. Félagar í FÍH vinna auk þess á ólíkum stofnunum úti um allt land, með fjölbreytilegan vinnutíma, en félagsmenn í Leikarafélagi íslands vinna allir við Þjóðleikhúsið. Eðlilega hafa hjúkrunarfræðingar spurt sig og forystu félagsins að því hvað þessir hópar eigi þá sameiginlegt. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var tillaga um úrsögn FÍH úr BHM lögð fram á fulltrúaþingi félagsins í maí 2007. Þar var eftirfarandi samþykkt: Fulltrúaþing felur stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að beita sér fyrir boðun aukaaðalfundar Bandalags háskólamanna sem haldinn verði eigi síðar en 7. september 2007. Þar verði teknar til umræðu og afgreiðslu tillögur um breytingar á eðli og starf- semi Bandalags háskólamanna. Jafnframt felur fulltrúaþing stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að boða til aukafulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síðustu viku septembermánaðar 2007. Þar verði, í Ijósi niðurstöðu aukaaðalfundar BHM, teknar til umræðu og afgreiðslu tillögur um áframhaldandi aðild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Bandalagi háskóla- manna eða úrsögn FÍH úr bandalaginu. Eftir ýtarlega kynningu og umræður á aukaaðalfundi FÍH, sem haldinn var 27. september 2007, var samþykkt að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga yrði aðili að Elsa B. Friðfinnsdóttir Bandalagi háskólamanna enn um sinn. Tvennt kom þar helst til, annars vegar yfirstandandi stefnumótunarvinna innan BHM og hins vegar sú staðreynd að aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er bandalagabundin skv. núgildandi lögum. Jafnframt var samþykkt að FÍH tæki virkan þátt í og beitti sér fyrir þeim breytingum á BHM sem æskilegar eru taldar, t.d. hvað varðar uppbyggingu þess, markmið og áherslur, þjónustu við aðildarfélögin, starfsemi og mannafla á skrifstofu bandalagsins, og annað það sem eflt getur BHM. Á aukaaðalfundi BHM, sem haldinn var 12. október sl., var kynnt sú vinna við stefnumótunina sem þá hafði farið fram. Þar voru sett fram eftirfarandi meginmarkmið: • BHM er fyrsta val háskólamanna hvort sem er hjá hinu opinbera eða á einkamarkaði og sinnir hagsmunagæslu fyrir alla háskólamenn á íslandi. BHM gegnir þannig lykilhlutverki í að viðhalda og skapa háskólamönnum á íslandi kjör og aðrar aðstæður sem eru með því besta sem þekkist. • BHM hefur skýra mynd og sterka rödd í samfélaginu sem áhrifamikill aðili við mótun og framkvæmd þeirra áherslna sem forysta bandalagsins vinnur í umboði aðildarfélaganna. • BHM er framsækið, nútímalegt og vel rekið bandalag sem nýtir fjöl- þætta þekkingu og reynslu félags- manna aðildarfélaganna í þágu þeirra hagsmunamála sem bandalagið vinnur að á hverjum tíma. BHM er þannig í fremstu röð íslenskra bandalaga um nýjungar og þróun starfseminnar og skapar aðildarfélögunum aðstæður til að veita félagsmönnum viðeigandi þjónustu. Til að ná þessum markmiðum er lagt til að skipulag BHM verði skv. svokölluðu fléttuskipulagi og að skilgreindar verði fjórar stoðdeildir sem vinni þvert á aðildarfélögin. Þessar stoðdeildir eru: þróun og nýsköpun, rekstur eigna og sjóða, hagfræði og kjararannsóknir, og lögfræði. Enn er sem sagt gert ráð fyrir að öll aðildarfélög BHM séu þar á sömu forsendum, greiði sama gjald til bandalagsins óháð því hvaða þjónustu þau nýta sér hjá BHM, að aðgöngumiðinn að bandalaginu sé aðeins einn - allt eða ekkert. Nú hefur sérstök laganefnd kynnt á miðstjórnarfundi BHM tillögurtil breytinga á lögum bandalagsins sem lagðar verða fram á aðalfundi BHM 3. og 4. apríl næstkomandi. Aðeins eru lagðar til lágmarksbreytingar á lögunum að sinni, þó þannig að breytingar á skipulagi og stjórnun bandalagsins geti átt sér stað innan ekki of langs tíma. Helstu breytingar, sem lagðar eru til, eru að árlegir aðalfundir verði teknir upp, að ef boðað er til aukaaðalfunda hafi þeir fundir sama vægi og aðalfundir, og að kosið verði í fastanefndir BHM á aðalfundi. Rétt er að ítreka að stefnumótunarnefnd BHM vinnur áfram að tillögugerð sinni fram að aðalfundi. Sérstök áhersla í störfum nefndarinnar er á tímasetta framkvæmda- áætlun. Skipaður hefur verið svokallaður innleiðingarhópur sem mun síðan fylgja væntanlegum breytingum eftir. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.