Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 40
tilbúnir til að hverfa frá hjúkrunarstarfínu og finna sér annan starfsvettvang. Er það mikið áhyggjuefni og umhugsunarvert fyrir ráðamenn heilbrigðismála á íslandi. Þrátt fyrir það er hugur í ungum hjúkrunarfræðingum og taldi hópurinn að hjúkrunarfræðingar horfðu í sívaxandi mæli til meistaranáms sem staðalviðmiðs í menntun en jafnframt væri skýr krafa um klínískar námsleiðir í meistaranámi auk þess sem verulega þótti vanta upp á að hjúkrunarfræðingar með sérmenntun hefðu tækifæri til að miðla sérfræðiþekkingu sinni til annarra í þeim hraða og við það álag sem er til staðar á flestum vinnustöðum í dag. Fundargestum varð tíðrætt um fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræðideildir og gildi þeirra í dag. Var það samróma álit að sú aðgerð, að fjölga nemendum sem komast inn árlega, hefði ekki borið þann árangur sem vonast var til og fjöldi nemenda, sem flytjast á milli ára, sé óbreyttur miðað við fyrra kerfi. Þá var og rætt að æskilegt væri að auka tengsl FÍH við nemendur í hjúkrunarfræðideildum HÍ og HA. Sú umræða kom upp að fólki finnst Landspítali ákjósanlegur vinnustaður fyrst eftir útskrift vegna þeirrar víðtæku reynslu sem þar gefst tækifæri til að öðlast. Að sama skapi fannst fólki oft rödd þess vera veik inni á Landspítala og það hverfa í fjöldann sökum stærðarinnar og skoðanir þess ekki fá hljómgrunn meðal aðalstjórnenda hans. Auk þess fannst fólki starfsmannastefna spítalans óljós og erfitt að vinna sig upp þar auk gífurlegs álags á starfsfólkið. Flestir voru jákvæðir gagnvart því að starfa í einkageiranum og jafnvel að fá einkaaðila til að sjá um kennslu hjúkrunarnema. Einn hópurinn ræddi öryggi í starfi og öryggi sjúklinga og lýsti miklum áhyggjum af auknum hraða og álagi á hjúkrunarfræðinga sökum manneklu. Hópurinn ræddi þá hættu sem skapaðist af því að taka þátt í kerfi þar sem hjúkrunarfræðingur neyðist til að taka ábyrgð á miklu fleiri sjúklingum en æskilegt er og oft langt umfram öryggismörk. Taldi hópurinn að það yrði að endingu hvorki okkur né sjúklingum til góða þar sem það veldur auknu álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúklingunum þar með aukinni hættu að dveija í slíku umhverfi. Að auki töldu fundargestir alvarlegt mál að aðeins einn hjúkrunarfræðingur sæi um allt að 80 Frá stofnfundi ungliðadeildar einstaklinga á öldrunarstofnunum. Þá hafði hópurinn áhyggjur af mistökum við lyfjagjafir sökum skorts á starfsfólki. Einnig taldi hópurinn það vera slæm skilaboð frá Landspítala hversu lítið virðist vera auglýst eftir hjúkrunarfræðingum þrátt fyrir skort og velti því fyrir sér hvort túlka mætti það sem óbein skilaboð um að hlaupa hraðar eða skerða þjónustu við sjúklinga. Þá þótti hópnum undarlegt að þrátt fyrir mikinn skort á starfsfólki og ógrynni aukavakta á nánast öllum deildum er það ekki túlkað sem aukið álag og því fær enginn þá 30 þúsund króna álagsgreiðslu sem heimild er fyrir í kjarasamningum okkar. Hópurinn taldi það vera eitt af hlutverkum FÍH að gera hjúkrunarfræðingastéttina sýnilegri almenningi. Einnig fannst hóp- num að styrkja mætti tengsl FÍH við gras- rótina. Hins vegar var hópurinn ánægður með vef FÍH, þeir sem nýttu sér rafræn „rapport" voru ánægðir, og var hópurinn sammála um mikilvægi þess að vefurinn sé sterkur. Þá taldi hópurinn mikilvægt að hjúkrunarfræðingar undirgangist ímyndarbreytingu í samfélaginu með því að skipta út ímynd móðurlegrar umhyggju, sbr. hugur-hjarta-hönd, og leggja áherslu áfagleika, menntun, metnað og sjálfstæði hjúkrunarfræðinga. Annar áherslupunktur er að mati hópsins mikilvægur, að hjúkrunarfræðingar skilgreini sig sem heilbrigðisstétt en ekki umönnunarstétt, bæði meðal hjúkrunarfræðinga sjálfra sem og út á við. Þegar bera á saman hjúkrunarfræðinga við aðrar stéttir leggur hópurinn áherslu á að samanburðurinn sé gerður við aðrar heilbrigðisstéttir og hætt verði samanburði við umönnunarstéttir og stéttir með minni menntun. í tengslum við breytta ímynd vill hópurinn einnig að umræðu um hjúkrunarfræðinga í kvenkyni og kvengerving starfsheitis í umræðu verði hætt. Fundargestir binda miklar vonir við ungliðadeildina og telja grasrótarvettvang sem þennan nauðsynlegan í baráttunni fyrir bættum kjörum stéttarinnar. Telur hópurinn að deildin geti stuðlað að jákvæðum, markvissum og upp- byggilegum ávinningi fyrir hjúkrunar- fræðinga í heild og að deildin sé kjörinn vettvangur fyrir unga hjúkrunarfræðinga til að hittast og skiptast á skoðunum og efla samstöðu stéttarinnar. Mikill hugur er í hjúkrunarfræðingum og samstaðan mikil. Óformleg könnun innan hópsins sýndi að fólk er tilbúið til róttækra aðgerða þegar samningar losna í vor til að fá leiðréttingu á sínum kjörum og tengingu milli lengdar náms, ábyrgðar og launa. Ungliðadeildin mun hittast annan þriðjudag í hverjum mánuði og er næsti fundur 12. febrúar kl. 20 í húsnæði FÍH að Suðurlandsbraut 22. 38 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.