Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 52
1. Að velja samræðufélaga (val á úrtaki)
2. Fyrst er að vera kyrr (áður en byrjað er á samræðum)
3. Þátttaka í samræðum (gagnasöfnun)
4. Skerpt vitund varðandi orð, gagnagreining hefst
5. Upphaf greiningar á þemum (að setja orð á hugmyndir)
6. Að átta sig á heildarmynd reynslu hvers einstaklings
7. Staðfesting á heildarmynd hvers einstaklings með honum
sjálfum
8. Að átta sig á heildarmyndinni á fyrirbærinu sjálfu (megin-
niðurstöður rannsóknarinnar)
9. Að bera saman niðurstöðurnar við rannsóknargögnin
10. Að velja rannsókninni heiti sem lýsir níðurstöðu hennar
í örstuttu máli (felur í sér túlkun á niðurstöðum rann-
sóknarinnar)
11. Að sannreyna niðurstöðurnar með einhverjum meðrann-
sakendum
12. Að skrifa upp niðurstöður rannsóknarinnar.
Tafla 1. Tólf meginþrep í rannsóknarferli Vancouver-skólans í fyrirbærafræði
(Sigríður Halldórsdóttir, 2003, bls. 251).
Persónuvernd var send tilkynning (S253) um fyrirhugaða
rannsókn og sótt um leyfi til Vísindasiðanefndar. Þegar það lá
fyrir (VSNÓ2005050011/03-7) var auglýst eftir þátttakendum
á Húsavík, Akureyri og í Reykjavík. Óskað var eftir fólki með
iktsýki og reynslu af áföllum, notað tiigangsúrtak með það í
huga að skapa heildarmynd af fyrirbærafræðilegu þáttunum
sem fyrirhugað var að rannsaka (Kemper o.fl., 2003; Polit o.fl.,
2001). Val á þátttakendum er fyrsta þrepið í rannsóknarferli
Vancouver-skólans. Átta manns gáfu kost á sér, sex konur
og tveir karlar sem fengu nöfnin: Anna, Ásta, Sunna, Unnur,
Guðrún, Sara, Þórður og Gunnar. Meðalaldur þeirra var 49,6
ár og staðalfrávik 10,84. Einn var kominn á eftirlaun, fjórir
voru öryrkjar og þn'r sinntu 50-100% starfi. Menntunarstig
var gagnfræðapróf, landspróf, stúdentspróf, starfsgreinanám,
háskólanám og framhaldsnám í listgreinum. Samræður fóru
fram frá 1. september til 24. nóvember árið 2005. Það voru liðin
meira en fimm ár frá sjúkdómsgreiningu hjá öllum nema einum
sem hafði greinst einu og hálfu ári áður. Á heildina litið urðu
samskiptin við þátttakendur 18 talsins auk styttri símtala.
Mynd 1. Sjö vitrænir meginþættir í rannsóknarferli Vancouver-skólans í
fyrirbærafræði (Sigríöur Halldórsdóttir, 2003, bls. 250).
Áður en til samræðna kom var gerð ýtarleg ritleit og skoðuð
sú þekking sem var til staðar á fyrirbærum (phenomenon)
rannsóknarinnar. Þjálfun í virkri hlustun, sjálfsskoðun og íhyglin,
semfelstíbeitinguhinnasjövitrænuþáttarannsóknaraðferðarinnar
(sjá mynd 1), juku meðvitundina um mikilvægi þess að halda til
hlés eigin þekkingu, lausnum og viðhorfum í samræðunum (þrep
2 í rannsóknarferli Vancouver - skólans). Samræður hófust með
því að fara saman í gegnum upplýsingatexta sem samþykktur
hafði verið af Vísindasiðanefnd og skrifuðu þátttakendur að
því ioknu undir upplýst samþykki. Þátttakendur fengu síðan
upplýsingablaðið til varðveislu. í Ijósi velgjörðarreglunnar voru
fengnir fjórir fagaðilar sem voru tilbúnir að vera trúnaðarmenn
ef samræður yllu sálrænum eftirköstum. Þátttaka í samræðum
er þriðja þrepið í rannsóknarferli Vancouver-skólans. Fyrstu
samræður stóðu í 1-2 klukkustundir en seinni samræður og
samskipti voru styttri. Lífshlaup samræðufélaganna kom ósjálfrátt
fram þegar þeir fóru að velta fyrir sér rannsóknarspurningunni.
í lífshlaupinu komu fram tilfinningatengdir atburðir og félagsleg
málefni. Á meðan á samræðu stóð var lýsing samræðufélagans
tekin saman í huganum og íhugað: „Hverju er hún/hann að
lýsa?" Þegar færi gafst til var eigin túlkun varpað til baka. Með
þessu endurvarpi og túlkun hófst í raun gagnagreining sem
leiddi tii skilnings á því sem birtist, en það er einmitt kjarni
fyrirbærafræðinnar. Samræðurnar voru síðan ritaðar orðrétt
á tölvutækt form. Gagnagreining er fjórða og fimmta þrepið í
rannsóknarferlinu. Hlustað var nokkrum sinnum á hvert viðtal
til að átta sig betur á þýðingu t.d. blæbrigðamunar í rödd og
til að skilja betur merkingu orðanna. Textinn, samtals 129 bls.,
var prentaður út og hægri spássía höfð átta cm breið. Textinn
var lesinn nokkrum sinnum yfir til að átta sig á heildarmyndinni
sem viðmælendur höfðu af reynslu sinni (þrep sex), bæði því
sem var sameiginlegt og frábrugðið (Sigríður Halldórsdóttir,
2000). Byrjað var á að greina textann með því að merkja með
áherslulit það sem tilheyrði svari við rannsóknarspurningunni.
Við næsta yfirlestur var ráðið enn frekar í merkingu reynslunnar
og fundin lýsandi heiti yfir hana sem síðan voru skráð á spássíu
við hlið textans. í sjötta þrepinu reyndi á beitingu óhlutbundinna
hugsanaferia þegar leitast var við að sjá hugmyndir myndrænt
fyrir sér. Sett var upp hugtakalíkan fyrir hvern þátttakanda en
það skapaði ákveðna yfirsýn þannig að unnt var að átta sig á
meginhugtökum sem lýstu best reynslu hvers og eins. Þetta
þrep er einkennandi fyrir Vancouver-skólann í fyrirbærafræði og
einn af meginkostum aðferðarinnar. Gagnagreiningin var síðan
borin undir hvern og einn samræðuféiaga til að draga úr líkum
á að fyrirframgefnar hugmyndir rannsakenda hefðu stuðlað að
ákveðinni niðurstöðu í rannsókninni (þrep sjö). Eftir yfirlestur
gafst þátttakendum færi á að staðfesta að skilningur væri
réttur, að leiðrétta misskilning eða rangtúlkun og að koma með
viðbætur eftir að hafa hugleitt merkingu orða sinna. Gagnaöflun
var ekki hætt fyrr en unnt var að draga upp heildstæða mynd
af því sem til rannsóknar var. Þessi vinna er talin styrkja
trúverðugleika eigindlegra rannsókna (Siguriína Davíðsdóttir,
2003). Þá var komið að því að átta sig á heildarmynd fyrirbæra
út frá rannsóknarspurningunni (þrep átta). Þemun, sem fram
komu í hugtakalíkönum, voru flokkuð saman og dregin upp
heildarmynd með því að leita að rauða þræðinum í reynslu
samræðufélaganna. Niðurstöður voru síðan bornar saman
við rannsóknargögn til að sjá hvort þær samræmdust þeim
(þrep níu). Þá var rannsókninni valið heiti sem lýsir niðurstöðu
hennar í örstuttu máii (þrep tíu): Iktsýki, streita og bjargráð eftir
50
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008