Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 55
RITRYNDAR FRÆÐIGREINAR vinna úr djúpstæðum tilfinningum á borð við reiði, biturð og sjálfsásökun. Hún fann sátt meðal annars með hjálp geðlæknis en hún fann líka samkennd í hópi kvenna með sambærilega reynslu: Þegar ég áttaði mig á að ég gat fyrirgefið þá létti af mér þungu fargi... afneitunin gekk yfir og það tók við sorg sem var miklu dýpri en þessi venjulega (þögn). Þetta kemur fyrir þig eina ... ekkert ritúal ... svo fór ég í kvennakirkjuna ... það er ofsalega gott að koma inn í hóp kvenna og vera tekið eins og þú ert... það er mitt haldreipi... fór svo á námskeið um fyrirgefninguna ... og las bækurnar hennar Auðar Eir (Anna, bls. 30). Umræður um niðurstöður Tilurð sjúkdómseinkenrta Rannsóknin varpar Ijósi á það að með tímanum verður fólk með iktsýki sérfræðingar í sínum sjúkdómseinkennum: „Ég komst að því að þessi sjúkdómur er allt öðruvísi en bækurnar segja til um ... þar kemur ekki fram hvernig er að vera með sjúkdóminn og hvernig best er að haga sér“ (bls. 29). endurspegla auðsæranleika sjúklinga og að þeir skynji ákveðna hættu á að vera hafnað eða beinlínis verða fyrir höfnun ef þeir dirfist að vera ósammála, hvað þá heldur að kvarta. Þeir sem hafa vald, t.d. læknar eða hjúkrunarfræðingar, hafa það í hendi sér hvort samskiptaháttur þeirra byggir upp eða brýtur niður sjálfsmynd fólksins sem þeir umgangast. Kjarni kenningarinnar er að líkurnar aukist á að sjúklingar öðlist sjálfstraust ef notaður er styðjandi eða eflandi samskiptaháttur þannig að jafnvægi ríki í samskiptum. Þegar nærvera einkennist af virðingu, umhyggju, góðri faglegri þekkingu, samþykki tilfinninga og skilningi af háifu heilbrigðisstarfsfólks hverfur varnarieysi sjúklingsins (Sigríður Halldórsdóttir, 2003b). Sem betur fer hafði annar hver þátttakandi jákvæða reynslu af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk: Hvað NN var bara duglegur að ræða málin og svona ég varð svona virkari sjúklingur ... ég fór svona að lifa með sjúkdómnum í stað þess að berjast við hann. Ég hef fundið jafnvægi ... þannig gleymi ég því miklu meira að ég er með gigt (Sunna, bls. 48). Lýsing samræðufélaga bendir til þess að meiriháttar streita, sem fylgir alvarlegum líkamlegum eða sálrænum áföllum, geti átt þátt í að hrinda iktsýki af stað. Það er athyglisvert og verðugt framtíðarrannsóknarefni hve túlkun kvennanna og karlanna reyndist ólík og það er einnig vert að velta því fyrir sér í Ijósi kynjahlutfalls í iktsýki (3 konur á móti 1 karli). í þessari rannsókn er úrtakið of lítið til að fullyrða neitt um kynjamun en þetta væri athyglisvert að rannsaka í stórri rannsókn en engin slík rannsókn fannst. Fræðilegt efni og rannsóknir styðja það að meiriháttar streíta geti e.t.v. aukið líkurnar á að fá sjálfsnæmisjúkdóm á borð við iktsýki. í ýtarlegri heimildarannsókn Herrmann, Schölmerich og Straub (2000) á tengslum streitu og iktsýki var þráðurinn rakinn allt aftur til ársins 1880. Síðan voru útilokaðar rannsóknir sem voru byggðar á lítt gagnreyndum aðferðum. Niðurstaða þeirra var að helmingslíkur væru á að tilgátan stæðist um að meiriháttar streita eigi þátt í því að leysa einkenni iktsýki úr læðingi. Samspil langvarandi streitu og iktsýki Öllum samræðufélögum bar saman um samspil langvarandi streitu og iktsýki, sjúkdómurinn „blossaði upp“ við langvarandi streitu. Fyririiggjandi megindlegar rannsóknir og fræðileg skrif benda einnig til þess að sjúkdómseinkenni iktsýki versni við langvarandi streitu (Herrmann o.fl., 2000; Mangelli o.fl., 2002; Matsen, 2001; Segerstrom og Miller, 2004; Vanltallie, 2002; Walker o.fl., 1999). Vitundarónæmisfræðilegar rannsóknir hafa jafnframt sýnt að neikvæðar tilfinningar geta haft mögnuð og neikvæð áhrif á heilbrigði, þær geta meðal annars leitt til langtímasýkinga og tafið það að sár grói. (Kiecolt-Glaser o.fl., 2002). Þetta er hins vegar eina rannsóknin þar sem þátttakendur tengja versnun sjúkdómseinkenna við togstreitu sem skapaðist m.a. við niðurbrjótandi samskiptahátt heilbrigðisstarfsfólks. í þessu samhengi er vert að íhuga kenningu Sigríðar Halldórsdóttur (2003b) um áhrif samskipta á sjúklinga. Undirstaða kenningarinnar voru sjö rannsóknir sem Eflandi samskiptaháttur stuðlaði bæði að breytingu á hugarfari og hlutverki Sunnu. Sjúkdómurinn hætti að vera aðalatriði, sjúklingshlutverkinu létti og við stjórnartaumunum tók uppréttur einstaklingur með sjúkdómsgreiningu eins og hún lýsti þessu. í Ijósi áhrifa langvinnrar streitu er full ástæða fyrir heilbrigðisstarfsfólk að huga að eigin sjálfsvitund og velta fyrir sér samskiptakenningum og því sem kemur fram hjá Goleman (2000) að framkoma og sjálfsvitund stjórnist í megindráttum af skapferli, tilfinningum og áhugahvöt. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að einhverjir heilbrigðisstarfsmenn hafi glutrað niður hæfileikanum til að hlusta og sýna samkennd. Orð Önnu um að sjúkdómurinn sé „allt öðruvísi en bækurnar segja til um“ og að þar komi „ekki fram hvernig er að vera með sjúkdóminn og hvernig er best að haga sér“ (bls. 29) beina sjónum að því að það er þörf á aukinni þverfaglegri teymisvinnu og fræðslu um hvaða þættir hafa áhrif á sjúkdómseinkennin. Bjargráð eftir alvarleg sálræn áföll Bjargráð eftir alvarleg sálræn áföll voru borin saman við eignunar- kenningu (attribution theory) Heiders (1988), sem hann setti fyrst fram árið 1958. í kenningunni er gert ráð fyrir því að það sé mönnum eðlislægt að leitast við að skilgreina ástæður fyrir áhrifum atburða og gefa þeim einhverja merkingu. Það verður ekki betur séð en að tileinkun bjargráða hjá samræðufélögum hafi stjórnast m.a. af ýmsu sem kenning Heiders dregur fram, þ.e.a.s. skapgerð, aðstæðum, fyrri reynslu og eiginleika sem tengist áhugahvöt og hæfni. Samræðufélögum bar saman um að stuðningur væri afar mikilvægur, hvort sem hann var frá maka, nánum vinum eða heilbrigðisstarfsmönnum. Vitundarónæmisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að stuðningur virkar eins og höggdeyfir þegar streita er annars vegar (Maier og Watkins, 1998) og tilfinning um mikinn og góðan stuðning (frá maka, nánum vinum og fagfólki) eykur verulega virkni drápsfruma, þessara. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 53

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.