Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 8
Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is
ÞJÁNINGIN NÝTT í GÓÐUM TILGANGI
„Hlutverk brautryðjandans er jafnan erfitt. Eigi að síður finnst mér starf mitt
í þágu mænuskaðaðra hafa skilað ýmsu góðu,“ segir Auður Guðjónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar íslands. Á
dögunum var efnt til landssöfnunar á Stöð 2 til styrktar stofnuninni undir
yfirskriftinni Mænan er ráðgáta - hjálpumst að við að leysa hana.
Auður Guðjónsdóttir hefur lengi starfað á skurðstofum Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Ég sé þetta
stundum fyrir mér myndrænt. Þegar mikið mæðir á í baráttunni geng ég af einum blóðvelli yfir á annan.
Ég fer ofan í skotgrafirnar og skýt í allar áttir, mænuskaða til hagsbóta."
í landssöfnuninni var Auður í forystu eins
og í fjölmörgum fleiri hagsmunamálum
mænuskaðaðra á undanförnum árum.
Að hennar frumkvæði var fyrir nokkrum
árum hér á landi haldið alþjóðlegt þing
brautryðjenda í meðferð og lækningu
á mænuskaða sem var undir merkjum
íslenska heilbrigðisráðuneytisins og
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar,
WHO. Fleiri verkefni í þágu mænuskaðaðra
mætti nefna. Auður segir starf sitt í
forystu Mænuskaðastofnunar íslands að
mestu leyti unnið við eldhúsborðið á
heimili hennar vestur á Seltjarnarnesi.
í mörg horn sé að líta. Án aðstoðar
starfsfélaga á Landspítalanum segist hún
ekki hefðu komið jafnmiklu í verk eins og
þó hefur tekist.
í friðarhöfn
„Ég hef fengið mikið svigrúm í starfi
og nýt velvilja bæði meðal stjórnenda
og starfsfélaga minna á deildinni. Ég
sé þetta stundum fyrir mér myndrænt.
Þegar mikið mæðir á í baráttunni geng
ég af einum blóðvelli yfir á annan. Ég fer
ofan í skotgrafirnar og skýt í allar áttir,
mænuskaða til hagsbóta. Það tekur oft
mikið á. Þegar þeim kafla er lokið geng
ég aftur inn á skurðstofurnar. Þá er ég
komin í friðarhöfn til vina minna þar sem
ég hef skjól," segir Auður.
Eins og fólki mun kunnugt slasaðist
Hrafnhildur Thoroddsen, dóttir Auðar,
alvarlega í bílslysi fyrir nítján árum og
hlaut fjöláverka og mænuskaða. Síðan þá
hefur Auður lagt líf sitt og sál í baráttuna
fyrir að lækning við mænuskaða finnist.
Hlutlaus forysta nauðsynleg
„Þegar ég leitaði hjálpar fyrir dóttur mína
komst ég að því að víða í veröldinni er
til þekking sem ekki nýtist þeim sem
verða fyrir mænuskaða. Samkeppni
um fjármuni, skeytingarleysi, hroki
læknavísindanna, tungumálaerfiðleikar
og samkeppni lækna og vísindamanna
um vísindastyrki og -heiður á einnig sinn
þátt í hve erfiðlega hefur gengið að ná
6
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008