Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 14
Signður Sigurðardóttir, sigridur@grund.is NORRÆN ÖLDRUNARRÁÐSTEFNA í ÓSLÓ Rúmlega 500 þátttakendur mættu á 19. norrænu öldrunarráðstefnuna í Ósló dagana 25.-28. maí 2008. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Öldrun, virðing og fjölbreytileiki". Stjórn fagdeildar öldrunarhjúkrunar- fræðinga notaði tækifærið og fundaði með stjórnum fagdeilda á Norðurlöndunum. Árið 2010 verður svo ráðstefnan haldin í Reykjavík. Fulltrúar öldrunarhjúkrunarfræðinga á Norður- löndum. Frá vinstri: Karen Bjoro frá Noregi, Helle Wijk frá Svíþjóð, Dora Fog frá Danmörku, Sigríður Sigurðardóttir frá fslandi, Ingibjörg Þórisdóttir frá íslandi og Elizabeth Rosted frá Danmörku. Ráðstefna þessi er þverfagleg og heitir á ensku „Nordic Congress of Gerontology”. Flestir þátttakendanna voru frá Svíþjóð, Danmörku, íslandi, Finnlandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Einnig voru nokkrir þátttakendur frá Bretlandi, Austurríki, ftalíu, Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var „Öldrun, virðing og fjölbreytileiki". Megininntak ráðstefnunnar var að aldraðir eru ekki einsleitur hópur og innan þess hóps er eins mikill fjölbreytiieiki og meðal yngra fólks. Til dæmis fjölgar öldruðum innflytjendum stöðugt á öllum Norðurlöndunum. Að sjálfsögðu eiga þeir sama rétt til að eldast og njóta virðingar eins og aðrir Norðurlandabúar en þarfir þeirra geta þó verið aðrar og taka þarf tillit til þess. Ráðstefna þessi gefur gott yfirlit yfir rannsóknir í öldrun og þróunina innan öldrunarfræða og öldrunarþjónustu. Fyrirlestrarnir voru ýmist á sviði hjúkrunarfræði, læknisfræði, sjúkraþjálfunar eða félagsþjónustunnar. Hægt var að velja úr rúmlega fimmtíu fyrirlestrum og voru fyrirlesarar frá öllum greinum innan heilbrigðisþjónustu við aldraða. Stjórn íslenskra öldrunarhjúkrunarfræð- inga hefur undanfarið unnið að því að koma á tengslum milli norrænna öldrunarhjúkrunarfræðinga með dyggum stuðningi frá dönsku fagdeildinni. Því var ákveðið að boða stjórnarmenn frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi til stutts fundar á meðan ráðstefnan stæði. Ingibjörg Þórisdóttir, formaður fagdeildar öidrunarhjúkrunarfræðinga, og Sigríður Sigurðardóttir, gjaldkeri deildarinnar, voru fulltrúar fyrir íslands hönd. Frá deild sænskra öldrunarhjúkrunarfræðinga kom Helle Wijk varaformaður. Frá Danmörku komu Dora Fog formaður og Elizabeth Rosted, ritstjóri dönsku deildarinnar. Karen Bjoro mætti fyrir hönd Noregs. Reynt var að hafa uppi á fagdeildum öldrunarhjúkrunarfræðinga í Finnlandi og Færeyjum en tókst ekki fyrir þennan fund. Mikill einhugur var þó um að reyna að hafa upp á þeim fyrir ráðstefnuna í Reykjavík 2010. Norrænu löndin eiga margt sameiginlegt, til dæmis það að íbúar þeirra ná háum aldri og öldruðum einstaklingum fjölgar stöðugt. Heilbrigðisþjónustan innan Norðulandanna glímir við mörg álík viðfangsefni. í mörgum tilfellum eru lausnirnar líkar en í öðrum tilfellum ólíkar. Það eitt hlýtur að vera góð ástæða til þess að öldrunarhjúkrunarfræðingar frá Norðurlöndunum hittist og styrki tengslin. Við getum líka lært mikið hver af annarri. Á þessum fyrsta fundi fagdeildanna ræddum við um að skiptast á þekkingu og skipuleggja samvinnu á mismunandi sviðum. Á nokkrum sviðum er málið tiltölulega einfalt, eins og það að setja upp tengla á heimasíðum fagdeildanna sem vísa á heimasíður hinna norrænu deildanna. Það að skiptast á greinaskrifum í fagtímaritunum er líka möguleiki. Annað mikilvægt viðfangsefni er þróun hjúkrunarmenntunar og hvernig Norðurlöndin bæta hæfni hjúkrunarfræðinga í tengslum við fjölgun aldraðra. Niðurstaða fundar okkar var að stjórnir fagdeildanna voru mjög áhugasamar um að halda áfram að hittast og efla samvinnuna enn frekar. Einhugur var um að hittast aftur í tengslum við ráðstefnuna í Reykjavík 2010 og hlökkum við mikið til. Einnig stendur til að skipuleggja móttöku fyrir hjúkrunarfræðinga innan öldrunarþjónustunnar sem sækja ráðstefnuna. Vonumst til að sjá sem flesta á ráðstefnunni í Reykjavík vorið 2010. Sigríður Sigurðardóttir er fræðsiustjórí og deildarstjóri á Grund, dvalar- og hjúkrunar- heimili, ásamt þvi að vera gjaldkeri fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga. 12 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.