Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 19
Almennir félagsfundir voru í upphafi helsti samstarfsvettvangur óbreyttra liðsmanna. Félagsstarfið var bundið við Reykjavík en erfitt var að útvega fastan fundarstað í bænum. Hjúkrunarkonur þurftu vissulega ekki á stórum sölum að halda en voru engu að síður í stöðugu húsnæðishraki. Almennir félagsfundir voru haldnir í skjóli velunnara stéttarinnar fyrstu árin eða þar sem hjúkrunarkonur áttu innhlaup. Haustið 1922 var fyrst farið að skrá fundarsókn í gerðabækur félagsins. Hjúkrunarkonur lögðu áherslu á að sækja vel fundi og þess eru dæmi að nær allir félagar sæju sér fært að mæta. Á þriðja áratugnum voru að jafnaði tæplega 20 konur á almennum félagsfundum. Persónuleg kynni mynduðust fljótt á svo fámennum samkomum og sterk vináttubönd sameinuðu stéttina. Veitingar voru yfirleitt ekki í boði en félagskonur gátu eflaust keypt sér hressingu þegar fundað var á hótelum. Pess er fyrst getið í ársbyrjun 1928 að kaffi væri á borðum á félagsfundum (FÍH AA/1 Fgb. 1919-1929, fundur 27.1. 1928). Þegar formlegri dagskrá var lokið gafst tækifæri til að spjalla saman en þá var stundum svo áliðið að fundarkonur urðu að hraða sér heim. Þorbjörg Árnadóttir átti frumkvæði að óvæntri skemmtun vorið 1924 þegar hún las smásöguna „Brúðargöngulagið" eftir Selmu Lagerlöv fyrir fundarkonur. Upplesarinn lét ekki þar við sitja heldur flutti einnig brot úr eigin dagbók þar sem hún fjallaði um dagleg störf meðal sjúkra Reykvíkinga. Lestur Þorbjargar kveikti löngun viðstaddra til að taka lagið og söngraddir hjúkrunarkvenna ómuðu í Nýja bíói þetta vorkvöld í maí (FÍH AA/1 Fgb. 1919-1929, fundur 4.5. 1924). Þessi nýbreytni festist ekki í sessi og félagskonur voru tregar til að gera sér verulegan dagamun í sjálfu félagsstarfinu. í ársbyrjun 1931 barst stjórninni til eyrna að félagar hefðu hug á að „halda ball“. Sjö kvenna nefnd var kjörin til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd (FÍH AA/2 Fgb. 1930-1939, fundur 27.1. 1931). Hjúkrunarkonur fengu þó ekki tækifæri til að reyna sig við dansinn sökum anna sem stöfuðu af veikindum í Reykjavík. Ári síðar var hugmyndin rædd afturen þá höfðu komið upp deilur innan nefndarinnar. Þrjár nefndarkonur sögðu af sér og létu þau boð út ganga að þær hefðu ekki hug á að sækja skemmtifund á vegum félagsins. Fundarkonur ákváðu engu að síður með 17 samhljóða atkvæðum að halda samkomuna. Þær afréðu hins vegar að kanna áhuga félaga með því að senda þátttökulista á sjúkrastofnanir. Hjúkrunarkonur voru tvístígandi en á félagsfundi í febrúar var naumlega samþykkt með 13 atkvæðum gegn níu að bjóða innan skamms upp á skemmtifund (FÍH AA/2 Fgb. 1930-1939, fundir 18.1. og 12.2. 1932). Samkoman var á Hótel Borg og hófst með borðhaldi en að því búnu var stiginn dans. Félagskonur, sem mættu á þennan fyrsta dansleik félagsins, skemmtu sér hið besta fram eftir nóttu (Ársskýrsla FÍH 1931-1932). Ástæður þeirra sem sögðu af sér og snérust öndverðar gegn samkvæminu eru óljósar. Hugsanlega hefur þeim þótt óviðeigandi að skvetta úr klaufunum á meðan atvinnuleysi þrengdi að fjölmörgum heimilum í Reykjavík. Siðavandar hjúkrunarkonur kunna að hafa lagst gegn slíkri útsláttarsemi og ekki talið sæmandi að fá sér snúning. Sigríður formaður greip tækifærið þremur árum síðar og sagði frá dansleik á vegum norrænu systurfélaganna. Frómar félagskonur hafa eflaust veitt skemmtunum virðulegra erlendra stéttarsystra athygli. Þegar haldið var upp á 15 ára afmæli félagsins í nóvember 1934 var stiginn dans en slík dægrastytting var ekki endurtekin fyrr en fjórum árum síðar. Innan félagsins voru skoðanir skiptar sem fyrr en þær sem vildu dansa höfðu sitt fram. Ballið var ekki auglýst í dagblöðum en félagskonur stormuðu á Hótel Borg laugardaginn 12. mars 1938, væntanlega flestar í fylgd með dansherrum sem þær buðu með sér. Dansleikurinn „fór hið besta fram viðstöddum félagskonum til mikillar ánægju og sóma“, eins og tíundað var í ársskýrslu (Ársskýrsla FÍH 1937-1938). Hjúkrunarkonur gengu hægt um gleðinnar dyr á árunum fyrir seinna stríð og tillögur um dansleiki á vegum félagsins mættu oftar en ekki andstöðu. Þær höfðu hins vegar mikinn áhuga á fræðslu og mættu yfirleitt vel þegar slíkt var í boði. Heimildaskrá: Ársskýrsla Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, stjórnarár félagsins 15. sept. 1931 til 20. okt. 1932. Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 8:4 (1932) des., bls. 6-9. Ársskýrsla Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, stjórnarár félagsins frá 8. nóv. 1937 til 17. okt. 1938. Hjúkrunarkvennablaðið 15:1 (1939), bls. 8-10. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skjalasafn (Fl'H): AA/1 Fundagerðabók stjórnar-, aðal- og félagsfunda 1919 til 8. nóvember 1929. AA/2 Fundagerðabók aðal- og félagsfunda 9. janúar 1930 til 11. april 1939. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Amór L. Pálsson framkvæmdastjóri ísleifurjónsson útfararstjóri Fnrnann Andrœson Svafar Magnússon útfaraiþjónusta útfararjtjónusta Hugrtínjónsdóttir Guðmundur Baldvinsson Þorsteinn Elísson Eliert Ingason útfararjijónusta útfararþjónusta útfararþjónusta útfararþjónusta Jeyar anclíáí 6er aá höncfum Ormumst aííaþcetti útj-araiinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJ UGARÐANN A Vesturhlfð 2 • Fossvogi • Sírni 551 1266 • www.utfor.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.