Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 20
Katrín Blöndal, katrinbl@landspitali.is VESTURLANDSFÖR RITNEFNDAR Morgunmatur á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Frá vinstri: Ragnheiður Alfreðsdóttir, Katrín Blöndal, Jórunn María Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri dvalarheimilisins, og Oddný Gunnarsdóttir. 1. október síðastliðinn fór ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga í ferð um Vesturland. Staldrað var við í Borgarnesi, Búðardal og Stykkishólmi. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast félagsmönnum úti á landi, heyra skoðanir þeirra á blaðinu og afla efnis í það. Fyrsti viðkomustaður ritnefndarinnar var Borgarnes. Það var vetur í lofti þegar við komum að byggingunni sem hýsir heilsugæslustöðina og dvalarheimilið. Þar tók á móti okkur Jórunn María Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri. Fékk ritnefndin hinar bestu móttökur og var drifin inn í morgunkaffi að gildum og góðum sveitasið. Jórunn María tók við sem hjúkrunarforstjóri á dvalarheimilinu í mars síðastliðnum. Útskýrði hún starfsemina og sýndi okkur híbýlin. Það vakti meðal annars athygii okkar hversu hár starfsaldur starfsmannanna er hér og það hlýtur að segja til um hversu vel þeim líkar að starfa við stofnunina. Um leið hlýtur það að auka á öryggi íbúanna að hafa sama fólkið sem það þekkir frá einum tíma til annars. Á meðan Christer ritstjóri ræddi við Jórunni Maríu um málefni svæðisdeilda og tímaritið brá hluti ritnefndarinnar sér í skoðunarferð yfir á heilsugæsluna. Þartók Anna B. Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur á móti okkur. Líkt og svo margir aðrir hjúkrunarfræðingar, sem við hittum á för okkar, gerði hún ekki mikið úr starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð á landsbyggðinni. En Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Fyrir aftan húsið er heilsugæslustöðin. 18 Tímarit hjúkrunartræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.