Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 29
Umræður um vanbúnað á Kleppi árið 1908 Þóra J. Einarsson hélt dagbækur þar sem hún skrifaði m.a. um vanbúnaðinn sem mætti henni á Kleppi en í þeim skrifum kemur vel fram viðhorf hennar til hjúkrunar og hvernig hjúkrunin skuli framkvæmd. Þóra skrifar vorið 1908: Hér vantar svo margt, sem brýn þörf erá. Meðat annars vantar tvær stofur til að hafa í þá sjúklinga, sem hætt er við að fari sér að voða. Önnur stofan þyrfti að vera handa karlmönnum, hin handa konum. í þeim stofum ættu allir þeir að vera, sem þurfa nákvæmrar hjúkrunar við. Þaðan mætti ekki hjúkrunarkona víkja sér, hvað sem á lægi, hvorki nótt né dag, nema önnur kæmi í hennar stað. Hér kemur mjög vel fram hjá Þóru mikilvægi nærveru og þekkingar hjúkrunarkvenna við umönnun sjúklinga. í dag tölum við í geðhjúkrun um hjúkrunarmeðferðina sjálfvígsgát þegar hjúkrunarfólk þarf að sitja hjá sjúklingi og styðja hann til að koma í veg fyrir að hann fari sér að voða. En Þóra segir einnig: Sömuleiðis vantar dagstofur, karla og kvenna, handa órólegum sjúklingum. í þeim stofum þurfa hjúkrunarkonur líka stöðugt að vera, mættu aldrei víkja sér þaðan, nema aðrar kæmu í staðinn. Það er mjög mikilsvert, að órólegum sjúklingum verði stíað frá hinum, er spakari eru. Eftirlit með órólegum sjúklingum er mjög örðugt innan um aðra. Spakari sjúklingar verða fyrir skaðlegu ónæði. Og órólegu sjúklingarnir verða vondir út af frjálsræðinu, sem þeir sjá að aðrir fá meira en þeir. En sé kostur á sundurstíun, má auka frjálsræði þeirra, sem spakir eru, og það er mjög nauðsynlegt. Og með aðgreiningunni lærist hjúkrunarfólkinu langtum betur varkárni þar, sem hennar er brýn þörf. Satt erþað líka, sem sagt hefir verið, að hjúkrunarfólkið er alt óvant. En ekki er það því að kenna. Til hælisins voru allir kjörnir óvanir þessu verki, nema eg ein. Og ein manneskja getur ekki alt gert. Fólkið verður að fá sinn iærdómstíma, íslandspóstur gaf út þetta frímerki 2007 í tilefni af 100 ára afmæli Klepps. eins og allir aðrir, sem hjúkrun stunda. Hér er Þóra með þarfir sjúklinganna í huga þannig að allir geti notið bestu hjúkrunar. Þóra gerir sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að órólegir sjúklingar þurfi að vera aðskildir frá þeim sem líður betur eins og við reynum nú á dögum eftir bestu getu að viðhafa á geðdeildunum. Jórunn Bjarnadóttir 1910-1938 „Jórunn Bjarnadóttir (f. 1882, d. 1938) frá Búðarhóli, Austur-Landeyjum, tók við starfi Þóru en hún hafði áður verið hjúkrunarkona við spítalann frá stofnun hans. Hún hafði stundað hjúkrunarnám í Noregi og hélt tengslum við erlend sjúkrahús um árabil. Hún heimsótti dönsk og norsk geðsjúkrahús í tvígang á árunum 1920 og 1926. Jórunn gegndi starfinu til dauðadags og var sögð ein þeirra kvenna sem hvað fyrst og lengst höfðu starfað í þágu geðsjúkra á íslandi. Hún beitti sér fyrir margs konar nýmæli á spítalanum og gekk ótal langveikum sjúklingum í móðurstað" (bls. 35). Stofnanahjúkrun á Kleppi „Lífið var í föstum skorðum þar sem allt miðaðist við matartímana. Þeir voru aðalviðburðir hvers dags og skiptu honum í viðráðanleg tímabil. Mataræðið var hefðbundinn íslenskur matur. Matast var af járndiskum með skeiðum og sat venjulega hver á sínu rúmi. Sjúklingarnir klæddust venjulega í byrjun dvalar sinnar fötum sem þeir höfðu komið með að heiman en síðan samfestingum og kjólum sem saumaðir voru á stofnuninni. Spítalafötin voru venjulega keimlík svo að sjúklingahópurinn var ærið einsleitur og fólk tapaði sérkennum sínum fljótlega og samlagaðist heildinni. Snemma var gengið til náða og vaknað árla morguns til nýs dags. Stofurnar voru stórar og lágu margir saman í miklum þrengslum. Lífið var fábrotið og tilbreytingarlaust en öllum þeim þurfalingum, sem áður höfðu hrakist á milli bæja á kostnað sveitarfélagsins, þótti vistin mikil breyting til batnaðar" (bls. 39). Innsýn í umönnunarstörf á Kleppi í kringum 1920 Eftirfarandi lýsing úr endurminningum Steinunnar Þórarinsdóttur, fæddrar 1884, sem starfaði á Kleppsspítala frá 1916-1924, gefur vísbendingu um hvernig umönnun var háttað við móttöku geðsjúkra á Kleppi. Steinunn segir: „Versta verk mitt meðan ég starfaði á Kleppi var að taka sjúklinga og þrífa þá, þegar þeir komu fyrst. Þeir komu víða af landinu og ásigkomulag margra þeirra var vægast sagt hörmulegt. Það varð að taka þá frá hvirfli tililja. Það var óþrifaverk og erfitt, en ekki síður líknsemd að gera það fyrir því. Og þetta kom líka upp í vana“ (úr endurminningum Steinunnar í þók Óttars Guðmundssonar, bls. 39). Guðríður Jónsdóttir 1933-1963 Guðríður var frá Seglbúðum í Vestur- Skaftafellssýsíu. Hún lauk hjúkrunar- námi við Ullevál-sjúkrahúsið í Ósló og framhaldsnámi í geðhjúkrun frá Ríkisspítalanum í Vordinborg í Danmörku. Hún menntaði sig einnig í Englandi, Bandaríkjunum og Kanada. Hún varð yfirhjúkrunarkona á Kleppi árið 1933 og síðar forstöðukona. Hún var stundakennari í Hjúkrunarskóla íslands frá árinu 1961 og í stjórn Hjúkrunarfélags íslands 1950-60 og varaformaður 1956-60. Guðríður var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 30. október árið 1963 (bls. 65-66). Guðríður þurfti að takast á við mikla manneklu hjúkrunarstarfsfólks eftir hernámið 1940, bæði hvað varðar lærðar hjúkrunarkonur og starfsstúlkur. Voru sumar deildir á Kleppi óstarfhæfar af þessum sökum. Spítalinn átti í erfiðri samkeppni við herinn um vinnuafl eins og fjölmargir aðrir vinnustaðir á landinu. Fólk taldi sig geta fengið betur launaða vinnu hjá Bretunum og réð sig ekki til starfa við aðhlynningu geðsjúkra. Þetta ástand skapaði gífurleg vandamál í rekstri Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 27

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.