Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 32
einstaklinga sem ekki bæri keim af neinni stofnun. íbúamir leigðu vistarverur sínar af Guðn'ði enda stunduðu flestir þeirra vinnu. Húsið við Reynimel var fyrsta eiginlega sambýlið sem tekið var í notkun og varð síðan fyrirmynd þeirra heimila sem fylgdu í kjölfarið. Nú fóru margir að velta fyrir sér þeim möguleika að lítil sambýlí um allan bæ gætu að einhverju leyti komið í staðinn fyrir lokaðar geðdeildir. Stofnanahugsunar- hátturinn var loks á undanhaldi. Guðnður gaf spítalanum húsið árið 1973“ (bls. 118). Þórunn Pálsdóttir 1969-2000 „Þórunn Pálsdóttir (f. 1937) tók við starfi forstöðukonu Kleppsspítala af Maríu Finnsdóttur. Hún hafði áður aflað sér menntunar í geðhjúkrun í Ósló og stundað framhaldsnám í stjórnun við Royal College of Nursing í London. Auk þess lauk hún námi við Kennaraháskólann 1978. Þórunn vann mjög ötullega að eflingu geðhjúkrunar í landinu. Henni tókst eftir mikla vinnu og baráttu, ásamt fimm öðrum geðhjúkrunarfræðingum sem starfandi voru f landinu og í samvinnu við menntamálaráðuneytið, að koma á fót framhaldsnámi í geðhjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann. ísland var annað í röðinni meðal Norðurlandaþjóða til að koma slíkri menntun á fót. Mikill áhugi var strax fyrir þessu viðbótarnámi og árið 1975 hófu 22 hjúkrunarfræðingar nám í geðhjúkrun. Smám saman fjölgaði menntuðum geðhjúkrunarfræðingum á öllum deildum spítalans sem skipti miklu máli fyrir alla þróun meðferðar á deildum" (bls. 125). Þórunn Pálsdóttir vann ötullega að því að minnka stofnanabrag geðdeildanna eins og forveri hennar í starfi hafði lagt áherslu á. Á áttunda áratugnum, á helsta uppgangstíma Kleppsspítala, var mikii þróun og gerjun í gangi í geðhjúkrun. Mikið af ungu og vel menntuðu fólki réðst til starfa á geðdeildirnar, sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar og iðjuþjálfar auk nýrra geðlækna sem menntaðir voru bæði í Ameríku og á Norðurlöndunum. Þórunn stuðlaði að því að á mörgum geðdeildum hætti starfsfólkið að bera sérstakan einkennis- klæðnað svo að andrúmsloft deildanna væri sem eðlilegast. Stofnanabragurinn varð mun minni á þessu tímabili enda mikið gert til að losna við hann. Þórunn Pálsdóttir var sæmd riddarakrossi fálka- orðunnar fyrir störf sín í þágu geðsjúkra 1. janúar árið 1999. Þróun geðhjúkrunar - horft til framtíðar Geðhjúkrun var kennd nokkrum sinnum í Nýja hjúkrunarskólanum á sjöunda og áttunda áratugnum, þannig fjölgaði hjúkrunarfræðingum með sérnám í geðhjúkrun. Árið 1973 var námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ stofnuð en allt grunnnám í hjúkrun á íslandi fór á háskólastig frá árinu 1986 og lauk með BS-gráðu í hjúkrun. Þessar breytingar höfðu gífurleg áhrif á þróun geðhjúkrunar. Fyrstu íslensku meistaramenntuðu geðhjúkrunarfræðingarnir útskrifuðust frá Bandaríkjunum á níunda og tíunda áratugnum. Til að geta kallað sig sérfræðing í geðhjúkrun í dag þarf að hafa meistaramenntun í geðhjúkrun. Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa lokið doktorsnámi íi geðhjúkrun og nokkrir eru í doktorsnámi og útskrifast á næstu árum. Þekking í geðhjúkrun eykst hratt og rannsóknir í geðhjúkrun hafa sýnt að árangur sértækrar hjúkrunarmeðferðar er ótvíræður. Hjúkrunarmeðferð fyrir fjölskyldur langveikra skilar árangri í betri líðan sjúklinga og aðstandenda. Samstarf hjúkrunar á geðsviði LSH við fræðasvið geðhjúkrunar og fjölskylduhjúkrunar innan hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands hefur þegar skilað rannsóknarniðurstöðum sem hægt er að hagnýta til að bæta þjónustuna við geðsjúka og fjölskyldur þeirra á íslandi. Kleppur er enn hluti af geðsviði Land- spítala. Endurhæfing sjúklinga og fjöl- skyldna á Kleppi byggist í fyrsta lagi á samvinnu við notendur þjónustunnar, í öðru lagi á notkun klínískrar gagnreyndrar þekkingar við þjálfun fagfólks sem stundar hjúkrun og lækningar geðsjúkra og í þriðja lagi á auknum rannsóknum með það að leiðarljósi að aukin þekking bæti þjónustuna við notendur og fjölskyldur þeirra. Á næstu árum munu geðhjúkrunar- fræðingar á Landspítala-háskólasjúkra- húsi halda áfram að þróa öfluga geð- hjúkrun á sjúkradeildum, göngudeildum og úti í samfélaginu með vettvangs- hjúkrun. Eydis K. Sveinbjamardóttirergeðhjúkrunarfræðingur, MSN, og sviðsstjóri á geðsviði Landspítala, dr. Páll Biering er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla islands og dr. Óttar Guðmundsson er geðlæknlr á geðsviði Landspitala. Heimildir: Kristín Björnsdóttir (2005). Likami og sál. Hugmyndir, þekking og aðferðir i hjúkrun. Reykjavík: Hiö íslenska bókmenntafélag. María Finnsdóttir (maí 2007). Samtöl höfunda þessarar greinar viö hana. Nielsen, P. (höfundur). Þýdd af Jóni Hjaltalfn landlækni. (1881). Hjúkrunarfræði eða leiðbein- ing við hjúkrun sjúklinga. Reykjavík. Prentuð hjá Einari Þórðarsyni. Óttar Guðmundsson (2007). Kleppuri 100 ár. Reykjavík: JPV útgáfa. FRÉTTAPUNKTUR Afburðanemi verðlaunaður Vilborg Guðlaugsdóttir heitir ungur hjúkrunarfræðingur sem brautskráðist í vor með afburðaeinkunnir. Þessar einkunnir hennar voru þannig að stjórn minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen ákvað að veita henni sérstaka viðurkenningu sjóðsins en slíkt gerist ekki á hverju ári. Síðast voru þessi verðlaun veitt 2004. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í lok hjúkrunarþings. Gaman er að geta þess að móðir Vilborgar, Valgerður Gísladóttir hjúkrunarfræðingur, er handhafi verðlaunar Kristínar Thoroddsen en þau fékk hún fyrir afburðanámsárangur þegar hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla íslands árið 1981. 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.