Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 34
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is „ÉG ER MJÖG ÁKVEÐIN MANNESKJA OG GEFST ALDREI UPP“ - viðtal við Grazynu Maríu Okuniewska „Ég á auðvelt með að aðlagast aðstæðum og er ekkert að velta mér upp úr því hvort mér finnst gaman eða ekki. Þetta er bara vinna og mér finnst alltaf gaman að vinna og kynnast nýju fólki," segir Grazyna María Okuniewska frá Póllandi. Erlendum hjúkrunarfræðingum hefur fjölgað talsvert á Islandi undanfarin ár. Tímarit hjúkrunarfræðinga náði tali af einum þeirra og mun halda áfram að kynna innflytjendur í hjúkrunarstétt á næsta ári. Grazyna María Okuniewska hefur skotið sterkum rótum í íslensku samfélagi og ætlar að vera hér áfram. Grazyna útskrifaðist úr hjúkrun 1985 í Póllandi. Á þeim tíma var námið á menntaskólastigi. Námið var 5 ár, með stúdentspróf eftir 4 ár og hjúkrunarpróf eftir fimmta árið. Eftir útskrift vann hún í 6 ár á almennri skurðdeild á háskólasjúkrahúsinu í Gdansk. „Reyndar ákvað ég að prófa að fara á barnadeild en var þar þara í nokkra mánuði. Mér fannst svo erfitt að heyra börn gráta og sjá þeim liða illa að ég fór aftur á skurðlækningadeild,“ segir Grazyna. Áður en hún fór til íslands vann hún svo í nokkur ár á minna sjúkrahúsi sem var með um 800 rúm. Afhverju fórstu til íslands? „Þetta var bara ævintýramanneskja. í apríl 1991 var ég að bíða eftir að fá landvistarleyfi í Kanada en þetta dróst á langinn. Kunningi pabba míns býr á íslandi. Hann ráðlagði mér að prófa að skreppa til íslands og vinna í fiski í svona sex mánuði á meðan Kanadaleyfið var í vinnslu. Ég hafði aldrei unnið í fiski og mér fannst það ekki mjög spennandi en ákvað samt að slá til.“ Grazyna átti eftir að ílendast á íslandi. Hún vann við að pakka fisk, fyrst í Hnífsdal og svo í Bolungarvík. Henni fannst það mjög góð reynsla. „Þegar ég er að hjúkra fólki 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.