Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 36
„Ég legg mikla áherslu á það að innflytjendur læri íslensku." pólskir hjúkrunarfræðingar þar en á Landspítala eru að auki fjórir sem hafa verið lengur á íslandi. Einnig eru nokkrir sem starfa sem sjúkraliðar þar sem þeir hafa ekki fengið íslenskt hjúkrunarleyfi. Hlutverk Grazynu sem ráðgjafa er að hjálpa til við aðlögun með því að veita stuðning þegar viðkomandi líður ekki vel í vinnu eða er óöryggur. Þá hefur hann einhvern að tala við um reynslu sína á sínu tungumáli. Þannig má fyrirbyggja að vandamálin verða stærri. Grazyna segir að pólskir hjúkrunar- fræðingar séu almennt ánægðir í vinnu. Viðhorf til erlendra starfsmanna hafi breyst mikið undanfarin 15 ár og umræðan orðin miklu opnari. Pólskum hjúkrunarfræðingum sé yfirleitt vel tekið. Hjúkrunarfræðingarnir gera, að sögn Grazynu, sjálfir miklar kröfur til íslensku- þekkingar. Hins vegar vilja íslendingar stundum tala við þá á ensku og fyrir bragðið verða tækifærin til þess að tala íslensku færri. íslenskir hjúkrunarfræð- ingar mættu hugsa meira um að tala íslensku við erlenda hjúkrunarfræðinga þó að það reyni á. „Það er betra fyrir hinn erlenda hjúkrunarfræðing að byrja setningu á íslensku en fara svo yfir á ensku ef þarf,“ segir Grazyna. „Annars fær maður ekki næga þjálfun í að tjá sig á íslensku. Ég legg mikla áherslu á það að innflytjendur læri íslensku. Það skiptir máli f starfinu en líka til þess að geta tekið þátt í samfélaginu, sækja fundi, fara í leikhús og svo framvegis. Þá verður maður einn af hópnum." Nýlega var Grazyna á fundi sem pólski ræðismaðurinn boðaði til þar sem efnahagsþrengingarnir voru ræddar. Hún segir að margir Pólverjar séu að hugsa sér til hreyfingar. Sjálf ætlar hún að búa hér áfram. „Margir innflytjendur lenda í því eftir nokkur ár að eiga hvergi heima í huganum en ég er ekki þannig manngerð. Ég á heima bæði á íslandi og í Póllandi og er bæði íslenskur og pólskur ríkisborgari. Ég hef til dæmis haldið tengslum við vinkonur mínar úr skólanum í Póllandi. Margar þeirra hafa eins og ég flust til útlanda og í dag á ég vinkonur út um allt, í Berlín, London og New York. En ég hef einnig kynnst fjölmörgu fólki hér á íslandi. Mér leiðist ekki, sama hvar ég er.“ HUGSAÐU VEL UM HUÐINA Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Islandi getur verið húðinm erfið. Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar - allt árið um kring Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð. ÞU FÆRÐ DECUBAL í NÆSTA APÚTEKI KVEÐJUM ÞURRA HUÐ 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.