Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 40
Rósa Jónsdóttir og Sigríður Heimisdóttir, rosajons@landspitali.is NOTKUN LOFTÚÐA Flestir hjúkrunarfræðingar hafa einhvern tímann notað loftúðatæki. Hér er farið yfir hvernig á að nota slíkt tæki og hvað þarf að hafa í huga við notkun þess. Tilgangur þessarar umfjöllunar um loftúöa („friðarpípu") er að kynna helstu þætti í notkun þeirra. Uppruna friðarpípunafnsins má eflaust rekja til áhrifa lyfsins á öndun einstaklingsins. Friður færist yfir þann sem átt hefur erfitt með öndun en kemst úr þeim hremmingum við notkun berkjuvíkkandi lyfs. Útliti friðarpípu hefur einnig verið líkt við friðarpípur indíána. Loftúðanafnið er meira lýsandi þar sem úði myndast í loftknúnu kerfi. Sumir halda því fram að orðið friðarpípa sé niðrandi fyrir sjúklinginn, því mælum við með því að orðið loftúði sé notað í staðinn. Loftúði er rakaúði. Berkjuvíkkandi lyf í fljótandi formi er sett í loftúðahylki og tengt við loft í vegg. Við meðhöndlun á bráðum alvarlegum astma fullorðinna er loftúðinn hins vegar drifinn með súrefni. Hefðbundinn loftúði er með munnstykki sem andað er í gegnum. Einnig er hægt að gefa loftúða með maska eða búnaði sem tengdur er við slöngur öndunarvélar. Vernda þarf vélbúnað með rakasíu í síðarnefnda tilvikinu. Með loftúða eru fljótvirk berkjuvíkkandi lyf gefin í stórum skömmtum, þ.e. Ventolin® (beta2-agónisti) og/eða Atrovent® (andkólínerg lyf). í sjaldgæfari tilvikum eru fleiri lyf gefin á þennan hátt, s.s. Mucomyst® (slfmlosandi lyf) og Pulmicort® (steralyf). Sérstakar leiðbeiningar eru til um loftúðanotkun barna og við munum ekki fjalla um þær hér. Berkjuvíkkandi lyf eru gefin vegna sjúklegra þrenginga (teppu) í lungnaberkjum. Ýmsar orsakir eru fyrir teppunni, s.s. versnun á astma eða langvinn lungnateppa. Einstaklingurinn finnur fyrir auknum andþyngslum og hefðbundin innúðalyf gagnast ekki. Berkjuvíkkandi meðferð í loftúðaformi er hluti af fyrstu meðferð við versnun á langvinnum lungnateppusjúkdómum eða alvarlegum bráðum astma. Þegar ástand sjúklings batnar fer hann aftur að nota sín venjulegu berkjuvíkkandi innúðalyf. Ef langvarandi þörf er fyrir berkjuvíkkandi lyf í loftúða er mikilvægt að endurmeta læknismeðferð. Notkun loftúða Fyrirmæli um lyf og styrkleika lyfs skulu liggja fyrir. Meta skal kunnáttu sjúklings í loftúðanotkun. Mikilvægt er að kenna sjúklingi að nota loftúða. Sjúklingur verður að sitja vel uppréttur, best er að sitja í stól eða á rúmstokk. Hann andar lyfinu að sér í gegnum munn, rólega og án áreynslu. Með því að sitja uppréttur nær lyfið lengra ofan í lungun og kemur að meira gagni. Úði þarf að myndast í hylkinu og er honum stjórnað með loftmæli (u.þ.b. 6-8 mmHg). Til eru rafmagnsknúnar loftúðavélar sem ekki þarf að stilla sérstaklega, eingöngu að tengja og kveikja á. Venjulegur notkunartími loftúða í hvert sinn er u.þ.b. 10 mínútur. Loftúða skal gefa samkvæmt fyrirmælum, yfirleitt 3-6 sinnum á sólarhring sem og eftir þörfum. í slæmu kasti má nota loftúða með berkjuvíkkandi lyfi á allt að 15 mínútna fresti. Að lokinni lyfjagjöf skal meta áhrif lyfsins, hugsanlegar aukaverkanir og skrá. Loftúða þarf yfirleitt ekki að gefa lengur en í þrjá daga. Lyfin eru rokgjörn og skal því opna lyfjalykjuna stuttu fyrir notkun. Ef sjúklingur hefur áf einhverjum sökum ekki klárað vökvann í hylkinu eða yfirhöfuð notað hann, skal hylkið samt tæmt þar sem lyfið hefur ekki tilætluð áhrif eftir ákveðinn tíma. Algengustu aukaverkanir Ventolin: Skjálfti, höfuðverkur, hraður/þungur hjartsláttur. Atrovent: Höfuðverkur, sundl, hósti, kokbólga ásamt „paradox" berkjukrampa, munnþurrkur, truflanir á maga- og þarmahreyfingum. Pulmicort: Sveppasýkingar í munni, erting í hálsi (mikilvægt að skola munn og kok eftir notkun). Mucomyst: Berkjukrampi. Ef sjúklingur fær óþægindi af notkun loftúðans, s.s. hraðari hjartslátt eða hann finnur ekki neina bót, skal í samráði við lækni gera breytingu. 38 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.