Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 41
Mat á árangri Hægt er aö meta gagnsemi loftúða með því að láta sjúkling blása í lofthraðamæli eða gera blásturspróf fyrir og eftir notkun berkjuvíkkandi lyfs. Einnig kemur andþyngslastuðull að góðum notum. Til eru mismunandi andþyngslastuðlar en ekki verður hér tekin afstaða um val á einum ákveðnum. Sóttvarnir Eftirfarandi er haft eftir leiðbeiningum frá sýkingavörnum Landspítala. Á flestum deildum Landspítala eru í notkun einnota (má nota í sólarhring) loftúðatæki ætluð sama sjúklingi. Við notkun geta loftúðatækin mengast af örverum úr umhverfinu og orðið uppspretta sýkinga. Við meðhöndlun geta örverur borist í loftúðatækið af höndum starfsfólks og sjúklingnum sjálfum. Því er mikilvægt að skipta um eða þrífa loftúðatækin daglega og jafnframt að þvo sér um hendur eða spritta hendurnar áður en tækin eru handleikin. Ekki er óhætt að skola eða þvo loftúðatæki með kranavatni vegna hættu á bakteríumengun, t.d. af völdum pseudomonas, stenotropomonas eða legionella. Einungis skal nota sæfða vökva (lyf) í úðann og viðhafa smitgátarvinnubrögð. Sprittið hendur fyrir og eftir handfjötlun loftúðatækis og notið eingöngu sæfða vökva (lyf) í úðann. Meðferð á loftúðatæki ætluðu einum sjúklingi: • Nota má loftúðatækið í einn sólarhring (merkja með dagsetningu) • Eftir hverja gjöf skal hella lyfjaafgangi úr hylkinu, ekki skola. • Látið hylkið þorna. • Geymist þurrt í hreinum plastpoka milli lyfjagjafa. Meðferð á loftúðatæki ætluðu mörgum sjúklingum: • Eftir hverja gjöf skal hella lyfjaafgangi úr hylkinu, ekki skola. • Daglega skal taka loftúðatækið í sundur og þvo í þvottavél við 80-90°C. • Sé loftúðatækið notað fyrir marga sjúklinga skal þvo það í þvottavél við 80-90°C milli sjúklinga. • Alla hluta loftúðatækisins skal þurrka vandlega eftir sótthreinsun. • Geymist þurrt í hreinum plastpoka milli lyfjagjafa. Flokkunarkerfi hjúkrunar Rétt er að nota eftirfarandi heiti við skráningu. Hjúkrunargreining: Trufluð loftskipti - Ófullnægjandi öndun Hjúkrunarmeðferð: Lyfjagjöf til innöndunar (NIC 2311) Samantekt Loftúði er rakaúði til að gefa lyf um öndunarveg, t.d. berkjuvíkkandi lyf við bráða versnun teppusjúkdóms í lungum. Skammtar eru samkvæmt fyrirmælum læknis og í flestum tilvikum er lyfið notað í fáa daga. Kennsla á notkun loftúða er undirstaða meðferðar. Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun loftúðaáhalda til að draga úr hættu á sóttmengun. Heimildir: Bourke, S.J. (2003). Lecture notes on Respiratory Medicine (6. útg.). Massaohusetts: Blackwell Publishing. Farmacevtiska specialteter i Sverige (2008). Fass 2008. Svíþjóð: Lakemedels industriföreningens Service AB. Gæðahandbók Landspítala. Gæðaskjal sýkingavarna. Loftúðatæki (Friðarpípur) 11.03. Útgáfudagur 26.2.2008. Unnið af Ásdísi Elfarsdóttur. Ábyrgðarmaður Sign'ður Antonsdóttir. Lyfjastofnun (2008). Sérlyfjaskrá. Sótt 19. nóv. 2008 á http://lyfjastofnun. is/Lyfjaupplysingar. Ólafur Baldursson, Inga S. Ólafsdóttir og Gunnar Guðmundsson (2006). Sjúkdómar í öndunarfærum. í Ari J. Jóhannesson og Runólfur Pálsson (ritstj.), Handbók í lyflæknisfræði (3. útg.). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Landspítali. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.