Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 42
SKIPULAG VINNUTIMA OG HVILDARTIMAAKVÆÐI
Cecilie
Björgvinsdóttir.
Þar sem stærsti hluti hjúkrunarfræðinga vinnur
vaktavinnu er mikilvægt fyrir stéttina að þekkja
hvíldartímaákvæðin sem bundin eru í kjarasamninga
annars vegar og í tilskipun Evrópuþingsins um skipulag
vinnutíma hins vegar.
Þaö er afar mikilvægt fyrir hjúkrunar-
fræðinga, sem sinna ábyrgðarmiklu starfi,
að taka þá hvíld sem þeim ber á milli vakta,
nema yfirmenn óski þess sérstaklega að
þeir komi til vinnu fyrr og ávinni sér þar með
frítökurétt (8 eða 11 klst. samfellda hvíld
og/eða hvíldardagshvíld, sbr. hér á eftir).
Stofnanir með fjölda vaktavinnumanna,
þar sem næsti yfirmaður er ekki alltaf til
staðar til þess að meta nauðsyn þess að
starfsmaður mæti til vinnu áður en að
tilskilinni hvíld er náð, þurfa að setja sér
skýrar reglur varðandi hvíldartímaákvæði
svo öllum sé Ijóst til hvers er ætlast.
ísland er aðili að tilskipun Evrópuþingsins
og Evrópuráðsins frá 4. nóvember 2003
um ákveðna þætti er varða skipulag
vinnutíma.
Hvað varðar gildissvið ákvæða um
skipulag vinnutíma og hvíldartímaákvæði
vísa ég í samkomulag ASÍ, BHM,
BSRB, KÍ, samninganefndar ríkisins,
Reykjavíkurborgar og launanefndar
sveitarfélaga frá 23. janúar 1997 sem
fjallar um ákveðna þætti er varða skipulag
vinnutíma og telst hluti kjarasamninga.
Eftirfarandi skilgreiningar er að finna í
tilskipun Evrópuþingsins frá 2003.
„Vinnutími": Sá tími sem starfsmaður
er við störf eða er vinnuveitanda innan
handar og innir af hendi störf sín eða
skyldur í samræmi við innlend lög og/eða
venju (2003/88/EB).
„Hvíldartími": Sá tími sem telst ekki til
vinnutíma (2003/88/EB).
„Allir starfsmenn skulu
fáviðunandi hvíldartíma.
Hugtakið „hvíld“ skal
tjá í tímaeiningum, þ.e.
dögum, klukkustundum
og/eða hlutum þeirra.“
(Úr tilskipun Evrópuþingsins.)
Vinnutíma ber að haga þannig að á
hverju 24 klst. tímabili fái starfsmaður
a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld, hvíldin
skal ná til tímabilsins 23-6 verði því
við komið. Frá þessari reglu er frávik
því heimilt er að stytta samfellda
lágmarkshvíld starfsmanna í allt að 8 klst.
þegar um skipulagðar vaktaskiptingar
er að ræða, þ.e. starfsmaður fer af
einni reglubundinni vakt á aðra.
Þetta þýðir á mannamáli að 8 tíma
hvíldartímaákvæðið gildir þegar starfs-
maður fer, samkvæmt fyrirframskipulagðri
vaktskrá, af kvöldvakt á morgunvakt
eða af morgunvakt á næturvakt og
svo framvegis. Fráviksheimildin um
að stytta lágmarkshvíld úr 11 í 8 klst.
á ekki við þegar starfsmaður lýkur
yfirvinnu og fer yfir á reglubundna vakt.
a. Dæmi: Morgunvakt frá 8-16 og nætur-
vakt frá 23-8 á sama degi, starfsmaðurinn
á að fara heim í síðasta lagi kl. 15 svo að
8 klst. hvíldin náist, ella mæta ekki fyrr en
kl. 24, annars skapast frítökuréttur.
b. Dæmi: Kvöldvakt frá 15:30-23:30,
morgunvakt morguninn á eftir frá kl. 8-
16, komist starfsmaðurinn heim kl. 23:30
næst 81/2 klst. hvíld. Ljúki vaktinni hins
vegar ekki fyrr en kl. 24 þá lýkur henni
á yfirvinnu og starfsmanninum ber þá
11 klst. hvfld og á samkvæmt ákvæðum
samningsins ekki að mæta til vinnu
fyrr en kl. 11 næsta dag ella skapast
frítökuréttur.
c. Dæmi: Aukakvöldvakt frá 15:30-
23:30 og morgunvakt daginn eftir frá
kl. 8-16 - starfsmanninum ber að fá 11
klst. hvíld á milli slíkra vakta og á því ekki
að mæta aftur til vinnu fyrr en kl. 10:30
svo að hvíldin náist, annars skapast
frítökuréttur.
Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig
að vinnutími á 24 klst. fari umfram 13
klst.
d. Dæmi: 12 tíma morgun-, kvöld- og/
eða næturvaktir eru heimilar.
e. Dæmi: Ekki er heimilt að skipuleggja
8 klst. morgun- og næturvakt á sama
sólarhring nema því aðeins að báðar
vaktirnar séu innan ramma 13 klst. Því
er heimilt að skipuleggja t.d. 5 klst.
morgunvakt og 8 klst. næturvakt en
ekki 8 klst. morgunvakt og 9,5 klst.
næturvakt.
Ef hvíld er rofin einu sinni eða oftar
með útköllum á 24 klst. tímabili skal
miða við lengsta hlé innan vinnulotu með
frítökurétti. Hvíldin miðast við 11 klst.
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008