Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 43
f. Dæmi : Morgunvakt frá 8-16, bakvakt
frá 16-8. Morgunvakt morguninn eftir frá
kl. 8-16. Útköll á bakvakt kl. 18-20 og
aftur frá kl. 22-1. Lengsta hlé á vinnu er
því frá 1-8 = 7 tímar, starfsmaðurinn hefði
átt að fá 11 klst. hvíld sem skerðist um 4
klst. og því myndast 6 tíma frítökuréttur
(4 x 1,5).
Við sérstakar aðstæður er heimilt að
stytta samfellda lágmarkshvíld í allt að
8 klst. og lengja vinnulotur í allt að 16
klst. þegar um er að ræða ófyrirsjáanleg
atvik og bjarga þarf verðmætum, þegar
almannheill krefst þess og/eða halda
þarf uppi nauðsynlegri heilbrigðis- eða
öryggisþjónustu. Sé þessari heimild beitt
skal starfsmaðurinn fá 11 klst. hvíld
á óskertum launum strax að lokinni
vinnulotu.
Á hverju 7 daga tímabili skal starfsmaður
fá a.m.k. einn vikulegan hvíldardag sem
tengist beint daglegum hvíldartíma.
Starfsmaður á því að fá 35 klst. samfellda
hvíld einu sinni í viku. Stofnun má með
sérstöku samkomulagi fresta vikulegum
hvíldardegi þar sem sérstakar ástæður
gera slík frávik nauðsynleg þannig að
í stað vikulegs hvíldardags komi tveir
samfelldir hvíldardagar á hverjum tveimur
vikum, þ.e. a.m.k. 59 klst. samfelld hvíld
aðra hverja viku.
„Take a break or you
will break!“
(Vígorð kanadíska hjúkrunarfélagsins.)
Frítökuréttur skapast fái starfsmaður ekki
11 klst. hvíld strax að lokinni a16 klst.
vinnulotu á einum sólarhring. Frítökuréttur
skal veittur í heilum og hálfum dögum
í samráði við starfsmann svo fljótt sem
auðið er.
• Fyrir hverja klukkustund, sem hvíldin
skerðist, myndast 1,5 klst. í frítökurétt
• Uppsafnaður frítökuréttur skal koma
fram á launaseðli
• Greiða má 1/3 frítökuréttarins á
tímakaupi dagvinnu hverju sinni
• Við starfslok skal gera upp allan
frítökurétt á sama hátt og orlof.
Æðstu stjórnendur og aðrir þeir sem ráða
vinnutíma sínum sjálfir geta eðli málsins
samkvæmt ekki áunnið sér frítökurétt.
Óskir þú eftir frekari upplýsingum getur
þú sent fyrirspurn á cissy@hjukrun.is.
ER LIFIÐ ERFITT?
HJÁLPARSÍMI RAUÐA KROSSINS
ER OPINN 17*17
^ Rauöi kross fslands j sfminn'
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
41