Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Síða 44
María Guðmundsdóttir, mariag@itn.is KAUPMANNAHAFNARFERÐ ÖLDUNGADEILDAR Hópurinn fyrir framan Karen Blixen-safnið í Rungstedlund. Öldungadeild skipuleggur á hverju ári utanlandsferð fyrir félagsmenn. í ár var farið til Kaupmannahafnar þar sem meðal annars var skoðað Sygeplejehistorisk museum og Karen Blixen-safnið. Upp úr hádegi þann 21. ágúst hittust 23 hjúkrunarfræðingar, félagar í öldungadeild FÍH, við Tanngarð í Reykjavík og tóku saman rútu til Keflavíkurflugvallar áleiðis til Kaupmannahafnar. Tilefni þessarar ferðar var að skoða Sygeplejehistorisk museum í Kolding en safnið er í eigu danska hjúkrunarfélagsins. Eftir þægilegt flug var lent á Kastrupflugvelli um kvöldverðarleytið. Þar beið okkar rúta sem ók okkur á Hotel Kong Frederik við Vestervoldgade og gat það ekki verið betri staðsetning.Eftir að hafa þvegið af sér ferðarykið hittumst við allar í smáhressingarstopp, en sérríið höfðum við forsjálar stjórnarkonur öldungadeildar keypt á íslandi og borið með okkur til Danaveldis, eins og það sé nú þurrt land. Eftir að hafa skálað og boðið okkur velkomnar til Köben snæddum við kvöldverð á hótelinu og fórum eftir það beint í háttinn. Eftir morgunverð næsta dag var ekið af stað klukkan 9 áleiðis til Kolding. Með í för var Hanne Bækgard Andersen, fyrrverandi formaður öldungadeildar 42 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.