Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 47
Heilsugæsluhjúkrunarfræðingur ársins Á aðalfundi fagdeildar heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga hlaut Margrét Héðinsdóttir útnefningu sem heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingur ársins 2008. Margrét starfar í skólaheilsugæslu og hefur gert lengi, eða um 11 ár innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þessum árum hefur hún unnið að verkefnum innan skólaheilsugæslunnar sem hafa haft víðtæk áhrif á líðan barna og störf skólahjúkrunarfræðinga. Hugmyndafræði hennar byggist á að hver einstaklingur sé einstakur og hlúa þurfi að og styrkja hvern og einn samkvæmt því. Hún hefur verið staðfastur og ötull talsmaður skólabarna sem allir voru að gefast upp á vegna hegðunarörðugleika og oftar en ekki náði hún að snúa fagfólki á sitt barn. í starfi sínu hefur hún breytt viðhorfum og þátttöku skólahjúkrunarfræðinga frá því að huga aðallega Margrét Héðinsdóttir, til hægri, tekur við útnefnin- gunni úr hendi Sigrúnar Barkardóttur, fráfarandi for manni fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. FRETTAPUNKTUR að bólusetningum, vaxtarkúrvum og sárum í að sinna vellíðan barna, ekki síst andlegri, ásamt heilbrigðisfræðslu. Hún þróaði heilbrigðisfræðsluna 6-H heilsunnar og prófuðu hjúkrunarfræð- ingar í Árbænum hugmyndina mörgum árum áður en hún var tekin upp í samvinnu við Lýðheilsustöð. Margrét vann ásamt Guðrúnu Ólafsdóttur ötult starf að þróun rafrænnar skráningar innan skólaheilsugæslu, ísskrárinnar. Markmiðið með ísskránni var að létta skólahjúkrunarfræðingum störf sín en jafnframt gera þau sýnilegri. Það tókst mjög vel því einfalt og auðvelt er að skrá í ísskrána sem og að fá út úr henni upplýsingar. Margrét er vel að þessari viðurkenningu komin og óskar Tímarit hjúkrunarfræðinga henni hjartanlega til hamingju. Hiúkrunarfræðideild Umsóknarfresturfyrir meistara- og doktorsnám er 15. mars www.hjukrun.hus HEILBRIGÐISVISINDASVIÐ Ta> | ^p! HÁSKÓLI ÍSLANDS Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 45

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.