Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 59
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Fowles og félaga (2004) (A/=3609, 81% svörun) sýndi nánast sama hlutfall þeirra sem kunnu skil á aðgangsréttindunum (75%) en þar vöktu athygli misvísandi niðurstöður um að hinir sem ekki kunnu skil á aðgangsréttindunum (25%) væru meira en tvöfalt (OR=2,33) líklegri til að hafa áhuga á að fá aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Ýmsaraðrarþjóðirhafanáðlangtmeðrafrænaheilbrigðisþjónustu og komið upp heilbrigðisneti fyrir samskipti, oftar þó eingöngu milli aðila innan starfseminnar. Bretar eru meðal þjóða sem þar hafa náð hvað lengst, þeir hafa sýnt fram á að rafræn þjónusta sé skilvirkari en hin hefðbundna og auk þess fylgi henni meira hagræði (Silber, 2004). Kanadamenn hafa einnig verið á hraðri siglingu í þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu með nýjum þjónustumöguleikum í dreifðum byggðum landsins. Þeir stefna nú á aukna þjónustu inni á heimilum notenda og sem dæmi sinnti fjarþjónusta Ontaríófylkis um 32 þúsund rafrænum þjónustubeiðnum árið 2006 (Canada Health Infoway, 2007). Hugmyndafræðin og viðfangsefnið Virkni notenda er lykilhugtak í hugmyndafræði rannsóknarinnar um heilsunet fyrir rafræna heilsueflingu. Hugmyndafræðilegt líkan, sem þróað var vegna rannsóknarinnar, varpar hér Ijósi á mikilvægi upplýsingatækni sem gefur heildarsýn á sameiginlegan tilgang rafrænnar heilsueflingar. Líkanið er mynd af plöntu sem vex í jörðu (stjórnkerfi), nýtir upplýsingatækni fyrir aðgengi að upplýsingum og þjónustu og nær þannig árangri samkvæmt skilningi, viðhorfi og óskum notenda. Miðað er við að vel upplýstir notendur byggi sína velferð og heilbrigði á andlegum og líkamlegum styrk til að lifa heilnæmu líferni og takast á við heilsutengd viðfangsefni. Hringrás upplýsinga um skipulag, framkvæmd og áhrif er hér samlíking sem endurspeglar hringrás í lífríki jarðar (sjá mynd 1). Inntak hugmyndafræðinnar er heildræn túlkun Donabedians (1988/1997) á þrískiptum bakgrunni gæða í heilbrigðisþjónustu: 1) Skipulag (structure), jarðvegur plöntunnar, er eiginleiki starfsemi sem í felst stjórnkerfi, lög, stefnumótun og aðföng eins og mannauður, aðbúnaður og fjármunir. 2) Framkvæmd (process), stöngull og blöð plöntunnar, er það sem raunverulega er gert til að veita og sækja þjónustu, þar með talið tryggja gæði og aðgengi notenda að upplýsingum og þjónustu. 3) Áhrif (outcome), blóm plöntunnar, táknar þau áhrif sem framkvæmd (heilsunet) hefur á heilbrigði notenda og lýðheilsu, þar með talið heilsutengd lífsgæði miðað við skilning, viðhorf og óskir notenda. Útsprungið blómið gefur heilbrigða ásýnd og lýsir þannig jákvæðum áhrifum á virkni notenda og ánægju með árangur. Hringrás upplýsinga samræmist grunnþáttum upplýsingatækninnar þar sem gagnaöflun, varðveisla og úrvinnsla móta áhrif og þekking verður aflvaki hringrásar og hvati umbóta og þróunar. Markmiðið er að virkja einstaklinga til sjálfshjálpar og efla lýðheilsu með auknum forvörnum og þekkingu. Heilsunet - rafræn heilsuefling - stuðlar þannig að árangursríkri heilbrigðisþjónustu og eflir heilsutengd lífsgæði almennings. Viðfangsefnið, aðgangur notenda að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu á netinu, er lítið þekkt í íslensku samfélagi og engar Þekklng Áhrif Mynd 1. Heilsunet - rafræn heilsuefling. íslenskar rannsóknir fyrirliggjandi. Rafræn heilbrigðisþjónusta er enn á frumstigi og reynsla notenda þess vegna lítil. Rafræn sjúkraskrá er enn á þróunarstigi, aðskilin milli heilbrigðisstofnana og jafnvel deilda, og aðgangur að henni aðeins ætlaður starfsfólki. Markmið rannsóknarinnar var að stuðla að þróun og innleiðingu á rafrænum aðgangi notenda að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu, með réttindi notenda (Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997) og stefnu um íslenskt upplýsingasamfélag að leiðarljósi (Forsætisráðuneytið, 2004). Tilgangurinn var að kanna skilning, viðhorf og óskir fslendinga um aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu TR á netinu. Aðferð Rannsóknin var spurningalistakönnun byggð á þjóðarúrtaki 16 til 67 ára íslendinga búsettum á íslandi, samtals 183.740 manns. Úrtakið var slembiúrtak 1400 einstaklinga, 700 örorkulífeyrisþega sem metnir eru með 75% örorku eða meira og framfærslu af örorkulífeyri almannatrygginga á íslandi (samtals 11.272 manns) og 700 annarra þegna með rétt til almannatrygginga á íslandi (samtals 172.468 manns). Spurningalistar voru póstsendir og ítrekunarbréf sent tveimur vikum síðar til allra þátttakenda. Frekari samanburður á hópunum er ekki gerður í þessari grein. Matstækið byggðist að hluta á fyrirmynd rannsóknar- og þróunarverkefnis Pyper og fleiri (2001) á skilningi, viðhorfi og óskum notenda heilbrigðisþjónustu um rafrænan aðgang að eigin heilþrigðisupplýsingum hjá the Bury Knowle Health Centre í Oxford. Matstækið var samtals 56 spurningar. Spurt var um aldur í aldursbilum, kyn, fjölda heimilismanna og hvort þátttakandi byggi á Reykjavíkursvæðinu eða á landsbyggðinni. Svarmöguleikar við spurningum um aðgang að tölvu og Interneti, Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.