FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 4

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 4
Af stjórnarborði Sturla Jónsson er formaður FLE Félag löggiltra endurskoöenda hélt aðalfund sinn þann 1. nóvember sl. Var þá kjörin ný stjórn hjá félaginu sem þó var lítið breytt frá stjórn undangengis starfsárs. Einu breytingarnar voru að Ljósbrá Baldursdóttir tók sæti Örnu Tryggvadóttur. Stjórnin mun því halda áfram á sömu vegferð og áður en stjórnarstarfið hefur snúist töluvert um endurskipulagningu og mótun framtíðarsýnar á hlutverki félagsins og innra skipulagi, auk þess sem félagið hefur unnið markvisst að því að félagið hafi sterka rödd við innleiðingu á breytingum regluverks um endurskoðendur og ársreikninga hér á landi í kjölfar nýrra til- skipana Evrópusambandsins og annarrar þróunar á alþjóðavett- vangi. Á aðalfundinum voru gerðar tvær breytingar á fastanefndum félagsins. í fyrsta lagi lagði stjórn til að siðanefnd félagsins yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd tæki við hlutverk hennar. Eftir þýðingu siðareglna og gerð bæklings um útboðsmál hefur nefndin ekki haft mikið fyrir stafni auk þess sem nafn nefndar- innar hefur þótt villandi. Það hefur komið fyrir að aðilar utan félagsins hafi talið að nefndin hafi svipað hlutverk og siðanefnd lögmanna hefur, sem er nefnd sem fjallar um ágreining milli lögmanna og umbjóðanda eða kvartanir á hendur lögmanna og er skipuð samkvæmt lögum. Farvegur fyrir slík mál hjá endurskoðendum væri endurskoðendaráð. I öðru lagi var kynn- ingarnefnd, sem áður sinnti helst útgáfu FLE blaðsins og hefur komið að uppsetningu heimasíðu félagsins, tekin út sem ein af fastanefndum félagsins. Flún mun hér eftir nefnast ritnefnd og vera stjórnskipuð. Nú stendur yfir frumvarpsgerð í Atvinnu- og nýsköpunarráðu- neyti er snýr að innleiðingu svonefndar ársreikningatilskipunar Evrópusambandsins. Þessi tilskipun gæti haft umtalsverð áhrif á framsetningu ársreikninga félaga hér á landi, þá sérstaklega þeirra allra minnstu. Hún gæti einnig leitt til töluverðra breyt- inga á endurskoðunarskyldu félaga. Því er Ijóst að innleiðingin gæti haft umtalsverð áhrif á stétt okkar. Félagið hefur fengið aðkomu að innleiðingarferlinu með fulltrúa í ráðgefandi hópi sem er starfsmönnum ráðuneytisins innan handar við frum- varpsgerðina og verður þessu áríðandi verkefni gefinn tölu- verður gaumur á starfsárinu af hálfu stjórnar og Reiknings- skilanefndar félagsins. í desember hélt stjórn sinn árlega stefnumótunarfund þar sem unnið er að helstu áherslum starfsársins. Á fundinum fær stjórn til sín formenn fastanefnda félagsins til að fara yfir hvað er á döfinni í nefndarstarfinu og til að fá innlegg í stefnumót- unarumræðuna. Á fundinum skapaðist töluverð umræða um ímynd stéttarinnar meðal almennings. Ástæða þeirrar umræðu nú má rekja til niðurstöðu vörumerkjakönnunar sem Capacent gerði á síðasta ári og voru niðurstöðu hennar kynntar þátttak- endum undir lok ársins. Vörumerki fimm endurskoðunarfyrirtækja voru meðal þeirra sem spurt var um. Voru þátttakendur í könnunni spurðir um til hvaða vörumerkja þeir þekktu. Nokkrar spurningum um vörumerkin fylgdi í kjölfarið. Ein þeirra spurninga var hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) viðkomandi væri gagnvart þeim vörumerkjum sem hann þekkti til. Niðurstöðurnar voru nokkuð 10 Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart þessu vörumerki? - Öll vörumerki 8 Vörumerkjamæling 2014 - Einkunn 0-10 7 6 5 4 .02. 2 0 2 • FLE blaðiðjanúar2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.