FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 19

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 19
Réttnefni eða mýraljós? Athugasemd um hugtakið viðskiptavild í reikningsskilum Bjarni Frímann Karlsson er lektor við Viðskiptafræðideild HÍ Þátttakendur í viðskiptalífinu leggja stundum annan skilning í tiltekin hugtök reikningshaldsins en reglusmiðir og fagmenn á því sviði ætlast til að gildi. Slíkt torveldar að sjálfsögðu vitræna umræðu um málefni þar sem þessi hugtök skjóta upp kolli. Ástæðan er oft sú að regluverk reikningshaldsins er illskiljan- legt öðrum en innvígðum, en einnig getur orðaval verið villandi, þ.e. að hin tilætlaða merking hugtakanna sem gefin eru þessi ákveðnu heiti fari ekki saman við almennan málskilning.í þess- ari grein er rætt um hugtak sem valið hefur verið afar óheppi- legt heiti, nefnilega .viðskiptavild'.1 Heitið Viðskiptavild er út af fyrir sig snjöll þýðing á enska orðinu .goodwill', sem notað er mjög víða um þetta hugtak sem við- skiptavildinni er ætlað að standa fyrir; miklu víðar en í hinum enskumælandi heimi, svo sem á Norðurlöndunum og nú orðið í Þýskalandi og Frakklandi. í þýsku eru einnig til eldri heitin .Geschaftswert' og .Firmenwert', og í frönsku .survaleur' og ,écart d'acquisition'. [ kennslubók í bókfærslu og reiknings- skilum eftir Gylfa Þ. Gíslason frá 1976 notaði hann orðið ,firma- virði', enda þýskmenntaður. Það heiti vann sér aldrei sess í íslensku, þótt dæmi finnist um að einhverjir nemendur hans hafi notað það á prenti. Flöfundur að orðinu viðskiptavild mun vera Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari. í viðtali sem Morgunblaðið átti við hann í tilefni af 75 ára afmæli Flæstaréttar segir: Gizur er orðhagur maður eins og sératkvæði hans bera vott um. Hann er höfundur að íslenskun hugtaka eins og „vísiregla" (retslig standard) og „viðskiptavild" (goodwill) sem hafa unnið sérfastan sess (lagamáli. (Mbl., 16. febrú- ar 1995) Erfitt er samt að fullyrða nákvæmlega um aldur orðsins. Elsta dæmið finnanlegt á prenti er í Hæstaréttardómi frá 1953 (mál nr. 190/1952). Þar ertíundaður dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. des. 1952, þar sem orðið ber nokkrum sinnum á góma. M.a. segir þar: „Stefnandi hafi á efnahagsreikningi ársins 1947 talið sér viðskiptavild til eignar með kr. 90.000.00." í dómnum er vísað til reglugerðar nr. 133/1936 um skattalega meðferð viðskiptavildar. En í reglugerðinni er orðið .goodwill' notað um hana og haft þar ( karlkyni. Út frá framansögðu má með vissu fullyrða að orðið viðskiptavild hafi verið komið í notkun ekki síðar en árið 1947. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans tilfærir á http://www.lexis.hi.is/ ekkert dæmi eldra en frá 1982 (Stefán Már Stefánsson: íslenskur gjaldþrotaréttur, 1982) og leit í textasafni Orðabókarinnar skilar ekki eldri dæmum en þeim fimm sem finnast í reglugerðum frá 1961-65. Orðabókin er því fátækleg heimild um aldur þessa orðs. í ensku nær notkun orðsins goodwill (viðskiptamáli langleiðina aftur til miðrar 19. aldar. Orðið sjálft er þó ævafornt þar sem það hefur miklu víðara notkunarsvið; merkir almennt eitthvað af eftirfarandi: góðvilji, velvild, vinsamleg samskipti, lipurð, þægileg framkoma. Merkingin í daglegu tali Almenningur leggur yfirleitt þá merkingu í orðið viðskiptavild að hún sýni þann hug sem viðskiptalífið ber til viðkomandi fyrir- tækis og að í henni séu því fólgin verðmæti sem megi með réttu telja með eignum þess. Hvorki viðskiptavild né firmavirði rataði inn í fyrstu útgáfu íslenskrar orðabókar handa skólum og almenningi 1963. En í annarri útgáfu hennar, sem var mjög aukin og bætt, er viðskiptavild mætt til leiks sem uppflettiorð. Þar fær hún merkinguna .verslunar- og viðskiptamál' og eftir- farandi skilgreiningu: Það fjárhagslega verðmæti sem felst í því fyrir fyrirtæki að eiga hópfastra viðskiptavina. (íslensk orðabók, 1983) Þessi skilgreining hefur haldist óbreytt í síðari útgáfum bókar- innar. Viðskiptavild er skýrð í fleiri íslenskum orðabókum með eftir- farandi hætti: Verðmæti þess álits sem fyrirtæki nýtur, viðskiptasam- banda þess og hagkvæmrar staðsetningar. (íslenska alfræðiorðabókin, 1990) 1. Þessi grein er veruleg stytting á annarri sem birtist í ráðstefnuritinu Rannsóknir í félagsvísindum XII, Viðskiptafræðideild, 2011, s. 45-54. Hér er að mestu sleppt efni sem endurskoðendur kunna öðrum betur skil á. http://skemman.is/stream/ get/1946/10259/25577/1 /Rannsoknir_i_felagsvisindum_XI l_Vidskiptafraedideild.pdf FLE blaðið janúar 2015 • 17

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.