FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 29

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 29
ust, og svo aftur (lok umsóknartímans þegar síðbúnir umsækj- endur tóku við sér en drjúgur hópur skilaði umsókn sinni alveg á síðustu stundu. Meðal verkefna ríkisskattstjóra var að yfirfara umsóknir og afgreiða. Var þar byggt á hinu upplýsta samþykki og gögn til grundvallar útreikningi sótt rafrænt til fjármálastofnana. Yfirferð umsókna leiddi I Ijós að unnt var að birta niðurstöður um 60.000 umsókna í einu lagi, en um 9.000 tilvik voru þess eðlis að kanna þurfti umsóknir frekar, s.s. vegna þess að gögn vant- aði, lánaupplýsingar stemmdu ekki, hjúskaparbreytingar höfðu orðið eða aðrar ástæður ollu því að ekki var unnt að birta niður- stöður að svo komnu máli. Kunngjört var að birting niðurstaðna umsókna hæfist 11. nóvember 2014, og meira en 101.000 heimsóknir bárust inn á vefsvæði leiðréttingarinnar þann sólar- hring sem er algjört met í fjölda heimsókna inn á einstakt vef- svæði hjá ríkisskattstjóra. Inni á heimasvæði hvers umsækj- anda um leiðréttingu voru niðurstöður kynntar viðkomandi og gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum eða hefja kæruferli. Lokaskrefið hófst svo 23. desember sl. með því að umsækjendur gátu inni á vefsvæðinu samþykkt ráðstöfun leið- réttingarfjárhæðar og þar með lokið ferlinu. Þúsundir nýttu sér Þorláksmessu og aðfangadag til þess að samþykkja með raf- rænni undirritun útreikning sinn og ráðstöfun fjármuna inn á viðeigandi lán. Rafræn stjórnsýsla kemur þannig fram í þessu verkefni með einn af sínum meginkostum, að geta rekið erindi sín, óháð venjubundnum opnunartíma stofnana. V. Rafræn stjórnsýsla hófst hjá ríkisskattstjóraembættinu á árun- um 1998 - 1999 með því að framteljendum gafst kostur á að skila skattframtölum sínum rafrænt í stað þess að senda þau á pappír. Áður hafði þó um margra ára skeið verið haldið rafrænt utan um fjölmarga þætti ( störfum embættisins. Með upptöku á rafrænum skattskilum var framteljendum gert kleift að upp- fylla lögboðnar skyldur sínar með rafrænum hætti. Ríkisskattstjóri tilkynnti að sama skapi rafrænt niðurstöðu álagningarinnar. Rafræn framtalsskil hafa farið mjög vaxandi á undanförnum árum og sömuleiðis hefur úrvinnsla ríkisskatt- stjóra færst meira yfir í rafrænan farveg. Pappírsframtöl eru nú inn við hálft prósent af framtalsskilum einstaklinga. Sú stað- reynd, og einnig reynslan sem fengist hefur af því verkefni sem fyrr er lýst í greinarkorni þessu, af leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána, gefur tilefni til að velta fyrir sér hvort ástæða sé til að stíga stærri skref í átt til rafrænnar stjórnsýslu en þegar hafa verið stigin. Engum blöðum er um það að fletta að hagkvæmni rafrænnar stjórnsýslu er miklum mun meiri umfram hefðbundna sýslan með pappír og gögn. Þægindi almennra borgara af rafrænni stjórnsýslu í skattamálum eru ótvíræð, en það hagræði er þó sennilega mest fyrir endurskoðendur og bókara. Kostir þess að geta átt samskipti við stjórnvöld og sent þeim erindi rafrænt, og að ekki sé talað um að taka einnig við niðurstöðum stjór- nsýslumála á rafrænu formi, eru augljósir. Öryggi (rafrænum samskiptum og áreiðanleiki þeirra hefur um margra ára skeið verið helsti veikleiki rafrænnar stjórnsýslu. Stjórnvöld þurfa hverju sinni að vita hver er á hinum enda sam- skiptanna og notkun veflykla þykir ekki nægjanlega örugg. Veflykill RSK, sem hefur verið helsta auðkenningarverkfæri embættisins, var á sínum tíma talin viðunandi lausn, en á þeim rösku 16 árum sem liðin eru frá því að veflykillinn var tekinn í notkun hefur hann veikst af ýmsum ástæðum. Má þar helst nefna að hann var um árabil nýttur af öðrum stofnunum til annarra nota en hann var upphaflega ætlaður til, og jafnvel eru dæmi um að lykillinn hafi verið lánaður milli fólks til að panta sumardvalarstaði o.þ.h. Þá þekkist að framteljendur sem sækja um fyrirgreiðslu þar sem leggja þarf fram afrit af skattframtali megi sæta þv( að hlutaðeigandi aðilar, starfsmenn sveitarfé- laga, fjármálafyrirtækja og annarra, leggi fyrir umsækjendurna að afhenda veflykla RSK svo veitendur fyrirgreiðslu fái sjálfir aflað framtalsgagnanna. Hefur þetta allt gert það að verkum að auðkenning með veflykli RSK er ekki lengur eins áreiðanleg og hún þarf að vera, og eindregið er stefnt að því hjá embættinu að hætta notkun veflykla. Er þetta raunar eina ástæða þess að ríkisskattstjóri hefur talið nauðsynlegt að fara hægar í útbreiðslu rafrænnar stjórnsýslu embættisins en æskilegt hefði verið út frá almennum sjónarmiðum um aukið hagræði. Á síð- ustu misserum hefur á hinn bóginn komið fram mjög ásættan- leg lausn með tilliti til öryggis og þæginda, sem eru rafræn skilríki. Útbreiðsla þeirra hefur verið mjög að aukast, sérstak- lega rafrænna skilríkja á farsímum, og mun augljóslega verða til þess að stjórnsýsla verði rafræn í enn fleiri tilvikum. Rafræn skilríki á farsímum er þannig skýrframtíðarlausn, hentug, þægi- leg og öruggasta auðkenningin sem völ er á. Ríkisskattstjóri hefur um nokkurt skeið undirbúið ný skref í raf- rænni stjórnsýslu sem koma munu til framkvæmda á næstu árum. Þar má nefna sérstaka samskiptagátt fyrir hvern fram- teljanda þar sem unnt verður að eiga öll stjórnsýsluleg sam- skipti við embættið á einum stað. Má þar nefna tilkynningar um álagningu, fyrirspurnir um einstök atriði, afgreiðslu á kærum og erindum, tilkynningar um inneignir eða endur- greiðslur, auk ýmissa annarra atriða svo sem ábendingar um nýtingu persónuafsláttar, vöntun á gögnum o.fl. Þá hefur verið í undirbúningi að koma á heimildakerfi þar sem skýrar komi fram hverjir hafi samþykki framteljanda til að senda inn gögn, skoða þau eða reka mál fyrir hans hönd. Loks má geta þess að nú er kominn á framleiðslustig nýtt tölvukerfi fyrir rafræna fyrir- tækjaskrá þar sem unnt verður að stofna lögaðila rafrænt með mun einfaldari hætti en hingað til hefur verið. VI. Reynslan af rekstri leiðréttingarinnar og rafrænnar stjórnsýslu henni tengdri gefur fyrirheit um að stigin hafi verið skref til hvatningar þess að auka rafræna stjórnsýslu enn frekar. Nýir þættir ( stjórnsýslu ríkisskattstjóra eru nú í undirbúningi þar sem fyrst og fremst er gert ráð fyrir að notast verði við raf- rænar lausnir. FLE blaðið janúar2015 • 27

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.