FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 33

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 33
r Nær öll fyrirtæki á Islandi eru lögum samkvæmt undanþegin endurskoðun Ómar Gunnar Ómarsson, löggiltur endurskoðandi KPMG AB Svíþjóð Eftir bankahrunið á íslandi fór mikil umræða af stað í samfé- laginu um hlutverk og ábyrgð endurskoðenda. Ekki er það óalgengt að slík umræða skjóti upp kollinum í kjölfar stórra fjár- málahneyksla þegar þau hafa komið upp í gegnum árin víðs- vegar um heiminn. Ég ætla þó ekki að fara yfir það í þessari grein hvort íslenskir endurskoðendur hafi staðið sig í undan- fara hrunsins. Heldur mun ég skoða þær reglur og viðmið sem gilda um lögboðna endurskoðun á íslandi og bera saman við það sem viðgengst í nágrannaríkjum okkar, ( þeim tilgangi að kanna hvort við höfum dregið einhvern lærdóm af reynslu okkar við hrunið. Þörfin fyrir endurskoðun og markmið Ársreikningar frá félögum eru lagðir fram til að draga úr ósam- hverfni upplýsinga og um leið að draga úr kostnaði við öflun þessara fjárhagsupplýsinga, notendum þeirra til hagsbóta. Því má segja að ársreikningar séu ákveðið samskiptaform við- skiptalífsins, þar sem stjórnir félaga kynna rekstur og fjárhags- lega stöðu þeirra með framsetningu ársreiknings. Notendur reiða sig síðan á þessar fjárhagsupplýsingar, hvort sem um er að ræða hið opinbera, lánastofnanir, lánadrottna, fjárfesta eða starfsmenn félagana. Upplýsingarnar sem koma fram í ársreikningnum eru þó lítils virði ef þær eru ekki settar fram með réttum hætti, þ.e í samræmi við settar reikningsskilareglur eða án verulegra villna eða skekkju og því mikilvægt að eftirlit sé með því að svo sé gert. í krafti ósamhverfra upplýsinga, þar sem framkvæmdastjóri og stjórnendur hafa almennt betri aðgang að fjárhagsupplýsingum er mögulegt að þeir geti haft áhrif á mikilvægar upplýsingar í ársreikningi í þeim tilgangi að hámarka eigin hagsmuni og oft á kostnað notenda. Talið er að hrun hlutabréfamarkaða á Wall Street í kreppunni miklu í Bandaríkjunum hafi orðið vegna þess hve óáreiðanlegar fjár- hagsupplýsingar komu frá félögum, en þá var ekki gerð sú krafa að óháður aðili (endurskoðandi) staðfesti áreiðanleika þeirra. Með lögleiðingu nýrra hlutabréfalaga í Bandaríkjunum árð 1933 var í fyrsta sinn gerð sú krafa að óháðir aðilar, endur- skoðendur ættu að gefa álit á ársreikningum félaga með það að markmiði að auka áreiðanleika þeirra. Allt frá þeim tíma hafa komið fram kenningar til að skilgreina þörfina fyrir endur- skoðun. Umboðskenningin hefur verið hvað algengust við að skilgreina þörfina fyrir endurskoðun og gengur hún út frá því að vegna fyrrgreindra hagsmunaárekstra, sé þörf fyrir endurskoð- un. Markmið endurskoðunar séu svo í fyrsta lagi að hafa eftirlit með því að ársreikningar séu settir fram í samræmi við settar reikningsskilareglur og í öðru lagi að draga úr mögulegum hags- munaárekstrum sem geta skapast milli fyrirtækja og notenda ársreikninga. Lögboðin endurskoðun og undanþáguákvæði í 1 ,tl. 51. greinar, fjórðu tilskipunar ESB (Evrópusambands- ins) er gengið út frá því að endurskoðun sé lögbundin fyrir öll félög sambandsins.1 Árið 20 052 innleiddi ESB alþjóðlega endurskoðunarstaðla, til að samræma aðferðafræði endur- skoðunar meðal aðildarríkjana og svar við þeim stóru fjármála- hneykslum sem riðu yfir í Evrópu (Parmalat, Ahold) í kringum aldamótin. Því ber endurskoðendum aðildarríkja ESB sem og aðildarríkjum Evrópska efnahagssambandsins (EES) skylda að endurskoða eftir viðurkenndum aðferðum alþjóðlegra endur- skoðunarstaðla3 (International Standards on Audit) útgefnum af alþjóðasamtökum endurskoðenda (International Federation of Accountants). í alþjóðlegu stöðlunum er lögð megináhersla á hæfni og óhæði endurskoðenda sem grundvallar forsenda fyrir góðri endurskoðun. Endurskoðanda ber samkvæmt þeim að tryggja áður en hann tekur að sér endurskoðun að hann ásamt endurskoðunarteymi sínu, búi bæði yfir nægjanlegri hæfni og sé óháður félaginu, bæði í reynd og ásýnd. Endurskoðun sam- kvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum felur auk þess í sér kröfu um öflun nægilegra og viðeigandi gagna til að gera endur- skoðanda kleift að gefa álit á því hvort ársreikningur gefi glögga mynd af rekstri og fjárhagsstöðu félags í samræmi við gildandi reikningsskilastaðla. Þrátt fyrir að almennt sé gengið út frá því að endurskoðun sé lögbundin fyrir öll félög, gefur ákvæði 2.tl. 51. greinar 4. tilskipunar ESB minni félögum möguleika að vera undanþegin lögboðinni endurskoðun.4 Við mat á minni félögum gengur ESB út frá þremur viðmiðum, heildartekjum, heildareignum og fjölda starfsmanna. Undir hverju viðmiði eru sett viðmiðunargildi og ef félag er undir tveimur af þremur við- miðunargildum síðastliðin tvö reikningsár er það undanþegið 1. http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:31978L0660&from=EN 2. Þann 18. Júní 2003 innleiddi ESB alþjóðlega endurskoðunarstaðla í 8. félagatilskipun sinni, en staðlarnir tóku gildi frá og með árinu 2005 fyrir skráð félög. 3. http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CONSLEG:2006L0043:20080321 :EN:PDF 4. http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:31978L0660&from=EN FLE blaðið janúar 2015 • 31

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.