FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 8

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 8
Ekkert liggur fyrir hvað varðar ísland, en þar eigum við að vissu marki á brattan að sækja þar sem fimm ára hámarkstími er til staðar fyrir fjármálafyrirtæki og tryggingarfélög. FLE hefur átt fundi á starfsárinu með stjórnvöldum og eftirlitsaðilum sem og hagsmunaaðilum, þar sem gerð hefur verið grein fyrir þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað um breyttar tilskipanir EB innan FEE og ekki sist innan NRF. Bent hefur verið á þær áherslur NRF, sem beinast meðal annars að ráðningartíma endurskoðenda og að löndin nýti sér þann hámarkstíma sem lögin heimila. Við höfum þvi gert ráðamönnum grein fyrir þeirri umræðu um ráðningartímann sem átt hefur sér stað á hinum Norðurlöndunum og lagt áherslu á að ísland taki mið af því og geri breytingu á lögum hvað varðar fimm ára regluna. Það má því gera ráð fyrir að á starfsárinu muni félagið eiga í frekari viðræðum og samvinnu við stjórnvöld vegna innleið- ingarinnar 2016 og þá væntanlega með sambærilegum hætti og Reikningsskilanefndin er að vinna með ráðuneytinu vegna Ársreikningatilskipana EB sem verða innleiddar vorið 2015. Það hefur mikið gengið á í heimi endurskoðenda undanfarin sex ár eftir fjármálakreppuna og mörg spjót beinst að störfum okkar, bæði innan dómskerfisins og ekki sfður á alþjóðavett- vangi eins og framangreind umfjöllun um reglugerðar- og laga- breytingar úr ranni Evrópusambandsins ber með sér. En í öllu þessu umróti er nauðsynlegt fyrir okkur að Ifta aðeins upp og horfa fram á við í Ijósi reynslunnar og þeirra breytinga sem eru í farvatninu. Mikilvægi starfa okkar og þýðing fyrir almenning og fyrirtæki er lykilatriði þegar kemur að áherslum félagsins svo virði vinnu okkar sé metið að verðleikum. Til þess að svo geti orðið skiptir orðstír og samstaða stéttarinnar miklu máli og síðast en ekki síst verðum við að vera opin fyrir nýjungum sem og breyttum áherslum löggjafans og almennri gagnrýni. Flugleiðum það með jafnaðargeði og yfirvegun og höfum í huga að það að rýna til gagns er öllum mikilvægt og ekki síst stétt endurskoðenda. Það að einni stétt sérfræðinga í veröldinni sé gert að starfa eftir alþjóðlegum stöðlum og fái slíka athygli þegar á móti blæs í fjármálaheiminum, sem nær jafnvel alla leið inná borð til æðstu stofnana Evrópusambandsins sýnir okkur mikilvægi starfa okkar. Þegar upp er staðið þá mun slík umfjöllun sýna fram á þá þörf sem viðskiptalífið hefur fyrir störf okkar og þá sérfræðiþekkingu og traust sem við endurskoðendur búum yfir. Að lokum vil ég þakka fráfarandi stjórn og nefndum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Sigurður B. Arnþórsson Löggildingarpróf og nýir félagar 2014 FLE hefur borist listi yfir þá sem stóðust tilskilin verkleg próf sem fram fóru dagana 7. og 9. október og hafi þar með öðlast rétt til að fá löggildingu sem endurskoðendur. Alls þreyttu 23 prófið, þar af náðu 7 einum færra en síðast eða 30,4 % 6 karlar og 1 kona. Þau koma frá fjórum stærstu stofunum að vanda. Prófnefnd hefur sent listann til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem veitir löggildinguna formlega. Til hamingju með þetta öll og velkomin í félagið. Aðalheiður Sigbergsdóttir Ernst & Young Gunnar Þór Tómasson, Ernst & Young Andri Þór Kristinsson PwC Halldór Gunniaugsson, KPMG Atli Þór Jóhannsson, PwC Jón Kristinn Lárusson Deloitte Gísli Jóhannsson, KPMG 6 • FLE blaðiðjanúar 2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.