FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 22

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 22
að menn hafi leikið af sér í viðskiptum, t.d. með því að kaupa eitthvað of háu verði. Það gildir líka um kaup á heilum félögum. Þá hafa þeir líka þurft að súpa af því seyðið, og það fremur fyrr en seinna. Menn komust býsna lengi upp með hluti af þessu tagi. Ekki er þó Ijóst að fordæma skuli reglurnar, þótt þær megi að sjálfsögðu bæta. Niðurstaða og tillaga Hér hefur verið sýnt fram á tilverurétt fyrirbærisins viðskipta- vildar. Einnig að viðskiptalífið hefur ekki umgengist hana með tilhlýðilegri varúð. í henni sjá margir verkfæri óprúttinna manna til að tildra upp spilaborgum í viðskiptalífinu. Engan þarf að undra þetta. Orðið viðskiptavild hefur yfir sér svo fallegan blæ; það vekur upp góð hughrif. Þetta annars ágæta orð er samt mjög óheppilegt heiti á því hugtaki sem reglur reikningshalds- ins og líka skattlagningarvaldsins ætla því að standa fyrir. Þar í liggur vandinn og allur misskilningurinn. Hér er því gerð sú tillaga að leggja niður notkun þessa orðs í reikningshaldi og skattamálum og taka þess í stað upp heitið Yfirverðsreikningur fjárfestingar f félögum. Með því að kalla þetta yfirverð er verið að vekja athygli á að þarna eru „spekúlatífir" hlutir á ferð; aðgæslu er þörf, ekki síst fyrir lánardrottna. Benda má á að meðal liða í eiginfjárkafla efnahagsreiknings finnst liðurinn .Yfirverðsreikningur hlutafjár'. Eðli hans er flestum Ijóst, bara út frá orðanna hljóðan. Frakkar hafa einhvern tíma gert sér grein fyrir þessu þegar notuðu orðin .survaleur' (=yfirvirði) og ,écart d'acquisition' (=kaupauki) um þetta fyrirbæri. Þeir hafa þó kastað þessum ágætu orðum fyrir róða með því að innleiða .goodwill'. í hinum enskumælandi heimi er orðið .goodwill' sama marki brennt og .viðskiptavild' hjá okkur og þar hefur hliðstæður mis- skilningur lengi skekið viðskiptalífið (sbr. T.A. King: More than a numbers game, 2006). Hér skal því færst mikið í fang og lagt til að í enskumælta heiminum og víðar verði tekið upp heitið Investment premium accounteda eitthvað í þeim dúr. Bjarni Frímann Karlsson Skipan stjórnar og fastanefnda FLE starfsárið 2014 - 2015 Félagsstjórn frá vinstri: J. Sturla Jónsson formaður, Margrét Pétursdóttir varaformaður, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, Árni Valgarð Claessen og Ljósbrá Baldursdóttir. Álitsnefnd: J. Sturla Jónsson formaður, Margrét Pétursdóttir, Sigurður Páll Hauksson, Þórir Ólafsson, Margret G. Flóvenz og Ómar Björnsson varamaður. Endurskoðunarnefnd: Hrafnhildur Helgadóttir formaður, Áslaug Rós Guðmundsdóttir, Elín Hanna Pétursdóttir og Helga Hjálmrós Bjarnadóttir. Gæðanefnd: Bryndís Björk Guðmundsdóttir formaður, Hólmsteinn Halldórsson, Kristinn Kristjánsson og Arnar Þorkelsson. Menntunarnefnd: Björn Helgi Arason formaður, Jón Þór Hallsson, íris Ólafsdóttir og Geir Steindórsson. Reikningsskilanefnd: Herbert Baldursson formaður, Unnar Friðrik Pálsson, Jón Arnar Baldurs og Signý Magnúsdóttir. Skattanefnd: Alexander Eðvardsson formaður, Sigríður Ármannsdóttir, R. Dofri Pétursson og BenóníTorfi Eggertsson. 20 • FLE blaðið janúar 2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.