FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 23

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 23
Golfannáll endurskoðenda sumarið 2014 Auðunn Guðjónsson er endurskoðandi hjá KPMG Um árabil hafa endurskoðendur staðið fyrir golfmótum innan stéttarinnar. Tilgangurinn er ekki síst félagslegur enda þykir fátt skemmtilegra en að spila golf í góðum félagsskap. Einnig eru mótin íþróttakeppni þar sem þeir, sem náð hafa betri tökum á íþróttinni en aðrir, vinna til verðlauna. Undirritaður stóð að skipulagningu þessa mótahalds sumarið 2014 eins og tvö sumur þar á undan í samvinnu við tvo aðra endurskoðend- ur þá Ragnar J. Bogason og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sumarið 2014, eins og sumarið 2013, var mjög vætusamt um sunnanvert landið sem hafði örugglega áhrif á golfiðkun flestra kylfinga, þ.m.t. endurskoðenda. Þá komu flestir vellir á höfuð- borgarsvæðinu illa undan vetri vegna klakaskemmda. Það breytir ekki því að þeir sem hafa tileinkað sér þann lífsstíl sem golfiðkun fylgir, hika ekki við að stunda íþróttina þó einhverjir dropar komi úr lofti eða hár bærist svolítið á höfði. Á stundum fer það reyndar saman, allt svo rok og rigning, en það hefur ekki áhrif á þá allra hörðustu og áhugasömustu. Ég hef tekið eftir því að þeir sem ekki stunda útivist, tjá sig meira um slæm veðurskilyrði en við sem erum meira utandyra. Mótahaldið er í mjög föstum skorðum og sambærilegt og undanfarin ár. Mótin voru tvö, annars vegar sveitakeppni við tannlækna og hins vegar meistaramót FLE. Mótin voru bæði seinni hluta sumars og það sem réði því var aðallega bið umsjónarmanna eftir hagstæðu veðurfari. Sveitakeppni við tannlækna Ákveðið var að viðhalda hinni árlegu keppni við tannlækna. Um er að ræða sveitakeppni og fer keppnin þannig fram að tveir endurskoðendur leika gegn tveimur tannlæknum. Fyrirkomulagið er holukeppni (betri bolti með forgjöf). Keppnin við tannlækna fór fram við ágætar aðstæður og í góðu veðri þriðjudaginn 2. september á Gufudalsvelli í Flveragerði. Alls tóku þátt tíu endurskoðendur og tíu tannlæknar (fimm holl). Eftir æsispennandi keppni stóðu endurskoðendur uppi sem sigurvegarar. Endurskoðendur unnu þrjá leiki en tannlæknar tvo. Kristófer ánægður með árangurinn. Enn hefur ekkert spurst til silfurbikarsins sem mun á árum áður hafa verið veittur þvi liði sem stóð uppi sem sigurvegari. Styður það tilgátu endurskoðenda um að hann hafi verið nýttur í fyllingar. Vegna þessara aðstæðna vartil málamynda afhentur sá bikar sem hendi stóð næst í golfskálunum ( Flveragerði. FLE blaðiðjanúar2015 • 21

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.