FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 21

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 21
Af framansögðu má Ijóst vera að merking hugtaksins viðskipta- tíma hennar, þó að hámarki á 20 árum, eða metin árlega í sam- vild er þrengd mjög í reglum reikningshaldsins frá þeirri sem ræmi við settar reikningsskilareglur, hafi hún ekki ákveðinn líf- viðgengst í daglegu tali. Fyrirtæki sem ávinnur sér almenna tíma, sbr. 24. gr. Neikvæð viðskiptavild skal tekjufærast á móti hylli viðskiptavina og byggir upp mikið traust á markaði má ekki þeim áætlunum sem lagðar voru til grundvallar kaupunum, þó færa sér slíkt til eignar í sínum bókum. í því tilfelli verður engin að hámarki á 20 árum." viðskiptavild færð í bækur, nema fyrirtækið verði selt. Þá færir kaupandinn hana í sinar bækur því hún hlýtur að koma fram í Loks kemur viðskiptavild einu sinni fyrir í lögum um verðinu sem hann þarf að greiða. Ríkisútvarpið ohf. nr. 6/2007 og í lögum um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. nr. 76/2008. Þumalputtareglur um að viðskiptavildin sé tiltekið hlutfall af Þarna er í fljótu bragði ekki alveg Ijóst hvaða merking er lögð í veltu eru eintómt bull. orðið viðskiptavild. Merkingin í lögum Viðskiptavild kemur fyrir í fimm gildandi lagabálkum. í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er ákvæði um að hún, ásamt fleiri tilgreindum eignaliðum, skuli dregin frá eigin fé fjármálafyrirtækis þegar eiginfjárþáttur A er reiknaður (5. málsl., 84. gr.). Þetta rúmar bæði merkinguna í reikningshaldi og í daglegu tali, því þarna er gert ráð fyrir að viðskiptavild sé til staðar í bókum fyrirtækisins, en engum getum leitt að því hvernig hún komst þangað. í lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 kemur viðskiptavild þrisvar fyrir. Það er í tengslum við fyrningar, því lögin mæla fyrir um að hún skuli fyrnd árlega eftir tiltekinni reglu og fyrningin telst síðan til frádráttarbærra gjalda við álagningu tekjuskatts. Með þessu er hugtakið séð frá alveg sérstöku sjónarhorni en brýtur þó ekki neitt í bága við hvorki merkinguna í reikningshaldinu né í daglegu tali, þ.e. gert er ráð fyrir að hún sé til staðar í bókunum. Lög um ársreikninga nr. 3/2006 eru furðu fáorð um viðskipta- vildina. Hana ber þar á góma átta sinnum en aðeins í tveimur greinum. í IV. kafla laganna sem fjallar um matsreglur segir í 41. gr. að „hafi félag greitt meira fyrir fjárfestingu sína í dóttur- eða hlutdeildarfélagi en sem nemur hlutdeild í hreinni eign þess við kaup ber að heimfæra mismuninn undir tilgreindar eignir ef það er unnt, ella telst hann viðskiptavild." Þetta er hin klassíska merking í skilningi reikningshaldsins. Síðan er því bætt við að viðskiptavildin skuli afskrifuð (fyrnd) með kerfisbundum hætti, þ.e. í samræmi við skattalögin, en að auki er um slíkt vísað til „settra reikningsskilareglna". Loks er bætt við alveg nýju sjón- arhorni: „Hafi félag hins vegar greitt minna fyrir fjárfestingu sína í dóttur- eða hlutdeildarfélagi en sem nemur hlutdeild í hreinni eign þess við kaup ber að heimfæra mismuninn á sama hátt og að framan greinir en með öfugum formerkjum." Hér kemur með öðrum orðum fram neikvæð viðskiptavild (e. nega- tive goodwill). VII. kafli laga um ársreikninga fjallar um sam- stæðureikningsskil. Þar er í 79. gr. gerð grein fyrir svokallaðri kaupaðferð við slík reikningsskil og koma ofangreind ákvæði þar fram með öllu skýrari hætti: „Jákvæð viðskiptavild færist sem sérstakur liður meðal eigna en neikvæð viðskiptavild skal færð sem sérstakur liður meðal skuldbindinga. Viðskiptavild skal afskrifuð með kerfisbundnum hætti á áætluðum nýtingar- Þegar rætt er um merkingu orða í lögum er ávallt nauðsynlegt að hafa í huga að ekki gilda sömu lögmál og um túlkun bók- menntatexta eða sagnfræðiheimildar. „Texti settrar lagareglu er ekki samþykktur á vettvangi löggjafans eða settur af handhafa framkvæmdarvalds til að útbreiða sannindi eða skoðanir heldur til þess að skapa viðmið fyrir mannleg samskipti með því að hafa áhrif á breytni borgaranna. Sá réttur sem viðurkenndur er í framhaldi af túlkun settrar lagareglu er þvi ekki staðreynd sem talin verður rétt eða röng" (Róbert R. Spanó: Um lögskýringu, Rannsóknir í félagsvísindum VI: Lagadeild, 2005, bls. 327-351). Veldur viðskiptavild einhverjum vandræðum? Eftir bankahrunið í október 2008 snerist dagleg umræða í samfélaginu eðlilega mikið um það að leita skýringa. Reikningsskilareglur lentu ofarlega á lista yfir orsakir þessa og bar viðskiptavild þar títt á góma. Aðstæður á hlutabréfamarkaði hljóta eðli máls samkvæmt að hafa áhrif á viðskiptavild almennt. Á tímum hækkandi hluta- bréfaverðs eykst munurinn á markaðsverði og bókfærðu verði fyrirtækja, þ.e. P/B-hlutfall þeirra hækkar. Þegar kaup á fyrir- tækjum eiga sér stað við slíkar aðstæður verður því oft til við- skiptavild. Þetta var vissulega tilfellið hér á landi sem annars staðar, en líkast til í ýktari mynd. Athugun á þróun óefnislegra eigna á íslenska hlutabréfamarkaðnum 1995-2001 sýndi að þær hækkuðu úr 2,4 milljörðum króna í 53 milljarða króna á tímabilinu. Viðskiptavildin skipaði langstærstan sess í þessari hækkun (Einar Guðbjartsson í Rannsóknir í félagsvísindum IV, 2003, bls. 97-111). Úttekt á viðskiptavild 20 félagasamstæðna í Kauphöll íslands á árunum 2003-2007 sýndi að hún fimmtán- faldaðist á þessum fimm árum, meðan heildareignir tæplega nífölduðust. Eigið fé félaganna tæplega tífaldaðist á sama tíma. í árslok 2003 nam viðskiptavild þeirra 3,7% af heildareignum og tæpum 33,9% af eigin fé. (lok ársins 2007 var hlutfall við- skiptavildar komið í 6,2% af heildareignum þeirra og 52,6% af eigin fé. Allan þennan tíma var nær óþekkt að virðisrýrnun væri færð. Það gilti alveg fram yfir bankahrun. (Aðalsteinn Hákonarson í Tíund, 2008). í uppsveiflunni á árunum fyrir hrun voru líka dæmi um að félög væru keypt og seld aftur og aftur milli sömu aðila, sbr. svo- nefnda „Sterling-fléttu". Alltaf hækkaði verðið og um leið við- skiptavildin. Nú hefur það svo sem komið fyrir í gegnum tíðina FLE blaðið janúar 2015 • 19

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.