FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 36

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 36
Endurskoðunarnefndir Þórir Ólafsson, endurskoðandi og forstöðumaður hjá Fjársýslu ríkisins Tilgangur endurskoðunarnefnda er að annast samskipti við endurskoðendur í tengslum við endurskoðun ársreikninga og yfirfara ársreikninga ásamt því að fylgjast með vöktun innra eftirlits. Hugmyndin er að færa umfjöllun þessara mála í fastara form og opna farveg fyrir stjórn til að draga að þeirri umfjöllun sérfræðinga með fagþekkingu. Nefndir þessar eru víðast og fræðilega hugsaðar sem undir- nefndir stjórna, fyrst og fremst til að skapa vettvang fyrir ítarlegri faglega umfjöllun um ákveðin mál sem eru á ábyrgð stjórna án þess að allir stjórnarmenn þurfi að koma að þeirri umfjöllun, aukinheldur eru fræðimenn á sviði reikningshalds og endurskoðunar dregnir að verkinu. Meðlimir nefndar skulu hafa þekkingu á þeirri grein sem félagið starfar í og skal meirihluti þeirra vera óháður félaginu. Hafa ber í huga við túlkun á hvað telst óháður að víða erlendis myndar framkvæmdastjórn félags hluta stjórnar þess eða jafn- vel alla stjórnina og er í því tilviki talin háð. Formaður endur- skoðunarnefndar skal vera óháður félaginu og er ýmist valinn af nefndarmönnum, stjórn félagsins eða jafnvel af aðalfundi. Hlutverk endurskoðunarnefndar getur verið sinnt af stjórn eða einhverri annarri einingu innan fólags en áherslan er á að því hlutverki, sem endurskoðunarnefnd er ætlað, sé í einhverj- um formlegum farvegi. Gegni stjórn þessu hlutverki er talið æskilegt að formaður stjórnar, sé hann <háður< félaginu (t.d. í framkvæmdastjórn þess), gegni þá ekki formennsku á þeim vettvangi. Hlutverk endurskoðunarnefndar er meðal annars að: i. Upplýsa stjórn félagsins um niðurstöður endurskoð- unar og skýra framlag endurskoðunarinnar til að auka trúverðugleika reikningsskilanna ásamt þætti nefndar- innar í því ii. Vaka yfir reikningsskilaferlinu, greina hvort og þá hvað þarf útbóta og tillögur að úrbótum sem tryggja að reikningsskilin séu rétt og þar með trúverðug iii. Hafa eftirlit með virkni innra eftirlits félags og ferla við áhættustjórnun og eftir atvikum innri endurskoðun, hvað varðar fjárhagslega þætti iv. Stýra samskiptum tengdum endurskoðun ársreikn- ings og viðbrögðum við niðurstöðu hennar v. Kanna og hafa eftirlit með óhæði hins óháða endur- skoðanda ásamt eftirliti með þóknun fyrir aðra þjón- ustu sem hann veitir umfram endurskoðun vi. Taka ábyrgð á því ferli sem notað er við val endur- skoðanda og veita umsögn um þá endurskoðendur sem tilnefndir eru Endurskoðunarnefnd er ekki að skipta sér af framkvæmd endurskoðunarinnar enda er það alfarið á ábyrgð endurskoð- andans og gera endurskoðunarstaðlar m.a. ráð fyrir því að endurskoðandi sætti sig ekki við afskipti af endurskoðuninni. Komi hinsvegar eitthvað alvarlegt eða mikilsvert upp við endur- skoðunina þá er reglan sú að endurskoðandi óskar fundar með endurskoðunarnefnd og gerir henni grein fyrir því. Slíkt getur m.a. falist í frávikum sem koma upp eða að mikilvægismörk breytast, greind áhætta telst meiri en farið var af stað með, alvarlegar brotalamir koma í Ijós í innra eftirliti sem hafa haft áhrif á reikningsskilin eða aðrir liðir. Hlutverk endurskoðunarnefndar er síðan að vakta innra eftir- litið. Það felst í að yfirfara að sú áhættugreining og það áhættu- mat sem innra eftirlit er byggt á sé reglulega skoðað og endur- metið og að brugðist sé við verulegri áhættu með viðeigandi hætti. Einnig að virkni innra eftirlits sé vöktuð og að brugðist sé við frávikum og að athugasemdir og ábendingar endurskoð- anda varðandi innra eftirlit hljóti viðeigandi afgreiðslu. Erlendis hefur a.m.k. hjá stærri félögum tíðkast að aðgreina þann hluta vöktunar innra eftirlitsins sem felst í greiningu og mati áhættu og viðbrögðum við því frá eftirlitshlutanum og vöktun á virkn- inni, til að tryggja óhæði eftirlitsþáttarins. Þetta er gert með því að koma á áhættunefnd (risk committee) sem hefur það hlutverk að yfirfara áhættugreiningu og áhættumat og koma með tillögur að úrbótum. Hlutverk endurskoðunarnefndarinnar er þá að meta úrbæturnar og fylgja eftir að innra eftirlitið virki eins og ætlast er til, ásamt samskiptum í tengslum við endur- skoðunina. í grunninn er tilgangur með endurskoðunarnefnd að opna far- veg til að stjórn geti dregið að fagþekkingu sérfræðinga til að fjalla um ákveðin mál sem eru á ábyrgð stjórnar eins og getið er hér að framan. Virk endurskoðunarnefnd er ráðgefandi við stjórn um ákveðna þætti í starfsemi félags, fyrst og fremst fjár- hagslega, ásamt því að annast samskipti við endurskoðanda félagsins. Þróunin erlendis hefur verið að nýta meira og betur þessa sérfræðiþekkingu með því að endurskoðunarnefndin er orðinn helsti ráðgjafi stjórnenda um reikningsskilamál og val reikningsskilaaðferða. Sem er í sjálfu sér eðlileg þróun þar sem hlutverk endurskoðunarnefndar er einmitt að hafa skoðun á því 34 • FLE blaðið janúar 2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.