FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 5

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 5
Formaður hugsi á hádegisfundi. Á reikningsskiladegi. Sturla og Ingunn ráðstefnustjóri. sláandi fyrir þau fimm endurskoðunarfyrirtæki sem áttu vöru- merki í könnuninni en þau röðuðu sér meðal þeirra vörumerkja sem fengu slökustu einkunn líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér. Endurskoðunarfyrirtækin fimm eru sérstaklega auð- kennd á grafinu sem er birt með góðfúslegu leyfi Capacent. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent var starfsgreinin sem heild áberandi neðarlega f þessum hluta könnunarinnar og sú starfsgrein sem deildi verstu einkunn með endurskoðunarfyrir- tækjunum á grafinu voru helst smálánafyrirtækin svokölluðu. Niðurstöður könnunarinnar eru því ótvíræðar. Álit almennings á endurskoðunarfyrirtækjum fer ekki hátt og ekki hægt að draga aðrar ályktanir en þær að stéttin búi við ímyndarvanda. Undanfarin ár hafa ýmsir endurskoðendur haft það á orði, bæði í ræðu og riti, að traust til endurskoðunarstéttarinnar beið hnekki í kringum hrun fjármálakerfisins árið 2008. <Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getun, segir í gestaþætti Hávamála og hafa þessi orð lifað með íslensku þjóðinni um aldir alda enda hverju orði sannari. Og ætli sama gildi ekki um vondan orðstír enda er það gömul saga og ný að traust til fyrirtækja, stofnana, fag- stétta eða einstaklinga getur hrunið á mjög skömmum tíma en tekur jafnan langan tíma að byggja upp. Það er þó ekki svo að félagið hafi setið aðgerðalaust frá árinu 2008. Félagið hefur reynt að sporna við neikvæðri fjölmiðlaum- fjöllun og stuðlað að gagnrýnni og opinni umræðu á vettvangi félagsins um málefni endurskoðunarstéttarinnar. Félagið hefur lagt sig fram við að koma áleiðis skilaboðum um hvað í starfi endurskoðenda felst og hlutverki þeirra í viðskiptalífinu. Sú gagnrýni hefur þó ratað inn á stjórnarborðið að félagið ætti að vera meira áberandi í opinberri umræðu en verið hefur og láta víðar til sín taka, þótt sitt sýnist vissulega hverjum í þessum efnum. Traust til stéttarinnar er hornsteinn endurskoðunarstarfsins. Þó svo traust fagaðila, ss. fjárfesta, fjármálafyrirtækja og við- skiptalífsins sé okkur ofarlega í huga er traust almennings til stéttarinnar okkur einstaklega mikilvægt. Það er því stefna núverandi stjórnar að gefa ímyndarmálum stéttarinnar sér- stakan gaum á árinu, svo og á komandi árum enda Ijóst er hér er um langtímaverkefni að ræða. Sturla Jónsson Frá stjórnarfundi: Sturla, Margrét, Sigurður framkvæmdastjóri, Árni og Anna Birgitta. FLE blaðið]anúar2015 • 3

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.