FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 31

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 31
Endurskoðun í Danmörku Stefnan tekin á löggildingu í Danmörku Bryndís Símonardóttir endurskoðandi hjá Deloitte í september 2009 var leiðinni haldið til Danmerkur þar sem ég hóf störf hjá KPMG í Kaupmannahöfn en áður hafði ég starfað hjá KPMG á íslandi frá árinu 2006. Ég hafði alltaf haft áhuga á að prófa að búa erlendis og fannst mér kjörið að sækja um hjá KPMG þar sem ég þekkti endurskoðunarkerfin og þær aðferðir sem notaðar eru í KPMG, því það var nokkuð Ijóst að tungu- málaörðugleikar yrðu þó nokkrir til að byrja með. Mikil áhersla var lögð á að ég næði tökum á dönskunni sem fyrst, því dansk- ir viðskiptavinir voru ekki allir hrifnir af því að tala ensku. Það sýndi sig einnig að það hjálpaði mikið að geta átt samskipti á dönsku, bæði í starfi og félagslífi. Ákvörðun um sameiningu KPMG og EY í Danmörku vartekin í lok árs 2013 og samruni átti sér stað þann 1. júli 2014, þar sem félögin tvö urðu aðilar að EY og nýtt KPMG var stofnað. Töluverð hreyfing hefur verið á starfsmönnum allra stærri alþjóðlegu endurskoðunarstofanna síðan ákvörðun um sam- runa þessara félaga var tekin. Sjálf tók ég ákvörðun um að hefja störf hjá Deloitte í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember 2014. Deloitte er stærsta endurskoðunarstofan í Danmörku, þar starfa um 2.300 starfsmenn og Deloitte eru einnig þekktir fyrir að bjóða upp á mikla breidd í ráðgjöf og annarri þjónustu fyrir utan hefðbundna endurskoðun. I dag er mikil samkeppni á markaðnum varðandi endurskoð- unarþjónustu sem hefur leitt til mikillar pressu á endurskoðun- arþóknanir og aukningu í útboðum siðastliðin ár. Þetta hefur leitt til aukinnar áherslu á að veita annars konar þjónustu en hefðbundinnar endurskoðunarþjónustu. Ég upplifi að í Danmörku er það mjög skipulagt hvernig endurskoðunarstof- urnar nálgast mögulega kúnna þar sem unnið er að því að ná góðum tengslum við lykilstjórnendur og stjórnarmeðlimi í þó nokkurn tíma og mikill undirbúningur þegar vitað er til þess að útboð sé í vændum. Bryndís í erli dagsins. Þegar vinnuaðferðir og -menning er borin saman milli þeirra stofa sem ég hef starfað hjá í Danmörku er ekki stórvægilegur munur. Alltaf eru einhver munur á áherslum félaganna en það sem þau eiga sameiginlegt er að mikil áhersla er lögð á aukna skilvirkni i endurskoðunarverkefnum, og á sama tíma aukin áhersla á þá reikningsliði og aðra þætti sem innihalda meiri áhættu á skekkjum, þ.e.a.s. spara vinnu á þeim stöðum þar sem við metum áhættu á skekkjum litla. Á báðum stöðum er endurskoðunarsviðinu skipt í deildir eftir stærð og starfsgrein fyrirtækja, þar sem stærri fyrirtækjum er skipt upp eftir starfs- greinum. Ég var til að mynda í deild sem þjónustaði að mestu leyti fjármálafyrirtæki og nú starfa ég í deild sem þjónustar fjár- amálafyrirtæki ásamt stærri fyrirtækjum og samstæðum. Þess má geta að krafist er sérstakra réttinda í Danmörku til þess að undirrita ársreikninga fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem þeir end- urskoðendur verða að hafa unnið við slík verkefni í tiltekinn vinnustundafjölda og sinna árlegri endurmenntun á þessu sviði. Þetta var innleitt eftir að fjöldi banka varð gjaldþrota og gagnrýni beindist meðal annars að endurskoðendum bank- anna, sem í einhverjum tilfellum höfðu ekki víðtæka reynslu innan fjármálageirans. FLE blaðið janúar 2015 • 29

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.