FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 10

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 10
landi. Tilefnið var nýleg lagasetning i Danmörku þar sem félögum innan ákveðinna stærðarmarka er heimilt að velja á milli hefðbundinnar endurskoðunar á ársreikningum sínum í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla eða svokallaðrar ítarlegrar könnunar (e. extended review) í stað endurskoðunar. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að FLE gæti ekki beitt sér fyrir innleiðingu óbreytts staðals um ítarlega könnun ársreikninga hér á landi. í stað þess lagði starfhópurinn til að FLE yrði í fararbroddi í mótun tillagna að breyttu fyrirkomulagi á endurskoðunarskyldu. Lögum yrði breytt og opnað á annan valmöguleika í stað endurskoðunar, samhliða því að núgildandi ákvæði um skoðunarmenn yrðu felld úr lögum. Það er mat starfshópsins að forðast skuli upptöku séríslenskra afurða sem ekki eigi sér skírskotun í viðurkennt regluverk alþjóðlegra end- urskoðunarstaðla. Á sama tíma og starfshópurinn lauk sínum störfum kom Jens Röder, framkvæmdastjóri NRF (norræna endurskoðunarsam- bandsins) og hélt kynningu á haustráðstefnu FLE, sem haldin var 1. nóvember 2013. Fram kom hjá honum að málefni tengd endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafi verið fyrir- ferðamikil innan NRF, þar sem hagsmunir lítilla endurskoðunar- fyrirtækja eru ekki hvað síst í húfi. NRF hafi þvi ákveðið að setja á laggirnar starfshóp sem hafi það að markmiði að mæta kröf- um endurskoðenda þar sem endurskoðun lítilla fyrirtækja sé ekki of kostnaðarsöm, gætt verði að alþjóðlegum stöðlum og þeim kröfum sem þar eru gerðar. Endurskoðunin þurfi að vera virðisaukandi og aðferðafræðin ekki of íþyngjandi. Markmiðið verkefnisins er að hanna nothæfan endurskoðunar- staðal sem er í senn einfaldur og hannaður frá grunni og upp úr (e. Bottom-up approach). Tilgangurinn er að mæta þörfum, bæði notenda reikningsskila og endurskoðenda, að setja fram staðal sem er ekki of kostnaðarsamur í framkvæmd og ekki eins formlegur varðandi skráningu vinnupappíra. Áherslan er að skapa virði með endurskoðuninni og að hægt verði að nota hann á lítil, einföld verkefni. Staðallinn, þegar hann verður til- búinn, verður lagður fyrir IAASB og ætlunin er að fá samþykki/ staðfestingu alþjóðlegu nefndarinnar á honum. Ekki er ætlunin að aðlaga ISA staðlana að þessum staðli, heldur reyna að byrja með hreint borð og greina hvað er talið nauðsynlegt til að fram- kvæma skilvirka endurskoðun á litlum og tiltölulega einföldum einingum. Framkvæmd verkefnisins er þannig að hvert aðildarfélag innan NRF er með sinn vinnuhóp (e. task force) sem kemur að gerð staðalsins. í hópunum sem skipaður var af hálfu FLE eru Jón Rafn Ragnarsson, sem er formaður, Davíð Arnar Einarsson, Hrafnhildur Helgadóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. Sameiginlegir vinnufundir fulltrúa aðildarfélaga NRF, þ.e. endurskoðunarfélag- anna á norðurlöndum, voru áætlaðir ársfjórðungslega og oftar ef þörf krefði. í upphafi var ekki um að ræða verkaskiptingu milli aðildarfélaganna heldur komu allir aðilar að verkefninu til að móta stefnuna sem taka skyldi við úrlausn verkefnisins. Verkefnið fór af stað með fyrsta hugarflugsfundi sem haldinn var í Kaupmannahöfn 7. mars 2014. Á fundinum kom margt athyglisvert fram og Ijóst að beiting ISA staðlana fyrir lítil fyrir- tæki er þekkt vandamál. Norðurlöndin eru ekki ein að glíma við þetta vandamál, en fram kom á fundinum að umræður um að ISA staðlarnir séu of yfirgripsmiklir fer fram víðar, t.d. bæði í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Lausnir sem IFAC hefur boðið upp á eru t.d. leiðbeiningarbækur (e. Guide to Using ISAs in the Audits of Small- and Medium-Sized Entities) sem er um 600 bls. rit. Sænska endurskoðunarsambandið hefur einnig gefið út sínar leiðbeiningar, með fyrirmyndum af vinnupappírum o.fl. Á hugarflugsfundinum voru rædd nokkur þekkt vandamál við ISA staðlana og dagleg störf endurskoðenda, það sem meðal ann- ars kom fram að við endurskoðun lítilla fyrirtækja fer oft mikill tími í skráningu sem ekki skila virði, en er ætlað að uppfylla kröfur ISA staðla og atriða sem gæðaeftirlit skoðar reglulega. Virkt gæðaeftirlit og framkvæmd þess hefur þannig leitt til þess að endurskoðendur eru farnir í einhverju mæli að miða vinnu sína við að standast gæðaeftirlit miðað við ISA kröfur frekar en að byggja eingöngu grunn fyrir áliti sínu. Viðskiptavinirnir vilja hins vegar sjá virði í endurskoðuninni og notendur ársreikninga vilja meira en eingöngu könnunaraðgerð- ir, þeir vilja m.a. sjá að endurskoðendur afli ytri staðfestinga. Þetta viðhorf hefur verið staðfest í ítarleg könnun sem gerð var í Danmörku. Á fundinum voru lögð fram drög að uppbyggingu staðalsins, þar sem honum var í meginatriðum skipt í fjögur þrep (kafla), sem síðar urðu sex. Næsti fundur var haldinn á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, í Stokkhólmi og var þá hafist handa við að hanna fyrstu kafla staðalsins, þ.e. það sem snýr að samþykki verkefnis, skipu- lagningu og framkvæmda áhættumats. Kynningar voru útbúnar af FLE á íslandi, FAR í Svíþjóð og DnR í Noregi. Kynningarnar voru áþekkar og mjög svipaðar áherslur í íslensku og norsku kynningunni. Samþykkt var að leggja áherslu á að draga úr formlegri skráningu vinnupappíra og að staðalinn byggði á meginreglum. Samþykkt var að ná öðrum fundi fyrir sumarið og var hann haldinn í Osló 21. maí. Þar var haldið áfram með tæknilega útfærslu staðalsins. Fjörugar umræður urðu um ýmis lykilatriði eins og mikilvægi í endurskoðun, mat á rekstrar- hæfi, áhættumatsaðgerðir, sviksemi, prófanir á eftirlitsaðgerð- um o.fl. Niðurstaðan var að sumarið yrði nýtt þannig að norsku fulltrúarnir myndu útbúa drög eða einskonar beinagrind að staðlinum, sem íslenski hópurinn tæki við og inni áfram. Ákveðið var að funda á ný í Helsinki þann 24. september. Á þeim fundi voru lagðar fram til skoðunar og yfirferðar tillögur að fyrstu köflum staðalsins og endurskoðunarferillinn meðal ann- ars ræddur. Til grundvallar eru lagðar sömu meginreglur og í ISA stöðlunum varðandi framkvæmd áhættumats og síðan við- brögð við metinni áhættu. Óverulegur munur verður þannig á eiginlegri framkvæmd endurskoðunaraðgerða (e. further audit procedures) samkvæmt þessum tillögum og í vel skipulagðri endurskoðun lítilla fyrirtækja samkvæmt alþjóðlegum endur- skoðunarstöðlum. Hins vegar ætti að vera hægt að komast hjá skráningu einhverra vinnupappíra sem gerð er krafa um skv. 8 • FLE blaðiðjanúar2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.