FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 14

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 14
enda var nokkuð ólíkur spurningu 1. Endurskoðendur nefndu oft að það væru viðbrögð stéttarinnar á næstu árum, sem myndi ráða því hvort þessi þróun yrði að tækifæri eða ógn. Tvennt var nefnt: 1. Tækifærin liggja í nýjum þjónustugreinum sem endurskoð- unarfyrirtæki geta boðið upp á bæði hérlendis og erlendis eftir því sem upplýsingatæknin skapar þörf fyrir nýjar þjónustur og samtímis máir út landamæri og fjarlægðir. Vottun á samtímaeftirlitskerfum er dæmi um nýja þjón- ustugrein sem gæti orðið arðbær í framtíðinni. Vinna end- urskoðunarfyrirtækja mun líka geta orðið verðmætari fyrir viðskiptavinin vegna minni gagnavinnu en meiri áherslu á rekstrar- og stjórnunarráðgjöf. 2. Það er hins vegar aukin hætta á að upplýsingatæknin brjóti niður aðgangstakmarkanir að verkefnum og gefi færi fyrir nýja samkeppnisaðila t.d úr upplýsingatæknigeiran- um og verkfræðigeiranum hérlendis og erlendis. Það er Ifka hætta á því að endurskoðunarfyrirtæki skorti þekkingu og mannafla sem getur leyst þau eftirlitsverkefni sem koma á næstu árum sem leiði til óánægju viðskiptavina og rýrnun á þjónustugæðum. Þróuninni fylgja því áhættur sem endurskoðunarfyrirtæki þurfa að bregðast við. Lokaorð í íslenskum fyrirtækjum hefur innra eftirlit þróast mikið á síð- ustu árum. Þróun og innleiðing samtímaeftirlits er framhald þessarar þróunar. Fleiri íslensk fyrirtæki munu að öllum líkind- um setja upp samtímaeftirlitskerfi á næstu árum til að styrkja innra eftirlit, ná niður eftirlitskostnaði og auka virði upplýsinga- ferla. Svo virðist sem íslenskir endurskoðendur sjái fyrir að aukin notkun samtimaeftirlitskerfa muni einfalda og bæta vinnu endurskoðenda og gera hana verðmætari fyrir viðskiptavini. Það eru ýmis tækifæri fólgin í þessari þróun í formi nýrra við- skiptatækifæra, lækkun kostnaðar og breyttra samkeppnisráða. En hvort þróunin verði að tækifærum eða ógn er að stórum hluta háð framtakssemi, viðbrögðum og útsjónarsemi stéttar- innar með tilliti til t.d. menntunar og hæfniskrafa, nýrra þjón- ustuleiða, sköpun nýs virðis fyrir viðskiptavini og viðbrögðum við nýjum samkeppnisaðilum og aðstæðum. Páll Ríkharðsson Frá vinnustofu Páls á haustráðstefnunni. 12 • FLE blaðið janúar 2015

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.