FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 7

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 7
Skattanefndin. Samstarf þetta hefur gengið vel og er fyrirhugað að halda því áfram. Eins og ykkur er eflaust kunnugt um og var meðal annars fjallað um á síðasta aðalfundi félagsins þá hefur verið í gangi samstarfsverkefni innan NRF undir vinnuheitinu „Audit stand- ard for SME,s" sem mætti útleggja sem endurskoðunarstaðall fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Tilgangurinn með þessari vinnu er að semja endurskoðunar- staðal sem yrði viðurkenndur og hægt væri að beita við endur- skoðun lítilla fyrirtækja. NRF hefur tekið að sér ákveðið for- ystuhlutverk með gagnrýni á Alþjóðlega staðlaráðið (IAASB) innan IFAC hvað varðar þessa þörf, sérstaklega í Ijósi þess að Alþjóðlegu endurskoðunarstaðlarnir (ISA,S) voru í upphafi samdir út frá þörfum og kröfum við endurskoðun stærri félaga. Mikill kraftur hefur verið í þessari vinnu allt þetta ár og hafa verið í gangi vinnuhópar í hverju Norðurlandanna. Samnorræn nefnd hefur haldið fjóra fundi á þessu tímabili þar sem fulltrúar frá hverju landi hafa borið saman bækur sínar og lagt línurnar fyrir vinnuhópana. I sumar vann íslenski hópurinn meðal ann- ars drög að uppbyggingu fyrir staðalinn sem voru síðan send á norska vinnuhópinn og NRF tók þá ákvörðun að nálgast verk- efnið út frá þeim grunni. Það er skemmst frá því að segja að þessi vinna innan NRF hefur hlotið mikla og óvænta athygli og hafa mörg lönd haft Frá yfirferð löggildingarprófa. samband og óskað eftir að fá að fylgjast með framvindu mála. Síðast liðið vor var NRF með kynningu á verkefninu á fundi IAASB og Jens Röder gerði grein fyrir stöðu málsins á ársfundi IFAC í Róm nú í nóvember. Eftir nærri þriggja ára ferli og umfjöllun innan Evrópusambandsins um málefni endurskoðenda sem hefur mótast af fjölda skýrslna, nefndarálita og funda, þá voru loksins afgreiddar nú í vor, tillögur um breytingar á lögum sam- bandsins um endurskoðun félaga tengda almannahagsmunum sem og reglugerð um endurskoðun. Ákveðið aðlögunarferli er nú í gangi en endanleg gildistaka verður vorið 2016. Það þykir tíðindum sæta að í lagasetningu EB séu ákvæði sem eru valkvæð, en það er einmitt tilfellið varðandi ráðningar- tíma endurskoðenda. í grófum dráttum þá gera lögin ráð fyrir að hámarks ráðningartími endurskoðanda sé tíu ár og að við- bættum öðrum tíu árum að undangengnu útboðsferli. Flvað varðar ráðningartímann þá hefur ekkert verið ákveðið á neinu Norðurlandanna. í Svíþjóð hafa þarlend stjórnvöld helst hallast að tíu ára hámarks ráðningartíma fyrir fjármálafyrirtæki og enga framlengingu, en heimila aftur á móti tíu ára framleng- ingu fyrir önnur PIE félög. Finnland og Noregur eru að vonast eftir að stjórnvöld þar á bæ gangi alla leið og heimili 10 + 10 ár fyrir öll PIE félög, en Danir virðast hallast að tíu ára hámarki fyrir öll PIE félög en enga framlengingu. Menntunarnefndin. FLE blaðið janúar 2015 • 5

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.