FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 27

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 27
Rafræn stjórnsýsla á tímamótum? Skúli Eggert Þórðarson er ríkisskattstjóri l. Með lögum nr. 35/2014 komu til framkvæmdar aðgerðir um niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra fasteignalána. Markmið þeirra laga var að leiðrétta hlut þeirra sem skulduðu verðtryggð íbúðalán með tilteknum hætti, enda hefðu þeir orðið fyrir ákveðnum forsendubresti á árunum 2008 og 2009, svo sem fram kemur í greinargerð með frumvarpi að lögunum. Um var að ræða verkefni sem hafði verið í undirbúningi frá því á árinu 2013. Ráðherraskipaður starfshópur vann að undirbúningnum og kynnti niðurstöður sínar opinberlega 30. nóvember 2013. Tóku þá við keflinu sérfræðingar sem ætlað var að útfæra fram- kvæmd hugmyndanna og semja lagafrumvarp þess efnis. Við undirbúning löggjafarinnar um leiðréttingu húsnæðislána var haft víðtækt samráð við þá sem framkvæmd frumvarpsins varðaði. Starfsmenn fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, forsætis- ráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðneytis auk ríkisskatt- stjóra mynduðu framkvæmdahóp þar sem útfærsla vinnunnar var skipulögð og álitamál henni tengd rædd ítarlega. Kom á þeim vettvangi fljótlega fram sú hugmynd að allt leiðréttingar- ferlið skyldi vera rafrænt. Álitamál þótti í upphafi hvort unnt væri lagalega að krefjast þess af umsækjendum að umsóknar- ferli um leiðréttingu skyldi eingöngu vera rafrænt, og hvort ekki væri rétt eða jafnvel skylt að veita svigrúm til þess að (ákveðn- um tilvikum mætti sækja um á pappír. Niðurstaða þessa varð þó sú að byggja á gildandi stjórnsýslulögum nr. 37/1993 þar sem fyrir hendi er lagaheimild fyrir því að stjórnsýsla geti verið rafræn. Er það IX. kafli laganna, einkum 35. - 39. gr. sem eru grunnlagaheimild þessa. Þannig var afráðið á meðan vinnunni að frumvarpinu stóð að umsóknarferlið skyldi allt verða rafrænt og talið var að umsækj- andi gæti ekki átt lögvarinn rétt til þess að haga umsókn sinni með öðrum hætti en löggjöfin gerir ráð fyrir. Samningu frum- varpsins lauk á vormánuðum 2014 og eftir framlagningu þess og umfjöllun Alþingis var frumvarpið samþykkt sem lög 17. maí 2014 og ætlað að koma til framkvæmda þá þegar. í meðförum Alþingis var ákvæðum frumvarpsins varðandi raf- ræna stjórnsýslu ekki breytt, og átti umsækjandi ekki annan kost en að sækja rafrænt um ef hann ætlaði á annað borð að nýta sér rétt sinn til leiðréttingar fasteignaveðlána. Á svipuðum tíma voru einnig samþykkt lög um ráðstöfun séreignarsparn- aðar inn á höfuðstól fasteignaveðlána sem einnig komu þegar til framkvæmda og þar var sama skilyrði um að umsókn skyldi vera rafræn. II. Samkvæmt lögum nr. 35/2014 skyldi reikna út tiltekna leiðrétt- ingarfjárhæð fyrir hvern og einn umsækjenda eftir nánar útfærðum forsendum, sem síðan skyldi ganga til lækkunar eftirstöðva íbúðalána eða eftir atvikum verða viðbótar pers- ónuafsláttur. Kveðið var á um að framkvæmd laganna skyldi vera að öllu leyti rafræn. Skyldi þannig útfylling umsækjanda á umsókn og sending hennar, úrvinnsla umsókna og birting niðurstaðna af hálfu ríkisskattstjóra, og aukinheldur samþykki umsækjanda á ráðstöfun fjármuna vera rafræn að öllu leyti. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru að rafræn stjórnsýsla er almennt talin sérlega áreiðanleg. Má t.d. nefna að með raf- rænni sendingu gagna milli umsækjanda og stjórnvalds má komast hjá þeirri villuhættu sem skapast við innskráningu og afritun pappírsgagna inn í rafræn kerfi til úrvinnslu. Einnig skiptir máli í þessu samhengi að með öruggri rafrænni auð- kenningu eru minni líkur á fölsunum svo sem ætíð á sér stað af og til þegar lagðar eru fram umsóknir með venjulegri hand- undirritun. Með framangreindum lögum var tiltekinni stofnun, ríkisskatt- stjóra, fengið það verkefni að sinna stjórnsýslu leiðréttingar- innar með alfarið rafrænum hætti. Löggjöfin er þannig um margt afar merkileg nýjung hér á landi, og um leið eftirtektar- verð tilraun til að gera auka skilvirkni íslenskrar stjórnsýslu með rafrænum úrræðum. Er ástæða til þess að staldra við og velta fyrir sér hvort með lögum þessum hafi í reynd verið stigið nýtt og áður óþekkt skref í stjórnsýslu hérlendis. III. Ríkisskattstjóri er stofnun sem sett var á fót með lögum nr. 50/1962 og hefur starfað í röska hálfa öld. Samkvæmt núgild- andi lögum er henni ætlað að fara með álagningu skatta og gjalda á íslandi, ásamt því að sinna skatteftirliti og skráarhaldi tiltekinna landsskráa, og gegna viðeigandi þjónustu- og leið- beiningarhlutverki. Með lögum 35/2014 var ríkisskattstjóra ætlað nýtt hlutverk í afmarkaðan tíma en þó án þess að skerða önnur þau lögbundnu verkefni sem embættið hefur með hönd- um. Ýmisleg athyglisverð ákvæði eru í lögum 35/2014 auk þess FLE btaðið janúar 2015 • 25

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.