FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 37

FLE blaðið - 01.01.2015, Blaðsíða 37
að reikningshaldsleg frásögn af fjárhagsstöðu félags og þróun hennar sé í samræmi við starfsemi félags og á grundvelli þeirra reglna sem fara ber eftir. Fundir endurskoðenda og endurskoðunarnefnda eru tíðir. Bæði er að endurskoðandi er að afla þekkingar á innra eftir- liti félags, sem m.a. er vaktað af endurskoðunarnefnd, auk þess að sækja upplýsingar um álitamál varðandi reikningsskil og val reikningsskilaaðferða. Krafan er sú að endurskoðendur eiga að gera nefndinni grein fyrir því sem þeir telja verulega endurskoðunaráhættu og hvernig þær áhættur verða höndl- aðar í endurskoðuninni og að henni lokinni hvernig til tókst. Þeir þurfa einnig að upplýsa um mikilvægismörk við skipulagn- ingu og framkvæmd endurskoðunar og hvernig þau ríma við mikilvægismörk félagsins við gerð reikningsskilanna og hvernig mikilvægismörkin höfðu áhrif á umfang endurskoðunarinnar auk fleiri þátta. í nýlegri könnun sem framkvæmd var af KPMG á 134 skráð- um félögum (innan FTSE 350) þá kom fram að að meðaltali voru 5,5 liðir greindir sem veruleg áhætta, þ.m.t. áhætta af þvf að stjórn færi fram hjá innra eftirliti og áhætta af sviksemi í tekjuskráningu. Hérlendar endurskoðunarnefndir geta því borið saman þessar tölur við sína reynslu. Almennt hafa endurskoðunarnefndir eingöngu skilað sínum niðurstöðum til stjórnar viðkomandi félags. Þegar er þó farið að bera á því að notendur reikningsskila séu farnir að óska eftir að fá skýrslur endurskoðunarnefnda. Þær eru taldar bæta við ýmsum mikilvægum upplýsingum, m.a. um innra eftirlit og virkni þess auk þess að vera ekki eins staðlaðar og skýrslur óháðra endurskoðenda. Hérlendis er innleiðing starfshátta endurskoðunarnefnda ekki komin jafn langt og erlendis. Um endurskoðunarnefndir er lítið fjallað í íslenskum lögum og reglum. Þær koma fyrir í lögum um ársreikninga nr. 3/2006 þannig: 108. gr. a. Við einingu tengda almannahagsmunum skal starfa endurskoðunarnefnd. Stjórn einingar ber ábyrgð á skipun endurskoðunarnefndar. Hún skal skipuð þremur mönnum hið minnsta eigi síðar en mánuði eftir aðalfund. Nefndarmenn skulu vera óháðir endurskoðanda eða endurskoð- endum einingarinnar og meiri hluti nefndarmanna skal jafnframt vera óháður einingunni. Framkvæmdastjóri viðkomandi einingar skal ekki eiga sæti í nefndinni. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu og reynslu í samræmi við störf nefndarinnar og skal að minnsta kosti einn nefndarmanna hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði reikningsskila eða endurskoðunar. 108. gr. b. Endurskoðunarnefnd skal meðal annars hafa eftirfar- andi hlutverk án tillits til ábyrgðar stjórnar, stjórnenda eða annarra á þessu sviði: 1. Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila. 2. Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits einingarinnar, innri endurskoðun, ef við á, og áhættustýringu. 3. Eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureiknings einingarinnar. 4. Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. 5. Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki. 108. gr. c. í einingum tengdum almannahagsmunum skal tillaga stjórnar um tilnefningu endurskoðanda eða endurskoðunarfyrir- tækis byggjast á tilmælum frá endurskoðunarnefndinni. Haustráðstefna. FLE blaðið janúar 2015 • 35

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.